Forsætisráðherra hefur áhyggjur af Brexit án samnings Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2019 10:27 Í viðtalinu segir Katrín meðal annars að vinstrisinnaðir vinir hennar á Bretlandi séu algerlega andsnúnir sjálfstæði Skotlands vegna þess að þeir óttist að við það færðust bresk stjórnmál lengra til hægri. Vísir/vilhelm Bretland verður í afar þröngri stöðu ef það gengur úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings og það væri áhyggjuefni fyrir Ísland, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í Skotlandi sagði Katrín telja að Skotlandi gæti „algerlega“ verið sjálfstætt ríki. „Brexit án samnings hlýtur að vera mjög erfið staða fyrir Bretland. Þar af leiðandi er það líka áhyggjuefni fyrir okkur, bæði vegna þess að við höfum efnahagslegra hagsmuna að gæta en einnig vegna þess að við lítum á Bretland sem vin okkar í heiminum,“ sagði Katrín við BBC Skotland. Spurð um aðild Íslands að evrópska efnahagssvæðinu (EES) sagði Katrín að fyrirkomulagið hafi hentað Íslandi vel. Það njóti aðgangs að evrópskum mörkuðum en hafi á sama tíma „pláss til að gera okkar hluti“. Ísland hafi rödd innan Evrópusambandsins og aðeins rúm 13% af lögum og reglum komi frá Evrópu. Sagði Katrín mikilvægt að deila sumum reglum með Evrópu. „Umhverfisreglugerðir Evrópusambandsins hafa verið mjög gagnlegar fyrir íslenskt samfélag. Ég held líka að hvað varðar fjármálamarkaði sé gott að hafa sama lagaumhverfið,“ sagði forsætisráðherra. Hún telur engu að síður að það hafi verið gott fyrir Ísland að standa utan Evrópusambandsins eftir að fjármálakreppan skall á. Katrín var einnig spurð út í mögulegt sjálfstæði Skotlands í viðtalinu. Meirihluti Skota hafnaði sjálfstæði í þjóðaratkvæðisgreiðslu árið 2014. Forsætisráðherra sagði að sjálfstæðið hefði skipt Íslendinga miklu og að stærð þjóðarinnar væri aukaatriði. Þannig að Skotland gæti verið sjálfstætt? „Algerlega, algerlega…en það er ekki ákvörðun sem ég ætla að taka. Þetta er mjög viðkvæmt mál,“ segir Katrín.The Prime Minister of Iceland Katrín Jakobsdóttir has told us @BBCScotNine that Scotland could "absolutely" be independent. @katrinjak #nine pic.twitter.com/FPjMrRLwDN— The Nine (@BBCScotNine) February 25, 2019 Bretland Brexit Utanríkismál Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49 Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Bretland verður í afar þröngri stöðu ef það gengur úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings og það væri áhyggjuefni fyrir Ísland, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í Skotlandi sagði Katrín telja að Skotlandi gæti „algerlega“ verið sjálfstætt ríki. „Brexit án samnings hlýtur að vera mjög erfið staða fyrir Bretland. Þar af leiðandi er það líka áhyggjuefni fyrir okkur, bæði vegna þess að við höfum efnahagslegra hagsmuna að gæta en einnig vegna þess að við lítum á Bretland sem vin okkar í heiminum,“ sagði Katrín við BBC Skotland. Spurð um aðild Íslands að evrópska efnahagssvæðinu (EES) sagði Katrín að fyrirkomulagið hafi hentað Íslandi vel. Það njóti aðgangs að evrópskum mörkuðum en hafi á sama tíma „pláss til að gera okkar hluti“. Ísland hafi rödd innan Evrópusambandsins og aðeins rúm 13% af lögum og reglum komi frá Evrópu. Sagði Katrín mikilvægt að deila sumum reglum með Evrópu. „Umhverfisreglugerðir Evrópusambandsins hafa verið mjög gagnlegar fyrir íslenskt samfélag. Ég held líka að hvað varðar fjármálamarkaði sé gott að hafa sama lagaumhverfið,“ sagði forsætisráðherra. Hún telur engu að síður að það hafi verið gott fyrir Ísland að standa utan Evrópusambandsins eftir að fjármálakreppan skall á. Katrín var einnig spurð út í mögulegt sjálfstæði Skotlands í viðtalinu. Meirihluti Skota hafnaði sjálfstæði í þjóðaratkvæðisgreiðslu árið 2014. Forsætisráðherra sagði að sjálfstæðið hefði skipt Íslendinga miklu og að stærð þjóðarinnar væri aukaatriði. Þannig að Skotland gæti verið sjálfstætt? „Algerlega, algerlega…en það er ekki ákvörðun sem ég ætla að taka. Þetta er mjög viðkvæmt mál,“ segir Katrín.The Prime Minister of Iceland Katrín Jakobsdóttir has told us @BBCScotNine that Scotland could "absolutely" be independent. @katrinjak #nine pic.twitter.com/FPjMrRLwDN— The Nine (@BBCScotNine) February 25, 2019
Bretland Brexit Utanríkismál Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49 Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49
Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49
Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09