Dóttir talsmanns Pútín vinnur á Evrópuþinginu Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2019 16:21 Dmitrí Peskov hefur verið talsmaður Pútín um árabil. Dóttir hans vinnur nú fyrir franskan Evrópuþingmann á sama tíma og samskipti Rússlands og Evrópu eru stirð. Vísir/Getty Evrópuþingmenn hafa gert athugasemd við að dóttir talsmanns ríkisstjórnar Rússlands fái að sitja fundi og hafi aðgang að gagnagrunnum þingsins. Elizaveta Peskova vinnur sem starfsnemi fyrir franskan Evrópuþingsmann. Peskova er dóttir Dmitrí Peskov, talsmanns Vladímírs Pútín Rússlandsforseta til fjölda ára. Hún hóf störf fyrir Aymeric Chauprade, sem kosinn var á Evrópuþingið fyrir hægriöfgaflokkinn Þjóðfylkinguna, í nóvember og á að vera starfsnemi hjá honum þar til í apríl. Chauprade sagði skilið við Þjóðfylkinguna árið 2015 og stofnaði eigin hægriflokk, Frjálsa Frakka.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir talskonu Evrópuþingsins að Peskova hafi aðeins aðgang að opinberum gögnum í stöfum sínum í þinginu. Hún vinni beint fyrir Chauprade en ekki þingið sjálft. Peskova er sögð hafa búið lengi í Frakklandi þar sem hún hefur stundað laganám. Hún sé þekkt á samfélagsmiðlum og hafi verið virk í stjórnmálum. Þannig hefur hún meðal annars tjáð sig um mótmæli gulu vestanna svokölluðu í París sem hún líkti við tölvuleikinn „Uppvakningaheimsendirinn“. Faðir hennar gagnrýndi Evrópusambandið harðlega á dögunum vegna refsiaðgerða gegn tveimur Rússum sem eru taldir hafa staðið að taugaeitursárásinni á Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars í fyrra.Ónot annarra þingmanna Áhyggjur hafa verið uppi um að Rússar gætu reynt að hafa áhrif á Evrópuþingskosningarnar sem fara fram í maí. Chauprade, sem var áður ráðgjafi Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, og er fylgjandi innlimun Rússa á Krímskaga, hefur fullyrt að Peskova fái ekki aðgang að neinum leynilegum gögnum, ekki einu sinni þeim sem tengjast störfum nefndar um samskipti ESB og Rússlands sem hann á sæti í. Öðrum þingmönnum er engu að síður ekki rótt yfir að manneskja með svo náin tengsl við ráðamenn í Kreml. Christine Revault d‘Allones-Bonnefoy, Evrópuþingmaður franskra sósíalista, segir það sláandi að Peskova vinni á þinginu. „Dóttir talsmanns Kremlar er ekki bara hver sem er. Það kemur mér á óvart að starfsmannaþjónusta þingsins hafi fullgilt þessa ráðningu,“ segir hún. Sandra Kalniete, lettneskur Evrópuþingmaður, hefur einnig sagt að starfsnám Peskovu á Evrópuþinginu sé klár öryggisbrestur. Evrópusambandið Frakkland Rússland Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Evrópuþingmenn hafa gert athugasemd við að dóttir talsmanns ríkisstjórnar Rússlands fái að sitja fundi og hafi aðgang að gagnagrunnum þingsins. Elizaveta Peskova vinnur sem starfsnemi fyrir franskan Evrópuþingsmann. Peskova er dóttir Dmitrí Peskov, talsmanns Vladímírs Pútín Rússlandsforseta til fjölda ára. Hún hóf störf fyrir Aymeric Chauprade, sem kosinn var á Evrópuþingið fyrir hægriöfgaflokkinn Þjóðfylkinguna, í nóvember og á að vera starfsnemi hjá honum þar til í apríl. Chauprade sagði skilið við Þjóðfylkinguna árið 2015 og stofnaði eigin hægriflokk, Frjálsa Frakka.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir talskonu Evrópuþingsins að Peskova hafi aðeins aðgang að opinberum gögnum í stöfum sínum í þinginu. Hún vinni beint fyrir Chauprade en ekki þingið sjálft. Peskova er sögð hafa búið lengi í Frakklandi þar sem hún hefur stundað laganám. Hún sé þekkt á samfélagsmiðlum og hafi verið virk í stjórnmálum. Þannig hefur hún meðal annars tjáð sig um mótmæli gulu vestanna svokölluðu í París sem hún líkti við tölvuleikinn „Uppvakningaheimsendirinn“. Faðir hennar gagnrýndi Evrópusambandið harðlega á dögunum vegna refsiaðgerða gegn tveimur Rússum sem eru taldir hafa staðið að taugaeitursárásinni á Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars í fyrra.Ónot annarra þingmanna Áhyggjur hafa verið uppi um að Rússar gætu reynt að hafa áhrif á Evrópuþingskosningarnar sem fara fram í maí. Chauprade, sem var áður ráðgjafi Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, og er fylgjandi innlimun Rússa á Krímskaga, hefur fullyrt að Peskova fái ekki aðgang að neinum leynilegum gögnum, ekki einu sinni þeim sem tengjast störfum nefndar um samskipti ESB og Rússlands sem hann á sæti í. Öðrum þingmönnum er engu að síður ekki rótt yfir að manneskja með svo náin tengsl við ráðamenn í Kreml. Christine Revault d‘Allones-Bonnefoy, Evrópuþingmaður franskra sósíalista, segir það sláandi að Peskova vinni á þinginu. „Dóttir talsmanns Kremlar er ekki bara hver sem er. Það kemur mér á óvart að starfsmannaþjónusta þingsins hafi fullgilt þessa ráðningu,“ segir hún. Sandra Kalniete, lettneskur Evrópuþingmaður, hefur einnig sagt að starfsnám Peskovu á Evrópuþinginu sé klár öryggisbrestur.
Evrópusambandið Frakkland Rússland Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira