Hækkaði forstjóra ISAVIA áður en hann hækkaði sjálfur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. febrúar 2019 08:00 Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts og stjórnarformaður ISAVIA. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stjórn ISAVIA ohf. ákvað á fundi sínum 2. nóvember 2017 að hækka laun forstjóra fyrirtækisins um 36 prósent. Fjórum dögum síðar voru starfskjör forstjóra Íslandspósts ohf. (ÍSP) rædd á fundi stjórnar og breyting á kjörum afgreidd í árslok sama ár. Þá var samþykkt að hækka laun forstjóra ÍSP um 25 prósent. Ingimundur Sigurpálsson gegnir bæði starfi forstjóra ÍSP og stjórnarformanns ISAVIA. Þetta kemur annars vegar fram í svari ISAVIA við fyrirspurn Fréttablaðsins og hins vegar fram í fundargerðum stjórnar ÍSP. Í svari ISAVIA segir að heildarlaun forstjóra hafi verið hækkuð með ákvörðun stjórnar úr 1.748 þúsund krónum í 2.380 þúsund krónur. Í ráðningarsamningi Björns Óla Haukssonar, forstjóra ISAVIA, er kveðið á um að starfskjör skuli endurskoðuð í janúar ár hvert í samræmi við launaþróun. Hækkuðu þau því um tvö prósent í janúar 2018 og á ný um þrjú prósent í maí 2018 vegna almennra breytinga launa á vinnumarkaði. Standa launin því í um 2,5 milljónum króna nú. „[Starfskjarastefna ISAVIA] skuldbindur m.a. stjórn til þess að endurskoða árlega laun forstjóra og þar er kveðið á um þau viðmið, sem hafa skal til hliðsjónar við þá endurskoðun. Þar er kveðið sérstaklega á um það að launin skuli sæta breytingum í samræmi við almenna þróun launakjara í sambærilegum fyrirtækjum og vera samkeppnishæf,“ segir Ingimundur Sigurpálsson, formaður stjórnar ISAVIA. Einnig hafi verið tekið tillit til fyrirmæla fjármálaráðherra. Á fundi stjórnar ÍSP 6. nóvember 2017, það er fjórum dögum eftir hækkun ISAVIA, upplýsir formaður stjórnar, Thomas Möller á þeim tíma, að starfskjaranefnd ÍSP hafi hitt forstjóra fyrir stjórnarfund. Þann 20. desember sama ár fundar stjórn á ný og segja formaður og varaformaður, það er Svanhildur Hólm Valsdóttir sem jafnframt er aðstoðarmaður fjármálaráðherra, frá viðræðum við Ingimund um laun hans. Stjórn fól formanni að afgreiða málið. Á næsta fundi stjórnar, í janúar 2018, lagði Ingimundur fram bókun þar sem fram kom að hann teldi að fjárhæð launagreiðslu væri ekki í samræmi við ákvæði ráðningarsamnings. Laun hans hækkuðu um 25 prósent við breytinguna, urðu tæpar 1,8 milljónir, en það er nokkru lægra en forstjórar ISAVIA, Landsbankans og Landsvirkjunar fengu. Hækkun tveggja síðarnefndu nam rúmum 55 prósentum. Þá fær Ingimundur 380 þúsund sem stjórnarformaður ISAVIA. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ÍSP, vildi lítið ræða umrædda bókun og aðdraganda launahækkunar sinnar við Fréttablaðið og taldi málið ekki eiga erindi í opinbera umræðu. Óskaði hann eftir skriflegri fyrirspurn til upplýsingafulltrúa fyrirtækisins en svar við henni hafði ekki borist þegar blaðið fór í prentun. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vitað um versnandi stöðu Póstsins í áratug Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og fyrirrennara þess hafa á síðustu tíu árum fengið ítrekuð bréf frá stjórnendum Íslandspósts þar sem gerð var grein fyrir meintri versnandi stöðu fyrirtækisins vegna alþjónustu. 9. febrúar 2019 07:00 Óútskýrð frestun á aðalfundi Póstsins Aðalfundi Íslandspósts og þar með birtingu ársskýrslu hefur verið frestað. Fréttablaðið hefur ekki fengið svar við því hví sú ákvörðun var tekin. 23. febrúar 2019 08:15 Pósturinn varði 121 milljón í lögmannsþjónustu á sex árum Árið 2017 fékk lögmaður Íslandspósts, Andri Árnason hjá Juris, meira greitt en forstjóri fyrirtækisins, 31 milljón króna. Samtímis hafa laun stjórnarmanna og forstjóra hækkað um ríflega fimmtíu prósent. 13. febrúar 2019 07:15 Afkoma einkaréttar ekki í samræmi við póstþjónustulög Texta um að gjaldskrá einkaréttar sé í samræmi við lög um póstþjónustu er ekki að finna í nýjustu yfirlitum um bókhaldslegan aðskilnað Póstsins. 