Gagnrýnir lögreglu vegna birtingarbanns sem sett var á myndbandið Birgir Olgeirsson skrifar 26. febrúar 2019 16:20 Síðast sást til Jóns laugardaginn 9. febrúar. Lögreglan á Írlandi Blaðamaður írska dagblaðsins Independent setur spurningarmerki við það hvers vegna lögreglan á Írlandi setti birtingarbann á myndband, sem sýndi ferðir Jóns Þrastar Jónssonar, þangað til það hafði verið sýnt í írska sjónvarpsþættinum Crimecall í gærkvöldi. Blaðamaðurinn heitir Amy Molloy en hún veltir fyrir sér hvort að áhorf á Crimecall sé mikilvægara heldur en að finna manneskju sem er saknað. Síðast sást til Jóns þegar hann hélt út af Hótel Bonnington, hvar hann og unnusta hans dvöldu, að morgni laugardagsins 9. febrúar. Molloy segir lögregluna á Írlandi hafa sent fjölmiðlum umrætt myndband í gær en því fylgdi skilyrði, ekki mátti birta það fyrr en klukkan korter yfir tíu að írskum tíma í gærkvöldi. Ástæðan var sú að sýna átti myndbandið fyrst í Crimecall en þátturinn hófst klukkan 09.35. „Almenn skynsemi gefur til kynna að mikilvægt myndband úr öryggismyndavélum ætti að birta almenningi sem allra fyrst því það er birt til að afla upplýsinga,“ segir Molloy í grein sem hún birtir á vef Independent.Umrætt myndband má sjá hér fyrir neðan:Segja Crimecall mikilvægt við rannsókn mála Hún segir því spurningar vakna hvers vegna írska lögreglan hafi ákveðið að sitja á myndbandinu þar til það hafði verið sýnt í Crimecall sem írska ríkissjónvarpið RTÉ er með á dagskrá. Molloy segir lögregluna hafa sent skjáskot úr myndbandinu á fjölmiðla á sunnudag og því hafi hún að öllum líkindum haft myndböndin undir höndum þá. Lögreglan sendi hins vegar myndböndin á aðra fjölmiðla klukkan átta í gærkvöldi með fyrrgreindum fyrirvara. Í tilkynningunni til fjölmiðla sagði: „Lögreglan óskar á ný eftir upplýsingum frá almenningi sem varðar leit að hinum 41 árs gamla Jóni Jónssyni. Rannsókn málsins verður til umfjöllunar í Crimecall í kvöld. Athugið að bann er við birtingu á þessu myndefni þar til eftir klukkan 10.15pm.“ Þá sagði einnig í tilkynningunni að þátturinn Crimecall þjóni mikilvægum tilgangi við rannsókn lögreglu á ýmiskonar málum. Amy Molloy spyr sig hins vegar hvort það réttlæti að öðrum fjölmiðlum sé bannað að birta myndaefni sem gæti hjálpað til í svona viðkvæmu máli? „Eða var birtingarbannið sett á svo að Crimecall sæti eitt að því?,“ spyr Molloy.Comment: 'Are Crimecall ratings more important than finding a missing person?' https://t.co/klnP8nxMVk— Amy Molloy (@AmyMolloy9) February 26, 2019 Segir Crimecall áður hafa neitað birtingu Hún segir Crimecall rekið í almannaþágu, en hafi áður neitað að sýna myndbönd úr eftirlitsmyndavélum af því það hafði birst annarsstaðar. Molloy segir foreldra sína hafa orðið fyrir vopnuðu ráni fyrir fimm árum og náðist það á eftirlitsmyndavélar. Foreldrar hennar létu myndefnið í hendur dagblaðanna Independent og Herald í von um að það myndi hjálpa til við að finna ræningjana. Margir stigu fram með ábendingar sem leiddu þó ekki til handtöku. Foreldrar hennar höfðu því samband við Crimecall í von um að myndefnið yrði birt þar. Svarið sem þau fengu var hins vegar á þá leið að ólíklegt væri að það yrði sýnt í Crimecall því að myndefnið hefði verið sýnt annarsstaðar.Lögreglumenn á Írlandi.Vísir/GettyRTÉ segist ekki hafa beðið um birtingabann Amy Molloy tekur fram að fjölmiðlar keppist um að vera fyrstir með fréttirnar en þegar kemur að leit að manneskjum sem er saknað ætti það alls ekki að vera í forgangi. „Crimecall er sýnt á RTÉ, en það ætti ekki að hindra að aðrar stöðvar sýni mikilvægt myndefni af ótta við að það minnki áhorf,“ skrifar Molloy. Hún sendi fyrirspurn til RTÉ en svarið frá talsmanni fjölmiðilsins var á þá leið að lögreglan ráði því alfarið hvenær og hvernig myndefni úr öryggismyndavélum birtist í Crimecall. RTÉ hafi ekki farið fram á birtingarbannið. Þegar Molloy spurði lögregluna út í birtingarbannið barst henni svar á þá leið að vangaveltur hennar verði teknar til greina ef svipaðar aðstæður koma upp aftur. Sagðist lögreglan beita birtingarbanninu til að aðstoða fjölmiðilinn á meðan hagsmunir rannsóknarinnar væru verndaðir. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30 Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14 Greina frá því að Jón hafi tapað hálfri milljón króna kvöldið áður en hann hvarf Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur Jónsson, Íslendingurinn sem leitað hefur verið að í Dyflinni í rúmar tvær vikur, hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. 26. febrúar 2019 11:04 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Blaðamaður írska dagblaðsins Independent setur spurningarmerki við það hvers vegna lögreglan á Írlandi setti birtingarbann á myndband, sem sýndi ferðir Jóns Þrastar Jónssonar, þangað til það hafði verið sýnt í írska sjónvarpsþættinum Crimecall í gærkvöldi. Blaðamaðurinn heitir Amy Molloy en hún veltir fyrir sér hvort að áhorf á Crimecall sé mikilvægara heldur en að finna manneskju sem er saknað. Síðast sást til Jóns þegar hann hélt út af Hótel Bonnington, hvar hann og unnusta hans dvöldu, að morgni laugardagsins 9. febrúar. Molloy segir lögregluna á Írlandi hafa sent fjölmiðlum umrætt myndband í gær en því fylgdi skilyrði, ekki mátti birta það fyrr en klukkan korter yfir tíu að írskum tíma í gærkvöldi. Ástæðan var sú að sýna átti myndbandið fyrst í Crimecall en þátturinn hófst klukkan 09.35. „Almenn skynsemi gefur til kynna að mikilvægt myndband úr öryggismyndavélum ætti að birta almenningi sem allra fyrst því það er birt til að afla upplýsinga,“ segir Molloy í grein sem hún birtir á vef Independent.Umrætt myndband má sjá hér fyrir neðan:Segja Crimecall mikilvægt við rannsókn mála Hún segir því spurningar vakna hvers vegna írska lögreglan hafi ákveðið að sitja á myndbandinu þar til það hafði verið sýnt í Crimecall sem írska ríkissjónvarpið RTÉ er með á dagskrá. Molloy segir lögregluna hafa sent skjáskot úr myndbandinu á fjölmiðla á sunnudag og því hafi hún að öllum líkindum haft myndböndin undir höndum þá. Lögreglan sendi hins vegar myndböndin á aðra fjölmiðla klukkan átta í gærkvöldi með fyrrgreindum fyrirvara. Í tilkynningunni til fjölmiðla sagði: „Lögreglan óskar á ný eftir upplýsingum frá almenningi sem varðar leit að hinum 41 árs gamla Jóni Jónssyni. Rannsókn málsins verður til umfjöllunar í Crimecall í kvöld. Athugið að bann er við birtingu á þessu myndefni þar til eftir klukkan 10.15pm.“ Þá sagði einnig í tilkynningunni að þátturinn Crimecall þjóni mikilvægum tilgangi við rannsókn lögreglu á ýmiskonar málum. Amy Molloy spyr sig hins vegar hvort það réttlæti að öðrum fjölmiðlum sé bannað að birta myndaefni sem gæti hjálpað til í svona viðkvæmu máli? „Eða var birtingarbannið sett á svo að Crimecall sæti eitt að því?,“ spyr Molloy.Comment: 'Are Crimecall ratings more important than finding a missing person?' https://t.co/klnP8nxMVk— Amy Molloy (@AmyMolloy9) February 26, 2019 Segir Crimecall áður hafa neitað birtingu Hún segir Crimecall rekið í almannaþágu, en hafi áður neitað að sýna myndbönd úr eftirlitsmyndavélum af því það hafði birst annarsstaðar. Molloy segir foreldra sína hafa orðið fyrir vopnuðu ráni fyrir fimm árum og náðist það á eftirlitsmyndavélar. Foreldrar hennar létu myndefnið í hendur dagblaðanna Independent og Herald í von um að það myndi hjálpa til við að finna ræningjana. Margir stigu fram með ábendingar sem leiddu þó ekki til handtöku. Foreldrar hennar höfðu því samband við Crimecall í von um að myndefnið yrði birt þar. Svarið sem þau fengu var hins vegar á þá leið að ólíklegt væri að það yrði sýnt í Crimecall því að myndefnið hefði verið sýnt annarsstaðar.Lögreglumenn á Írlandi.Vísir/GettyRTÉ segist ekki hafa beðið um birtingabann Amy Molloy tekur fram að fjölmiðlar keppist um að vera fyrstir með fréttirnar en þegar kemur að leit að manneskjum sem er saknað ætti það alls ekki að vera í forgangi. „Crimecall er sýnt á RTÉ, en það ætti ekki að hindra að aðrar stöðvar sýni mikilvægt myndefni af ótta við að það minnki áhorf,“ skrifar Molloy. Hún sendi fyrirspurn til RTÉ en svarið frá talsmanni fjölmiðilsins var á þá leið að lögreglan ráði því alfarið hvenær og hvernig myndefni úr öryggismyndavélum birtist í Crimecall. RTÉ hafi ekki farið fram á birtingarbannið. Þegar Molloy spurði lögregluna út í birtingarbannið barst henni svar á þá leið að vangaveltur hennar verði teknar til greina ef svipaðar aðstæður koma upp aftur. Sagðist lögreglan beita birtingarbanninu til að aðstoða fjölmiðilinn á meðan hagsmunir rannsóknarinnar væru verndaðir.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30 Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14 Greina frá því að Jón hafi tapað hálfri milljón króna kvöldið áður en hann hvarf Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur Jónsson, Íslendingurinn sem leitað hefur verið að í Dyflinni í rúmar tvær vikur, hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. 26. febrúar 2019 11:04 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30
Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14
Greina frá því að Jón hafi tapað hálfri milljón króna kvöldið áður en hann hvarf Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur Jónsson, Íslendingurinn sem leitað hefur verið að í Dyflinni í rúmar tvær vikur, hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. 26. febrúar 2019 11:04