„Það er bara ekkert ferðaveður“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. febrúar 2019 22:11 Staðan á hádegi á morgun samkvæmt spá Veðurstofunnar. Mynd/Veðurstofa Íslands Þeir sem hafa í hyggju að ferðast landshluta á milli á morgun ættu að íhuga vandlega að fresta för. Spáð er ofsaveðri á stórum hluta landsins. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir fyrir Suðausturland, Austfirði, Norðausturland og miðhálendið frá klukkan fimm í nótt til 18 á morgun. „Það er bara ekkert ferðaveður,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Hann segir að spár hafi ekki breyst mikið frá því fyrr í dag þegar fyrst var varað við veðrinu á morgun. „Þetta kemur fyrst inn á Suður- og Suðausturlandið í nótt og lægir fyrst hérna á Suðurlandi og svo fer þetta hægt og rólega austur þannig að það lægir einna síðast á Austfjörðum og Austurlandi,“ segir Óli. Gert er ráð fyrir suðvestan 23-30 m/s hvassviðri með staðbundnum hviðum að 50 m/s í þeim landshlutum þar sem appelsínugula viðvörunin er í gildi.Eins og sjá má eru veðurviðvaranir í gildi um nánast allt land.Mynd/Veðurstofa íslandsSem fyrr segir er ekkert ferðaveður á þessum slóðum og foktjón líklegt. „Það verður einhvers staðar á milli 40-50 metrar á sekúndu þar sem verst verður í hviðum. Þegar hviður eru komnar þangað erum við eiginlega farin að nálgast það að húsþök geti lent í vandræðum. Að fá svona hviðu á bíl á vegi, það getur orðið mjög snúið að halda bílnum á veginum við þannig aðstæður,“ segir Óli Jón.Þá bendir hann á að þrátt fyrir að veður geti virst með ágætu móti víða á svæðinu á morgun sé varhugavert að halda af stað í ferðalög þar sem hviðurnar geri ekki boð á undan sér.„Þó svo að staðbundið geti verið ágætis veður þá sérðu ekki 40-50 metra á sekúndu hviðu koma með neinum fyrirvara þannig að þú bara lendir á henni og átt ekkert séns,“ segir Óli Jón. Það fylgi suðvestanáttinni að hún geti verið mjög byljótt.Reiknað er með að veðrið nái hámarki fyrir hádegi en gangi svo hægt og bítandi niður.„Það fer að hvessa á milli fjögur og fimm á norðanverðu landinu. Á milli sex og níu fer þetta að ná hámarki og eftir hádegi fer að draga jafnt og þétt úr þessu.“ Samgöngur Veður Tengdar fréttir Spá ofsaveðri í byljóttri suðvestanátt Veðurstofan spáir að ofsaveður gangi yfir hluta landsins á morgun og varar við að foktjón geti orðið í þéttbýli á norðan- og austanverðu landinu. Þá má gera ráð fyrir truflun á samgöngum. 25. febrúar 2019 14:18 Hviður allt að 50 metrum á sekúndu Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað. 25. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Þeir sem hafa í hyggju að ferðast landshluta á milli á morgun ættu að íhuga vandlega að fresta för. Spáð er ofsaveðri á stórum hluta landsins. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir fyrir Suðausturland, Austfirði, Norðausturland og miðhálendið frá klukkan fimm í nótt til 18 á morgun. „Það er bara ekkert ferðaveður,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Hann segir að spár hafi ekki breyst mikið frá því fyrr í dag þegar fyrst var varað við veðrinu á morgun. „Þetta kemur fyrst inn á Suður- og Suðausturlandið í nótt og lægir fyrst hérna á Suðurlandi og svo fer þetta hægt og rólega austur þannig að það lægir einna síðast á Austfjörðum og Austurlandi,“ segir Óli. Gert er ráð fyrir suðvestan 23-30 m/s hvassviðri með staðbundnum hviðum að 50 m/s í þeim landshlutum þar sem appelsínugula viðvörunin er í gildi.Eins og sjá má eru veðurviðvaranir í gildi um nánast allt land.Mynd/Veðurstofa íslandsSem fyrr segir er ekkert ferðaveður á þessum slóðum og foktjón líklegt. „Það verður einhvers staðar á milli 40-50 metrar á sekúndu þar sem verst verður í hviðum. Þegar hviður eru komnar þangað erum við eiginlega farin að nálgast það að húsþök geti lent í vandræðum. Að fá svona hviðu á bíl á vegi, það getur orðið mjög snúið að halda bílnum á veginum við þannig aðstæður,“ segir Óli Jón.Þá bendir hann á að þrátt fyrir að veður geti virst með ágætu móti víða á svæðinu á morgun sé varhugavert að halda af stað í ferðalög þar sem hviðurnar geri ekki boð á undan sér.„Þó svo að staðbundið geti verið ágætis veður þá sérðu ekki 40-50 metra á sekúndu hviðu koma með neinum fyrirvara þannig að þú bara lendir á henni og átt ekkert séns,“ segir Óli Jón. Það fylgi suðvestanáttinni að hún geti verið mjög byljótt.Reiknað er með að veðrið nái hámarki fyrir hádegi en gangi svo hægt og bítandi niður.„Það fer að hvessa á milli fjögur og fimm á norðanverðu landinu. Á milli sex og níu fer þetta að ná hámarki og eftir hádegi fer að draga jafnt og þétt úr þessu.“
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Spá ofsaveðri í byljóttri suðvestanátt Veðurstofan spáir að ofsaveður gangi yfir hluta landsins á morgun og varar við að foktjón geti orðið í þéttbýli á norðan- og austanverðu landinu. Þá má gera ráð fyrir truflun á samgöngum. 25. febrúar 2019 14:18 Hviður allt að 50 metrum á sekúndu Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað. 25. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Spá ofsaveðri í byljóttri suðvestanátt Veðurstofan spáir að ofsaveður gangi yfir hluta landsins á morgun og varar við að foktjón geti orðið í þéttbýli á norðan- og austanverðu landinu. Þá má gera ráð fyrir truflun á samgöngum. 25. febrúar 2019 14:18
Hviður allt að 50 metrum á sekúndu Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað. 25. febrúar 2019 07:30