Skýrslutökum yfir Katalónum sem sakaðir eru um uppreisn lokið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. febrúar 2019 08:15 Ákærðu í dómsal í Madríd við upphaf réttarhaldanna. Nordicphotos/AFP Réttarhöldin yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar héldu áfram í hæstarétti Spánar í Madríd í gær. Skýrsla var tekin af tveimur síðustu hinna ákærðu. Annars vegar Carme Forcadell, fyrrverandi þingforseta, og hins vegar Jordi Cuixart, formanni samtakanna Omnium Cultural. Þau eru bæði sökuð um uppreisn og uppreisnaráróður og eiga yfir höfði sér áratugi í fangelsi. Cuixart, sem hefur verið í gæsluvarðhaldi í tæpt eitt og hálft ár, sagði það ekkert forgangsmál að sleppa úr fangelsi. „Heldur vil ég úthrópa mannréttindabrot í Katalóníu og á Spáni. Það er einnig í forgangi að leysa úr þessari deilu,“ sagði Katalóninn og bætti því við að hann væri pólitískur fangi, í haldi vegna skoðana sinna líkt og aðrir Katalónar hafa haldið fram. Forcadell hafnaði því alfarið að hún hefði misnotað vald sitt sem þingforseti í þágu sjálfstæðishreyfingarinnar. Þá sagðist hún jafnframt fordæma minnihlutahópsvæðingu Katalóna, brot gegn réttindum þjóðarinnar og eigin meðferð í aðdraganda réttarhaldanna. Réttarhöldin halda áfram í dag. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar þegar sjálfstæðisatkvæðagreiðslan fór fram í október 2017, mætir fyrir dóminn. Það gerir Soraya Sáenz de Santamaría, þáverandi varaforsætisráðherra, sömuleiðis. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Rósa Björk segir að fangelsun stjórnmálamanna sé ólíðandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir alþingismaður fylgdist með réttarhöldum Katalóna í Madríd og fundaði með katalónskum stjórnmálamönnum. Hún segir réttarhöldin pólitísk og málið snúast um mannréttindi og tjáningarfrelsi. 18. febrúar 2019 08:45 Réttarhöldin sögð vera farsi Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. 13. febrúar 2019 07:30 Um 200 þúsund manns mótmæltu á götum Barcelona Mótmæltu réttarhöldunum yfir tíu leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna og tveimur aðgerðasinnum. 16. febrúar 2019 22:01 Boðað til kosninga á Spáni í lok apríl Þingkosningar verða haldnar 28. apríl, um mánuði fyrir héraðs-, sveitarstjórnar- og Evrópuþingskosningar. 15. febrúar 2019 09:57 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Sjá meira
Réttarhöldin yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar héldu áfram í hæstarétti Spánar í Madríd í gær. Skýrsla var tekin af tveimur síðustu hinna ákærðu. Annars vegar Carme Forcadell, fyrrverandi þingforseta, og hins vegar Jordi Cuixart, formanni samtakanna Omnium Cultural. Þau eru bæði sökuð um uppreisn og uppreisnaráróður og eiga yfir höfði sér áratugi í fangelsi. Cuixart, sem hefur verið í gæsluvarðhaldi í tæpt eitt og hálft ár, sagði það ekkert forgangsmál að sleppa úr fangelsi. „Heldur vil ég úthrópa mannréttindabrot í Katalóníu og á Spáni. Það er einnig í forgangi að leysa úr þessari deilu,“ sagði Katalóninn og bætti því við að hann væri pólitískur fangi, í haldi vegna skoðana sinna líkt og aðrir Katalónar hafa haldið fram. Forcadell hafnaði því alfarið að hún hefði misnotað vald sitt sem þingforseti í þágu sjálfstæðishreyfingarinnar. Þá sagðist hún jafnframt fordæma minnihlutahópsvæðingu Katalóna, brot gegn réttindum þjóðarinnar og eigin meðferð í aðdraganda réttarhaldanna. Réttarhöldin halda áfram í dag. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar þegar sjálfstæðisatkvæðagreiðslan fór fram í október 2017, mætir fyrir dóminn. Það gerir Soraya Sáenz de Santamaría, þáverandi varaforsætisráðherra, sömuleiðis.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Rósa Björk segir að fangelsun stjórnmálamanna sé ólíðandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir alþingismaður fylgdist með réttarhöldum Katalóna í Madríd og fundaði með katalónskum stjórnmálamönnum. Hún segir réttarhöldin pólitísk og málið snúast um mannréttindi og tjáningarfrelsi. 18. febrúar 2019 08:45 Réttarhöldin sögð vera farsi Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. 13. febrúar 2019 07:30 Um 200 þúsund manns mótmæltu á götum Barcelona Mótmæltu réttarhöldunum yfir tíu leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna og tveimur aðgerðasinnum. 16. febrúar 2019 22:01 Boðað til kosninga á Spáni í lok apríl Þingkosningar verða haldnar 28. apríl, um mánuði fyrir héraðs-, sveitarstjórnar- og Evrópuþingskosningar. 15. febrúar 2019 09:57 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Sjá meira
Rósa Björk segir að fangelsun stjórnmálamanna sé ólíðandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir alþingismaður fylgdist með réttarhöldum Katalóna í Madríd og fundaði með katalónskum stjórnmálamönnum. Hún segir réttarhöldin pólitísk og málið snúast um mannréttindi og tjáningarfrelsi. 18. febrúar 2019 08:45
Réttarhöldin sögð vera farsi Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. 13. febrúar 2019 07:30
Um 200 þúsund manns mótmæltu á götum Barcelona Mótmæltu réttarhöldunum yfir tíu leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna og tveimur aðgerðasinnum. 16. febrúar 2019 22:01
Boðað til kosninga á Spáni í lok apríl Þingkosningar verða haldnar 28. apríl, um mánuði fyrir héraðs-, sveitarstjórnar- og Evrópuþingskosningar. 15. febrúar 2019 09:57
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði