Jón Baldvin kærir „slúðurbera í fjölmiðlum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 10:06 Jóns Baldvin Hannibalsson. Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, hefur kært „slúðurbera í fjölmiðlum“ fyrir „tilhæfulausar sakargiftir, ranghermi og gróf meiðyrði“. Þetta kemur fram í neðanmálsgrein við aðsenda grein eftir hann sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Jón Baldvin hefur verið borinn þungum sökum um kynferðislega áreitni og ofbeldi síðustu misseri. Í janúar var sett á laggirnar bloggsíða með yfir 20 nafnlausum sögum kvenna af meintu kynferðisofbeldi Jóns Baldvins. Sögurnar eru fengnar úr sérstökum #MeToo-hóp um Jón Baldvin á Facebook. Ætla má að áðurnefndir „slúðurberar“ sem Jón Baldvin hefur kært séu úr hópi þessara kvenna. Í grein sinni segist Jón Baldvin hafa eytt kvöldstund í að renna yfir sögurnar um sig í hópnum, sem hann kallar „stuðningshóp“ dóttur sinnar, Aldísar Schram. Sögurnar hafi hann skoðað vegna væntanlegra málaferla. Þá segir Jón Baldvin í greininni að Aldís sé höfundur kvikmyndahandrits sem hann fékk í hendurnar árið 2006. Söguþráður handritsins, sem fjallaði um „hrokafullan valdamann sem misbeitti valdi sínu til að níðast á saklausum fórnarlömbum“, sé sá sami og í sögum #MeToo-kvennanna. „Er þetta allt saman hrein tilviljun? Eða eru allar þessar sögur spunnar í sömu leiksmiðjunni?“ spyr Jón Baldvin. MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Aldís kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann Telur hann hafa brotið margvíslega ákvæði lögreglu- og hegningarlaga. 13. febrúar 2019 10:07 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar 6. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, hefur kært „slúðurbera í fjölmiðlum“ fyrir „tilhæfulausar sakargiftir, ranghermi og gróf meiðyrði“. Þetta kemur fram í neðanmálsgrein við aðsenda grein eftir hann sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Jón Baldvin hefur verið borinn þungum sökum um kynferðislega áreitni og ofbeldi síðustu misseri. Í janúar var sett á laggirnar bloggsíða með yfir 20 nafnlausum sögum kvenna af meintu kynferðisofbeldi Jóns Baldvins. Sögurnar eru fengnar úr sérstökum #MeToo-hóp um Jón Baldvin á Facebook. Ætla má að áðurnefndir „slúðurberar“ sem Jón Baldvin hefur kært séu úr hópi þessara kvenna. Í grein sinni segist Jón Baldvin hafa eytt kvöldstund í að renna yfir sögurnar um sig í hópnum, sem hann kallar „stuðningshóp“ dóttur sinnar, Aldísar Schram. Sögurnar hafi hann skoðað vegna væntanlegra málaferla. Þá segir Jón Baldvin í greininni að Aldís sé höfundur kvikmyndahandrits sem hann fékk í hendurnar árið 2006. Söguþráður handritsins, sem fjallaði um „hrokafullan valdamann sem misbeitti valdi sínu til að níðast á saklausum fórnarlömbum“, sé sá sami og í sögum #MeToo-kvennanna. „Er þetta allt saman hrein tilviljun? Eða eru allar þessar sögur spunnar í sömu leiksmiðjunni?“ spyr Jón Baldvin.
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Aldís kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann Telur hann hafa brotið margvíslega ákvæði lögreglu- og hegningarlaga. 13. febrúar 2019 10:07 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar 6. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Aldís kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann Telur hann hafa brotið margvíslega ákvæði lögreglu- og hegningarlaga. 13. febrúar 2019 10:07
Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52