Fjórmenninga- klíkan Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 08:30 Það hefur lengi legið fyrir að fjórmenningaklíkan, Sólveig, Ragnar, Gunnar Smári og Vilhjálmur, ætlar ekki að semja. Markmiðið er átök, þau vilja breyta samfélaginu og til þess ætla þau að beita verkalýðsfélögunum. Það verður ekki gert með skynsamlegum samningum sem skila launafólki auknum kaupmætti, lágri verðbólgu og fullri atvinnu. Ekkert fútt í því. Fjórmenningarnir hafa tileinkað sér orðræðu og slagorð úr stéttabaráttu þriðja og fjórða áratugar síðustu aldar með áberandi hætti. En þrátt fyrir slagorðin, vaxandi reiði, sívaxandi hneykslan, úthlaup af fundum og annað slíkt þá er augljós munurinn á þessum hópi og verkalýðsleiðtogum eins og til dæmis Guðmundi Jaka. Allir skynjuðu heilindi Jakans, fyrir hverju hann barðist af hörku og þáttur hans í þjóðarsáttinni skilaði launafólki gríðarlegri kjarabót. Gunnar Smári er enginn Jaki, nýuppfundinn sósíalismi hans væri hlægilegur ef afleiðingar væru ekki alvarlegar. Hver skyldi þurfa að borga fyrir stjórnmálabrölt fjórmenningaklíkunnar? Verður það „auðstéttin“ sem Sólveigu Önnu verður svo tíðrætt um? Nei, ekki aldeilis. Það fólk er búið að breyta lánunum sínum í óverðtryggð lán og það fólk mun ekki missa vinnuna þegar harðnar á dalnum. Við höfum nefnilega séð þetta allt áður, oft. Laun hækka langt umfram framleiðni, verðlag hækkar og gengið fellur, fyrirtækin fækka starfsfólki. Það er hægt að fletta upp á þessari sögu t.d. í Öldinni okkar, ef maður nennir ekki að hlusta á hagfræðingana. En það er láglaunafólkið sem skuldar verðtryggt og það er láglaunafólkið sem missir fyrst vinnuna. Ríka liðið sleppur. Herkostnaðurinn af stjórnmálabaráttu fjórmenningana mun falla á launafólk. En hva, það þarf að færa fórnir fyrir byltinguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Skoðun Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það hefur lengi legið fyrir að fjórmenningaklíkan, Sólveig, Ragnar, Gunnar Smári og Vilhjálmur, ætlar ekki að semja. Markmiðið er átök, þau vilja breyta samfélaginu og til þess ætla þau að beita verkalýðsfélögunum. Það verður ekki gert með skynsamlegum samningum sem skila launafólki auknum kaupmætti, lágri verðbólgu og fullri atvinnu. Ekkert fútt í því. Fjórmenningarnir hafa tileinkað sér orðræðu og slagorð úr stéttabaráttu þriðja og fjórða áratugar síðustu aldar með áberandi hætti. En þrátt fyrir slagorðin, vaxandi reiði, sívaxandi hneykslan, úthlaup af fundum og annað slíkt þá er augljós munurinn á þessum hópi og verkalýðsleiðtogum eins og til dæmis Guðmundi Jaka. Allir skynjuðu heilindi Jakans, fyrir hverju hann barðist af hörku og þáttur hans í þjóðarsáttinni skilaði launafólki gríðarlegri kjarabót. Gunnar Smári er enginn Jaki, nýuppfundinn sósíalismi hans væri hlægilegur ef afleiðingar væru ekki alvarlegar. Hver skyldi þurfa að borga fyrir stjórnmálabrölt fjórmenningaklíkunnar? Verður það „auðstéttin“ sem Sólveigu Önnu verður svo tíðrætt um? Nei, ekki aldeilis. Það fólk er búið að breyta lánunum sínum í óverðtryggð lán og það fólk mun ekki missa vinnuna þegar harðnar á dalnum. Við höfum nefnilega séð þetta allt áður, oft. Laun hækka langt umfram framleiðni, verðlag hækkar og gengið fellur, fyrirtækin fækka starfsfólki. Það er hægt að fletta upp á þessari sögu t.d. í Öldinni okkar, ef maður nennir ekki að hlusta á hagfræðingana. En það er láglaunafólkið sem skuldar verðtryggt og það er láglaunafólkið sem missir fyrst vinnuna. Ríka liðið sleppur. Herkostnaðurinn af stjórnmálabaráttu fjórmenningana mun falla á launafólk. En hva, það þarf að færa fórnir fyrir byltinguna.
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar