„Betri en Ronda Rousey“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2019 23:00 Maycee Barber. Getty/Mike Roach Dana White og félagar hjá UFC gætu verið búnir að finna nýju stórstjörnuna sína í kvennaflokki en Maycee Barber spáir því sjálf að hún verði jafnstór eða jafnvel stærri en þau Conor McGregor og Ronda Rousey. New York Post fjallar ítarlega um þessa framtíðarstórstjörnu bardagaheimsins. Frábær bardagakona sem elskar sviðsljósið og vill ganga eins langt og Conor McGregor til að tryggja sér umfjöllun og athygli. „Betri en Ronda Rousey“ er fyrirsögnin á íþróttasíðu New York Post. Maycee Barber er enn bara tvítug en hefur unnið alla sex atvinnumannabardaga sína og vann fyrsta UFC-bardagann sinn á rosalegu rothöggi. Barber fór illa með Hannah Cifers á UFC bardagakvöldi í nóvember en hún skildi Cifers eftir vel blóðuga í búrinu. Strax eftir bardagann gekk hún upp að Dana White, forseta UFC, og heimtaði bónus fyrir frammistöðu sína. Það var ljóst þá að Maycee Barber var engin venjulegur nýliði.She wants to be MMA's next big thing https://t.co/JPVHkrcm2P — New York Post Sports (@nypostsports) February 25, 2019„Ég sagði honum að ég muni verða stórt nafn, jafnvel stærra nafn en Conor McGregor og Ronda Rousey og allar hinar stjörnurnar sem hann er með,“ sagði Maycee Barber í viðtali við MMA Fighting. „Ég er ein af verðandi stórstjörnunum hans. Það eru ekki margar slíkar í dag ekki síst hjá konunum. Ég passa vel í slíkt hlutverk með þeirri persónu sem ég vil sýna í búrinu,“ sagði Barber. „Ég veit nákvæmlega hvað ég ætla að gera í mínu lífi og á mínum ferli í blönduðu bardagaíþróttum. Ég þarf ekkert háskólapróf því ég hef þegar öðlast þá þekkingu sem ég þarf. Ég veit hvað ég ætla að gera í framtíðinni,“ sagði Maycee Barber og ekki skemmir mikið fyrir að hún elskar sviðsljósið. „Ég heyri fullt af fólki kvarta yfir því hvað þeir hati viðtölin eða hvað þau kvíði fyrir að fara í myndatöku. Þetta er íþróttin sem þau völdu og þetta fylgir henni. Ef þú ætlar að ná árangri einhverstaðar þá verður að gefa þig alla í þetta. Þú verður að læra að njóta lífsins sem því fylgir. Ég elska þetta allt saman,“ segir Maycee Barber.Twenty-year-old prospect @MayceeBarber has big plans for her UFC career Read full story: https://t.co/1eQFLcOv9jpic.twitter.com/mpcmbTQlwr — MMAFighting.com (@MMAFighting) February 25, 2019 Þótt að Maycee Barber tali sig upp á kostnað Conor McGregor þá fer ekkert á milli mála að hún er hrifinn af Íranum. „McGregor gerði þetta á réttan hátt. Ef hann ætlar að berjast þá verður hann í sviðsljósinu. Hann tekur það því með trompi. Ef hann gerir það af hverju ætti ég ekki að geta það líka?,“ segir Barber. MMA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Dana White og félagar hjá UFC gætu verið búnir að finna nýju stórstjörnuna sína í kvennaflokki en Maycee Barber spáir því sjálf að hún verði jafnstór eða jafnvel stærri en þau Conor McGregor og Ronda Rousey. New York Post fjallar ítarlega um þessa framtíðarstórstjörnu bardagaheimsins. Frábær bardagakona sem elskar sviðsljósið og vill ganga eins langt og Conor McGregor til að tryggja sér umfjöllun og athygli. „Betri en Ronda Rousey“ er fyrirsögnin á íþróttasíðu New York Post. Maycee Barber er enn bara tvítug en hefur unnið alla sex atvinnumannabardaga sína og vann fyrsta UFC-bardagann sinn á rosalegu rothöggi. Barber fór illa með Hannah Cifers á UFC bardagakvöldi í nóvember en hún skildi Cifers eftir vel blóðuga í búrinu. Strax eftir bardagann gekk hún upp að Dana White, forseta UFC, og heimtaði bónus fyrir frammistöðu sína. Það var ljóst þá að Maycee Barber var engin venjulegur nýliði.She wants to be MMA's next big thing https://t.co/JPVHkrcm2P — New York Post Sports (@nypostsports) February 25, 2019„Ég sagði honum að ég muni verða stórt nafn, jafnvel stærra nafn en Conor McGregor og Ronda Rousey og allar hinar stjörnurnar sem hann er með,“ sagði Maycee Barber í viðtali við MMA Fighting. „Ég er ein af verðandi stórstjörnunum hans. Það eru ekki margar slíkar í dag ekki síst hjá konunum. Ég passa vel í slíkt hlutverk með þeirri persónu sem ég vil sýna í búrinu,“ sagði Barber. „Ég veit nákvæmlega hvað ég ætla að gera í mínu lífi og á mínum ferli í blönduðu bardagaíþróttum. Ég þarf ekkert háskólapróf því ég hef þegar öðlast þá þekkingu sem ég þarf. Ég veit hvað ég ætla að gera í framtíðinni,“ sagði Maycee Barber og ekki skemmir mikið fyrir að hún elskar sviðsljósið. „Ég heyri fullt af fólki kvarta yfir því hvað þeir hati viðtölin eða hvað þau kvíði fyrir að fara í myndatöku. Þetta er íþróttin sem þau völdu og þetta fylgir henni. Ef þú ætlar að ná árangri einhverstaðar þá verður að gefa þig alla í þetta. Þú verður að læra að njóta lífsins sem því fylgir. Ég elska þetta allt saman,“ segir Maycee Barber.Twenty-year-old prospect @MayceeBarber has big plans for her UFC career Read full story: https://t.co/1eQFLcOv9jpic.twitter.com/mpcmbTQlwr — MMAFighting.com (@MMAFighting) February 25, 2019 Þótt að Maycee Barber tali sig upp á kostnað Conor McGregor þá fer ekkert á milli mála að hún er hrifinn af Íranum. „McGregor gerði þetta á réttan hátt. Ef hann ætlar að berjast þá verður hann í sviðsljósinu. Hann tekur það því með trompi. Ef hann gerir það af hverju ætti ég ekki að geta það líka?,“ segir Barber.
MMA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira