Dybala sá um Bologna Arnar Geir Halldórsson skrifar 24. febrúar 2019 16:15 Sigurmarkinu fagnað vísir/getty Juventus heldur áfram að styrkja stöðu sína á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar en í dag heimsótti liðið Bologna. Juventus tapaði illa í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í vikunni og það var enginn glæsibragur á spilamennsku liðsins í dag. Þrátt fyrir það sigldu þeir sigrinum heim þar sem Paulo Dybala gerði eina mark leiksins eftir rúmlega klukkutíma leik en hann hafði skömmu áður komið inn af varamannabekknum. Ítalski boltinn
Juventus heldur áfram að styrkja stöðu sína á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar en í dag heimsótti liðið Bologna. Juventus tapaði illa í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í vikunni og það var enginn glæsibragur á spilamennsku liðsins í dag. Þrátt fyrir það sigldu þeir sigrinum heim þar sem Paulo Dybala gerði eina mark leiksins eftir rúmlega klukkutíma leik en hann hafði skömmu áður komið inn af varamannabekknum.