Bílaleigurnar þrjár ekki í SAF Sighvatur Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 11:45 Samtök ferðaþjónustunnar segja málið vera erfitt fyrir umræðu um bílaleigur landsins. Vísir/Hanna Bílaleigur sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, vegna breytinga á kílómetrastöðu bíla, eru ekki í Samtökum ferðaþjónustunnar. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að þeim hafi borist ábendingar um bílaleigur þar sem grunur leikur á að átt hafi verið við mæla í bílum. Málið sé erfitt fyrir allar bílaleigur á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að ekkert eftirlit er með því að kílómetrastaða bíla sé skráð á mismunandi hátt á milli þess sem bílarnir eru skoðaðir. Nefnd voru dæmi um bíla í eigu þriggja bílaleiga, City Car Rental, Icerental 4x4 og Green Motion. Samkvæmt upplýsingum úr ökutækjaskrá lækkar kílómetrastaða bíla um 50.000 - 200.000 á milli skoðana þó aðeins sé um eitt ár á milli þeirra. Hjá einni bílaleigunni fengust þær skýringar að skipt hafi verið um mælaborð í bílunum.Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að bílaleigurnar þrjár séu ekki í samtökunum. Áður hefur komið fram að bílaleigunni Procar var vikið úr samtökunum eftir að upp komst um umfangsmikil svik þar vegna breytinga á kílómetramælum í bílum sem fyrirtækið seldi. „Það er mjög slæmt að það séu fleiri aðilar sem hafa stundað slíka starfsemi. Það er mjög mikilvægt að við komumst til botns í þessu til þess að það falli ekki grunur á öll fyrirtæki í bílaleigu. Við hjá SAF teljum að hjá stærstum hluta séu menn að standa sig vel í þessum efnum,“ segir Jóhannes Þór.75% bílaleiguflotans í SAF Um 140 starfsleyfi eru í gildi vegna reksturs bílaleigu. Jóhannes Þór segir að um þriðjungur allra bílaleiga landsins leigi út fleiri bíla en tíu. Innan Samtaka ferðaþjónustunnar eru um 30 bílaleigur sem eru með um 75% af bílaleiguflota landsins. Jóhannes framkvæmdastjóri SAF bendir á að gögn frá bílaleigum megi nota til eftirlits. Vísar hann þar til leigusögu bíla þar sem kílómetratala sé skráð í alla leigusamninga. „Þannig er hægt að fá heildarsögu bílsins og sjá þá einfaldlega hvort hefur verið átt eitthvað við hann. Þetta þarf að gera af óháðum vottunaraðila. Við erum byrjuð að vinna í því og höfum verið í sambandi við Samgöngustofu um þetta og munum væntanlega þegar þar að kemur afhenda þeim niðurstöðurnar,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Neytendur Procar Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Olíuverðið á leið niður í 30 dollara á tunnuna Viðskipti erlent Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Bílaleigur sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, vegna breytinga á kílómetrastöðu bíla, eru ekki í Samtökum ferðaþjónustunnar. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að þeim hafi borist ábendingar um bílaleigur þar sem grunur leikur á að átt hafi verið við mæla í bílum. Málið sé erfitt fyrir allar bílaleigur á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að ekkert eftirlit er með því að kílómetrastaða bíla sé skráð á mismunandi hátt á milli þess sem bílarnir eru skoðaðir. Nefnd voru dæmi um bíla í eigu þriggja bílaleiga, City Car Rental, Icerental 4x4 og Green Motion. Samkvæmt upplýsingum úr ökutækjaskrá lækkar kílómetrastaða bíla um 50.000 - 200.000 á milli skoðana þó aðeins sé um eitt ár á milli þeirra. Hjá einni bílaleigunni fengust þær skýringar að skipt hafi verið um mælaborð í bílunum.Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að bílaleigurnar þrjár séu ekki í samtökunum. Áður hefur komið fram að bílaleigunni Procar var vikið úr samtökunum eftir að upp komst um umfangsmikil svik þar vegna breytinga á kílómetramælum í bílum sem fyrirtækið seldi. „Það er mjög slæmt að það séu fleiri aðilar sem hafa stundað slíka starfsemi. Það er mjög mikilvægt að við komumst til botns í þessu til þess að það falli ekki grunur á öll fyrirtæki í bílaleigu. Við hjá SAF teljum að hjá stærstum hluta séu menn að standa sig vel í þessum efnum,“ segir Jóhannes Þór.75% bílaleiguflotans í SAF Um 140 starfsleyfi eru í gildi vegna reksturs bílaleigu. Jóhannes Þór segir að um þriðjungur allra bílaleiga landsins leigi út fleiri bíla en tíu. Innan Samtaka ferðaþjónustunnar eru um 30 bílaleigur sem eru með um 75% af bílaleiguflota landsins. Jóhannes framkvæmdastjóri SAF bendir á að gögn frá bílaleigum megi nota til eftirlits. Vísar hann þar til leigusögu bíla þar sem kílómetratala sé skráð í alla leigusamninga. „Þannig er hægt að fá heildarsögu bílsins og sjá þá einfaldlega hvort hefur verið átt eitthvað við hann. Þetta þarf að gera af óháðum vottunaraðila. Við erum byrjuð að vinna í því og höfum verið í sambandi við Samgöngustofu um þetta og munum væntanlega þegar þar að kemur afhenda þeim niðurstöðurnar,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Neytendur Procar Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Olíuverðið á leið niður í 30 dollara á tunnuna Viðskipti erlent Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira