Lögregla vongóð um að geta staðsett Jón Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. febrúar 2019 19:00 Lögregla á Írlandi er vongóð um að geta fundið út ferðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hefur verið týndur í Dublin frá 9. febrúar. Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag. Bróðir Jóns segir hann hafa haft greiðslukort meðferðis þegar hann hvarf en engin hreyfing hefur verið á bankareikningum. Síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin þann 9. febrúar í öryggismyndavélum í fimm hundruð metra fjarlægð frá hótelinu.Mynd af Jóni úr öryggismyndavél sem birt var í dag.Lögreglan á Írlandi hélt blaðamannafund í dag þar sem kallað var eftir aðstoð frá almenningi vegna hvarfsins og birti nýja mynd af honum úr öryggismyndavél hjúkrunarheimilis við hótelið. Þá var auglýst á ný eftir honum á Facebook. „Við gáfum upp sömu upplýsingar og áður, aldur hans og hæð, hvaðan hann er og lýsing. Við höfum ekki aðrar upplýsingar, þetta er ráðgáta,“ segir Damien Hogan upplýsingafulltrúi lögreglunnar á Írlandi. „Við erum að safna saman upplýsingum frá almenningi og erum að skoða hvort við höfum nýjar vísbendingar. Við erum vongóð um að geta staðsett Jón eftir að hafa yfirfarið þær. Það er leit í gangi.“Vita ekki hversu miklu Jón tapaði umrætt kvöld Jón starfar sem leigubílstjóri og spilar póker í frístundum. Hann var ásamt unnustu sinni í Dyflinni á pókermóti þegar hann hvarf. Fjölskylda hans fær fund með lögreglunni á Írlandi á morgun.Daníel Wiium, bróðir Jóns Þrastar.Mynd/Aðsend„Þeir sögðust vera hingað og þangað vegna vísbendinga sem þeir hafa fengið,“ segir Daníel Wiium, bróðir Jóns. Jón er líklega með debetkort á sér en það hefur ekkert verið notað. Í fjölmiðlum ytra hefur komið fram að Jón sé mögulega með talsverða fjárhæð með sér. Daníel segir að það sé orðum aukið. „Eins og staðan er í dag þá vitum við ekkert hvað hann tapaði mikið þetta kvöld og ef það hefur verið eitthvað þá er það ekki stór peningur.“ Hann segir að samkvæmt upplýsingum frá mótshöldurum hafi Jón ekki látið á neinu bera þrátt fyrir tapið. „Hann er bara glaður í góðum félagsskap og að njóta lífsins.“ Daníel segir að fjölmiðlar hafi sýnt málinu mikinn áhuga síðustu daga. „Við höfum komist í öll blöðin. Það var mikið fjölmiðlafár í leitinni og tvær stærstu sjónvarpsstöðvarnar hafa tekið viðtöl við okkur.“ Þá hefur pókerheimurinn sýnt fjölskyldunni mikinn stuðning og til að mynda verður haldið mót í kvöld til að safna fyrir fjölskylduna. Daníel segir fjölskylduna afar þreytta. „Við erum að safna styrk í að undirbúa næstu skref og hvetjum lögreglu og utanríkisráðuneytið í að halda þessu gangandi.“ Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Birta mynd úr öryggismyndavél og ítreka ósk um aðstoð almennings Lögreglan á Írlandi hefur ítrekað ósk sína um að almenningur aðstoði við leitina að Jóni Þresti Jónssyni. 24. febrúar 2019 11:07 Lögregla fer yfir vísbendingar sem gætu varpað ljósi á ferðir Jóns Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls á því við írsk yfirvöld að írskar björgunarsveitir komi að leitinni og er fjölskyldan vongóð um að af því verði. 23. febrúar 2019 20:00 Jón Þröstur með greiðslukort á sér þegar hann hvarf Michael Mulligan, rannsóknarlögreglumaður sem stýrir rannsókninni á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, segir að Jón hafi verið með greiðslukort á sér þegar hann hvarf og því sé það ekki útilokað að hann hafi farið úr landi. 24. febrúar 2019 14:24 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Lögregla á Írlandi er vongóð um að geta fundið út ferðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hefur verið týndur í Dublin frá 9. febrúar. Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag. Bróðir Jóns segir hann hafa haft greiðslukort meðferðis þegar hann hvarf en engin hreyfing hefur verið á bankareikningum. Síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin þann 9. febrúar í öryggismyndavélum í fimm hundruð metra fjarlægð frá hótelinu.Mynd af Jóni úr öryggismyndavél sem birt var í dag.Lögreglan á Írlandi hélt blaðamannafund í dag þar sem kallað var eftir aðstoð frá almenningi vegna hvarfsins og birti nýja mynd af honum úr öryggismyndavél hjúkrunarheimilis við hótelið. Þá var auglýst á ný eftir honum á Facebook. „Við gáfum upp sömu upplýsingar og áður, aldur hans og hæð, hvaðan hann er og lýsing. Við höfum ekki aðrar upplýsingar, þetta er ráðgáta,“ segir Damien Hogan upplýsingafulltrúi lögreglunnar á Írlandi. „Við erum að safna saman upplýsingum frá almenningi og erum að skoða hvort við höfum nýjar vísbendingar. Við erum vongóð um að geta staðsett Jón eftir að hafa yfirfarið þær. Það er leit í gangi.“Vita ekki hversu miklu Jón tapaði umrætt kvöld Jón starfar sem leigubílstjóri og spilar póker í frístundum. Hann var ásamt unnustu sinni í Dyflinni á pókermóti þegar hann hvarf. Fjölskylda hans fær fund með lögreglunni á Írlandi á morgun.Daníel Wiium, bróðir Jóns Þrastar.Mynd/Aðsend„Þeir sögðust vera hingað og þangað vegna vísbendinga sem þeir hafa fengið,“ segir Daníel Wiium, bróðir Jóns. Jón er líklega með debetkort á sér en það hefur ekkert verið notað. Í fjölmiðlum ytra hefur komið fram að Jón sé mögulega með talsverða fjárhæð með sér. Daníel segir að það sé orðum aukið. „Eins og staðan er í dag þá vitum við ekkert hvað hann tapaði mikið þetta kvöld og ef það hefur verið eitthvað þá er það ekki stór peningur.“ Hann segir að samkvæmt upplýsingum frá mótshöldurum hafi Jón ekki látið á neinu bera þrátt fyrir tapið. „Hann er bara glaður í góðum félagsskap og að njóta lífsins.“ Daníel segir að fjölmiðlar hafi sýnt málinu mikinn áhuga síðustu daga. „Við höfum komist í öll blöðin. Það var mikið fjölmiðlafár í leitinni og tvær stærstu sjónvarpsstöðvarnar hafa tekið viðtöl við okkur.“ Þá hefur pókerheimurinn sýnt fjölskyldunni mikinn stuðning og til að mynda verður haldið mót í kvöld til að safna fyrir fjölskylduna. Daníel segir fjölskylduna afar þreytta. „Við erum að safna styrk í að undirbúa næstu skref og hvetjum lögreglu og utanríkisráðuneytið í að halda þessu gangandi.“
Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Birta mynd úr öryggismyndavél og ítreka ósk um aðstoð almennings Lögreglan á Írlandi hefur ítrekað ósk sína um að almenningur aðstoði við leitina að Jóni Þresti Jónssyni. 24. febrúar 2019 11:07 Lögregla fer yfir vísbendingar sem gætu varpað ljósi á ferðir Jóns Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls á því við írsk yfirvöld að írskar björgunarsveitir komi að leitinni og er fjölskyldan vongóð um að af því verði. 23. febrúar 2019 20:00 Jón Þröstur með greiðslukort á sér þegar hann hvarf Michael Mulligan, rannsóknarlögreglumaður sem stýrir rannsókninni á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, segir að Jón hafi verið með greiðslukort á sér þegar hann hvarf og því sé það ekki útilokað að hann hafi farið úr landi. 24. febrúar 2019 14:24 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Birta mynd úr öryggismyndavél og ítreka ósk um aðstoð almennings Lögreglan á Írlandi hefur ítrekað ósk sína um að almenningur aðstoði við leitina að Jóni Þresti Jónssyni. 24. febrúar 2019 11:07
Lögregla fer yfir vísbendingar sem gætu varpað ljósi á ferðir Jóns Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls á því við írsk yfirvöld að írskar björgunarsveitir komi að leitinni og er fjölskyldan vongóð um að af því verði. 23. febrúar 2019 20:00
Jón Þröstur með greiðslukort á sér þegar hann hvarf Michael Mulligan, rannsóknarlögreglumaður sem stýrir rannsókninni á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, segir að Jón hafi verið með greiðslukort á sér þegar hann hvarf og því sé það ekki útilokað að hann hafi farið úr landi. 24. febrúar 2019 14:24