Hélt sér á lífi í 101 sólarhring með skunkaveiðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 10:56 Kingston er aftur kominn í faðm eigenda sinna eftir 101 sólarhring á vergangi. AP/Ben Lepe Hundurinn Kingston er aftur kominn í faðm eigenda eftir að þeir urðu viðskila í mannskæðustu skógareldum Kaliforníuríkis. Síðast sást til Kingston í nóvember síðastliðnum, þegar hann stökk af pallbíl eigendanna þegar þeir yfirgáfu bæinn Paradise sem varð hvað verst úti í skógareldunum. Ekkert hafði því spurst til Kingston, sem er 12 ára gamall af tegundinni Akita, í um 101 sólarhring. Það var ekki fyrr en starfsmaður dýraathvarfs klófesti hann síðastliðinn sunnudag sem eigendur Kingston áttaðu sig á því að hann væri enn á lífi svo löngu síðar. Talið er að Kingston hafi haldið í sér lífi með því að veiða sér skunka til matar. Eigendur hans segja að hundurinn hafi gert það áður, auk þess sem það myndi útskýra óþefinn af honum. „Ég felldi tár þegar ég komst að því að hann væri enn á lífi,“ segir Gabriel Ballejos, einn eigenda Kingston, í samtali við AP. „Ég er svo stoltur af honum, ég hreinlega trúi þessu ekki. Hann er ótrúlega þrautseigur.“ Eigendurnir höfðu auglýst eftir Kingston með ýmis konar dreifimiðum og færslum á netinu. Sá sem að lokum bar kennsl á Kingston hafði einmitt rekið í augun í eina slíka færslu. Starfsmenn dýraathvarfs á svæðinu sáu stóran hund á upptökum öryggismyndavéla um helgina og ákváðu að leggja fyrir hann gildru. „Þegar ég kíkti svo í gildruna á sunnudag var hundurinn þar niðurkominn,“ segir hundafangarinn Ben Lepe við fréttamann AP. „Það er góð tilhugsun að vita til þess að hundurinn mun fá góða umönnun.“ Um 18 þúsund heimili í Kaliforníu urðu eldunum að bráð, sem brutust út þann 8. nóvember, og næstum 90 manns létu lífið. Bandaríkin Dýr Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27 Telja að sum fórnarlömb kjarreldanna finnist aldrei Eldurinn sem gjöreyðilagði bæinn Paradís í Kaliforníu brann svo heitt að lík gætu hafa brunnið upp til agna. 19. nóvember 2018 12:01 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Hundurinn Kingston er aftur kominn í faðm eigenda eftir að þeir urðu viðskila í mannskæðustu skógareldum Kaliforníuríkis. Síðast sást til Kingston í nóvember síðastliðnum, þegar hann stökk af pallbíl eigendanna þegar þeir yfirgáfu bæinn Paradise sem varð hvað verst úti í skógareldunum. Ekkert hafði því spurst til Kingston, sem er 12 ára gamall af tegundinni Akita, í um 101 sólarhring. Það var ekki fyrr en starfsmaður dýraathvarfs klófesti hann síðastliðinn sunnudag sem eigendur Kingston áttaðu sig á því að hann væri enn á lífi svo löngu síðar. Talið er að Kingston hafi haldið í sér lífi með því að veiða sér skunka til matar. Eigendur hans segja að hundurinn hafi gert það áður, auk þess sem það myndi útskýra óþefinn af honum. „Ég felldi tár þegar ég komst að því að hann væri enn á lífi,“ segir Gabriel Ballejos, einn eigenda Kingston, í samtali við AP. „Ég er svo stoltur af honum, ég hreinlega trúi þessu ekki. Hann er ótrúlega þrautseigur.“ Eigendurnir höfðu auglýst eftir Kingston með ýmis konar dreifimiðum og færslum á netinu. Sá sem að lokum bar kennsl á Kingston hafði einmitt rekið í augun í eina slíka færslu. Starfsmenn dýraathvarfs á svæðinu sáu stóran hund á upptökum öryggismyndavéla um helgina og ákváðu að leggja fyrir hann gildru. „Þegar ég kíkti svo í gildruna á sunnudag var hundurinn þar niðurkominn,“ segir hundafangarinn Ben Lepe við fréttamann AP. „Það er góð tilhugsun að vita til þess að hundurinn mun fá góða umönnun.“ Um 18 þúsund heimili í Kaliforníu urðu eldunum að bráð, sem brutust út þann 8. nóvember, og næstum 90 manns létu lífið.
Bandaríkin Dýr Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27 Telja að sum fórnarlömb kjarreldanna finnist aldrei Eldurinn sem gjöreyðilagði bæinn Paradís í Kaliforníu brann svo heitt að lík gætu hafa brunnið upp til agna. 19. nóvember 2018 12:01 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45
Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27
Telja að sum fórnarlömb kjarreldanna finnist aldrei Eldurinn sem gjöreyðilagði bæinn Paradís í Kaliforníu brann svo heitt að lík gætu hafa brunnið upp til agna. 19. nóvember 2018 12:01