Gagnrýnandi The Guardian hrósar Ófærð fyrir að vera í takt við tímann Birgir Olgeirsson skrifar 22. febrúar 2019 14:48 Aðdáendur góðra lopapeysa fá sinn skerf og málin rædd á meðan mjólkurglas er teygt í einum sopa. Mynd/Lilja Jóns Gagnrýnandi breska dagblaðsins The Guardian heldur vart vatni yfir nýjustu þáttaröðinni af Ófærð sem var frumsýnd nýverið í Bretlandi. Gagnrýnandinn segir fyrri þáttaröðina hafa verið óvæntan smell sem koma aftan að mörgum en á endanum fangað athygli tíu milljóna manna í Bretlandi, Þýskalandi og Norðurlöndunum og það ekki af ástæðulausu. Gagnrýnandinn heitir Ellie Violet Bramley en hún segir lögreglustjórann Andra, sem leikinn er af Ólafi Darra Ólafssyni, hafa fangað söguþráð nýjustu seríunnar nokkuð vel þegar hann spyr hvort glæpurinn tengist pólitík eða hvort um fjölskylduharmleik sé að ræða? Bramley segir nýju seríuna fást við mörg mál sem fanga nokkurn veginn tíðaranda síðastliðinna missera. Þar á meðal upprisa öfgasinnaðra hægri manna, fordóma í garð samkynhneigðra, innflytjenda og stjórnkerfisins. Þá sé einnig að finna dágóðan skerf af eitraðri karlmennsku í seríunni. Átök eru á milli landsbyggðar og borgar ásamt átökum fjölskyldumeðlima við matarborðið. Stjórnmálamenn velji hagsmuni stórfyrirtækja fram yfir samfélagið sem valdi miklu titringi. Bramley segir þáttinn þó ekki bara í takt við tímann heldur einnig fást við sígild málefni, þar á meðal unglinga sem neita að fara eftir fyrirmælum þeirra sem eldri eru og þá séu að finna látlausar samræður á meðan mjólkurglas er teygað í einum sopa fyrir svefninn. Þá endar hún á að nefna að þættirnir innihalda sinn skerf af frábærum ullarpeysum sem unnendur slíks fatnaðar ættu að fagna innilega. Gagnrýnandi skoska dagblaðsins The Herald fer einnig fögrum orðum um nýju seríuna þar sem hann kallar lögreglustjórann Andra loðnasta rannsóknarlögreglumann evrópska efnahagssvæðisins. Menning Mest lesið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Gagnrýnandi breska dagblaðsins The Guardian heldur vart vatni yfir nýjustu þáttaröðinni af Ófærð sem var frumsýnd nýverið í Bretlandi. Gagnrýnandinn segir fyrri þáttaröðina hafa verið óvæntan smell sem koma aftan að mörgum en á endanum fangað athygli tíu milljóna manna í Bretlandi, Þýskalandi og Norðurlöndunum og það ekki af ástæðulausu. Gagnrýnandinn heitir Ellie Violet Bramley en hún segir lögreglustjórann Andra, sem leikinn er af Ólafi Darra Ólafssyni, hafa fangað söguþráð nýjustu seríunnar nokkuð vel þegar hann spyr hvort glæpurinn tengist pólitík eða hvort um fjölskylduharmleik sé að ræða? Bramley segir nýju seríuna fást við mörg mál sem fanga nokkurn veginn tíðaranda síðastliðinna missera. Þar á meðal upprisa öfgasinnaðra hægri manna, fordóma í garð samkynhneigðra, innflytjenda og stjórnkerfisins. Þá sé einnig að finna dágóðan skerf af eitraðri karlmennsku í seríunni. Átök eru á milli landsbyggðar og borgar ásamt átökum fjölskyldumeðlima við matarborðið. Stjórnmálamenn velji hagsmuni stórfyrirtækja fram yfir samfélagið sem valdi miklu titringi. Bramley segir þáttinn þó ekki bara í takt við tímann heldur einnig fást við sígild málefni, þar á meðal unglinga sem neita að fara eftir fyrirmælum þeirra sem eldri eru og þá séu að finna látlausar samræður á meðan mjólkurglas er teygað í einum sopa fyrir svefninn. Þá endar hún á að nefna að þættirnir innihalda sinn skerf af frábærum ullarpeysum sem unnendur slíks fatnaðar ættu að fagna innilega. Gagnrýnandi skoska dagblaðsins The Herald fer einnig fögrum orðum um nýju seríuna þar sem hann kallar lögreglustjórann Andra loðnasta rannsóknarlögreglumann evrópska efnahagssvæðisins.
Menning Mest lesið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið