Kim heldur til fundar við Trump Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. febrúar 2019 22:58 Æðsti leiðtogi Norður-Kóreu er á leið til Víetnam. Pyeongyang Press Corps/Getty Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, er haldinn til Hanoi, höfuðborgar Víetnam, þar sem leiðtogafundur hans og Donalds Trump kemur til með að fara fram á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku. Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu greina frá þessu. Kim hélt fyrr í dag af stað til Víetnam með einkalest í sinni eigu. Með honum í för er Kim Yong Chol, háttsettur embættismaður innan norðurkóresku ríkisstjórnarinnar sem hefur gegnt lykilhlutverki í samskiptum við Bandaríkin, og Kim Yo Jong, systir leiðtogans. Áætlað er að lestarferð leiðtogans geti tekið meira en tvo daga. Fundurinn í næstu viku verður annar fundur leiðtoganna tveggja en sá fyrri átti sér stað í Singapúr í júní. Sá endaði án eiginlegrar niðurstöðu varðandi kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga og leiddi til mánaðarlangrar pattstöðu í samningaviðræðum ríkjanna tveggja. Vonir eru bundnar við að fundurinn sem fyrirhugaður er geti liðkað fyrir samskiptum ríkjanna en sjálfur hefur Kim sagst vona að með fundinum fái hann því framgengt að Bandaríkin aflétti sem mestu af viðskiptaþvingunum sínum gegn Norður-Kóreu og að ríki hans þurfi að gefa sem minnst eftir í kjarnorkustefnu sinni á sama tíma. Þá hafa stjórnvöld í Víetnam sett á umferðarbann í grennd við þær leiðir sem Kim kann að koma í gegn um til landsins. Bandaríkin Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Hárgreiðslur að hætti Trump og Kim vinsælar í Hanoi Hárskeri í borginni býður upp á ókeypis Trump og Kim hárgreiðslur. 20. febrúar 2019 20:00 Segir ólíklegt að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn af hendi Yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna segir Kim Jong-un líta á þau vopn sem tryggingu fyrir áframhaldandi yfirráðum hans og fjölskyldu hans í Norður-Kóreu. 29. janúar 2019 16:56 Trump og Kim funda í annað skiptið Donald Trump bandaríkjaforseti og Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu munu funda í annað skiptið í lok febrúar. 18. janúar 2019 19:39 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Sýknaður fyrir aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Sjá meira
Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, er haldinn til Hanoi, höfuðborgar Víetnam, þar sem leiðtogafundur hans og Donalds Trump kemur til með að fara fram á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku. Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu greina frá þessu. Kim hélt fyrr í dag af stað til Víetnam með einkalest í sinni eigu. Með honum í för er Kim Yong Chol, háttsettur embættismaður innan norðurkóresku ríkisstjórnarinnar sem hefur gegnt lykilhlutverki í samskiptum við Bandaríkin, og Kim Yo Jong, systir leiðtogans. Áætlað er að lestarferð leiðtogans geti tekið meira en tvo daga. Fundurinn í næstu viku verður annar fundur leiðtoganna tveggja en sá fyrri átti sér stað í Singapúr í júní. Sá endaði án eiginlegrar niðurstöðu varðandi kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga og leiddi til mánaðarlangrar pattstöðu í samningaviðræðum ríkjanna tveggja. Vonir eru bundnar við að fundurinn sem fyrirhugaður er geti liðkað fyrir samskiptum ríkjanna en sjálfur hefur Kim sagst vona að með fundinum fái hann því framgengt að Bandaríkin aflétti sem mestu af viðskiptaþvingunum sínum gegn Norður-Kóreu og að ríki hans þurfi að gefa sem minnst eftir í kjarnorkustefnu sinni á sama tíma. Þá hafa stjórnvöld í Víetnam sett á umferðarbann í grennd við þær leiðir sem Kim kann að koma í gegn um til landsins.
Bandaríkin Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Hárgreiðslur að hætti Trump og Kim vinsælar í Hanoi Hárskeri í borginni býður upp á ókeypis Trump og Kim hárgreiðslur. 20. febrúar 2019 20:00 Segir ólíklegt að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn af hendi Yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna segir Kim Jong-un líta á þau vopn sem tryggingu fyrir áframhaldandi yfirráðum hans og fjölskyldu hans í Norður-Kóreu. 29. janúar 2019 16:56 Trump og Kim funda í annað skiptið Donald Trump bandaríkjaforseti og Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu munu funda í annað skiptið í lok febrúar. 18. janúar 2019 19:39 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Sýknaður fyrir aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Sjá meira
Hárgreiðslur að hætti Trump og Kim vinsælar í Hanoi Hárskeri í borginni býður upp á ókeypis Trump og Kim hárgreiðslur. 20. febrúar 2019 20:00
Segir ólíklegt að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn af hendi Yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna segir Kim Jong-un líta á þau vopn sem tryggingu fyrir áframhaldandi yfirráðum hans og fjölskyldu hans í Norður-Kóreu. 29. janúar 2019 16:56
Trump og Kim funda í annað skiptið Donald Trump bandaríkjaforseti og Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu munu funda í annað skiptið í lok febrúar. 18. janúar 2019 19:39
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“