11. febrúar 2019 08:00 Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Stjórn ISAVIA ohf. ákvað á fundi sínum 2. nóvember 2017 að hækka laun forstjóra fyrirtækisins um 36 prósent. Fjórum dögum síðar voru starfskjör forstjóra Íslandspósts ohf. (ÍSP) rædd á fundi stjórnar og breyting á kjörum afgreidd í árslok sama ár. Þá var samþykkt að hækka laun forstjóra ÍSP um 25 prósent. Ingimundur Sigurpálsson gegnir bæði starfi forstjóra ÍSP og stjórnarformanns ISAVIA. Þetta kemur annars vegar fram í svari ISAVIA við fyrirspurn Fréttablaðsins og hins vegar fram í fundargerðum stjórnar ÍSP. Í svari ISAVIA segir að heildarlaun forstjóra hafi verið hækkuð með ákvörðun stjórnar úr 1.748 þúsund krónum í 2.380 þúsund krónur. Í ráðningarsamningi Björns Óla Haukssonar, forstjóra ISAVIA, er kveðið á um að starfskjör skuli endurskoðuð í janúar ár hvert í samræmi við launaþróun. Hækkuðu þau því um tvö prósent í janúar 2018 og á ný um þrjú prósent í maí 2018 vegna almennra breytinga launa á vinnumarkaði. Standa launin því í um 2,5 milljónum króna nú. „[Starfskjarastefna ISAVIA] skuldbindur m.a. stjórn til þess að endurskoða árlega laun forstjóra og þar er kveðið á um þau viðmið, sem hafa skal til hliðsjónar við þá endurskoðun. Þar er kveðið sérstaklega á um það að launin skuli sæta breytingum í samræmi við almenna þróun launakjara í sambærilegum fyrirtækjum og vera samkeppnishæf,“ segir Ingimundur Sigurpálsson, formaður stjórnar ISAVIA. Einnig hafi verið tekið tillit til fyrirmæla fjármálaráðherra. Á fundi stjórnar ÍSP 6. nóvember 2017, það er fjórum dögum eftir hækkun ISAVIA, upplýsir formaður stjórnar, Thomas Möller á þeim tíma, að starfskjaranefnd ÍSP hafi hitt forstjóra fyrir stjórnarfund. Þann 20. desember sama ár fundar stjórn á ný og segja formaður og varaformaður, það er Svanhildur Hólm Valsdóttir sem jafnframt er aðstoðarmaður fjármálaráðherra, frá viðræðum við Ingimund um laun hans. Stjórn fól formanni að afgreiða málið. Á næsta fundi stjórnar, í janúar 2018, lagði Ingimundur fram bókun þar sem fram kom að hann teldi að fjárhæð launagreiðslu væri ekki í samræmi við ákvæði ráðningarsamnings. Laun hans hækkuðu um 25 prósent við breytinguna, urðu tæpar 1,8 milljónir, en það er nokkru lægra en forstjórar ISAVIA, Landsbankans og Landsvirkjunar fengu. Hækkun tveggja síðarnefndu nam rúmum 55 prósentum. Þá fær Ingimundur 380 þúsund sem stjórnarformaður ISAVIA. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ÍSP, vildi lítið ræða umrædda bókun og aðdraganda launahækkunar sinnar við Fréttablaðið og taldi málið ekki eiga erindi í opinbera umræðu. Óskaði hann eftir skriflegri fyrirspurn til upplýsingafulltrúa fyrirtækisins en svar við henni hafði ekki borist þegar blaðið fór í prentun.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vitað um versnandi stöðu Póstsins í áratug Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og fyrirrennara þess hafa á síðustu tíu árum fengið ítrekuð bréf frá stjórnendum Íslandspósts þar sem gerð var grein fyrir meintri versnandi stöðu fyrirtækisins vegna alþjónustu. 9. febrúar 2019 07:00 Óútskýrð frestun á aðalfundi Póstsins Aðalfundi Íslandspósts og þar með birtingu ársskýrslu hefur verið frestað. Fréttablaðið hefur ekki fengið svar við því hví sú ákvörðun var tekin. 23. febrúar 2019 08:15 Pósturinn varði 121 milljón í lögmannsþjónustu á sex árum Árið 2017 fékk lögmaður Íslandspósts, Andri Árnason hjá Juris, meira greitt en forstjóri fyrirtækisins, 31 milljón króna. Samtímis hafa laun stjórnarmanna og forstjóra hækkað um ríflega fimmtíu prósent. 13. febrúar 2019 07:15 Afkoma einkaréttar ekki í samræmi við póstþjónustulög Texta um að gjaldskrá einkaréttar sé í samræmi við lög um póstþjónustu er ekki að finna í nýjustu yfirlitum um bókhaldslegan aðskilnað Póstsins. 11. febrúar 2019 08:00 Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Vitað um versnandi stöðu Póstsins í áratug Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og fyrirrennara þess hafa á síðustu tíu árum fengið ítrekuð bréf frá stjórnendum Íslandspósts þar sem gerð var grein fyrir meintri versnandi stöðu fyrirtækisins vegna alþjónustu. 9. febrúar 2019 07:00
Óútskýrð frestun á aðalfundi Póstsins Aðalfundi Íslandspósts og þar með birtingu ársskýrslu hefur verið frestað. Fréttablaðið hefur ekki fengið svar við því hví sú ákvörðun var tekin. 23. febrúar 2019 08:15
Pósturinn varði 121 milljón í lögmannsþjónustu á sex árum Árið 2017 fékk lögmaður Íslandspósts, Andri Árnason hjá Juris, meira greitt en forstjóri fyrirtækisins, 31 milljón króna. Samtímis hafa laun stjórnarmanna og forstjóra hækkað um ríflega fimmtíu prósent. 13. febrúar 2019 07:15
Afkoma einkaréttar ekki í samræmi við póstþjónustulög Texta um að gjaldskrá einkaréttar sé í samræmi við lög um póstþjónustu er ekki að finna í nýjustu yfirlitum um bókhaldslegan aðskilnað Póstsins. 11. febrúar 2019 08:00