Skýrslutökum yfir Katalónum sem sakaðir eru um uppreisn lokið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. febrúar 2019 08:15 Ákærðu í dómsal í Madríd við upphaf réttarhaldanna. Nordicphotos/AFP Réttarhöldin yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar héldu áfram í hæstarétti Spánar í Madríd í gær. Skýrsla var tekin af tveimur síðustu hinna ákærðu. Annars vegar Carme Forcadell, fyrrverandi þingforseta, og hins vegar Jordi Cuixart, formanni samtakanna Omnium Cultural. Þau eru bæði sökuð um uppreisn og uppreisnaráróður og eiga yfir höfði sér áratugi í fangelsi. Cuixart, sem hefur verið í gæsluvarðhaldi í tæpt eitt og hálft ár, sagði það ekkert forgangsmál að sleppa úr fangelsi. „Heldur vil ég úthrópa mannréttindabrot í Katalóníu og á Spáni. Það er einnig í forgangi að leysa úr þessari deilu,“ sagði Katalóninn og bætti því við að hann væri pólitískur fangi, í haldi vegna skoðana sinna líkt og aðrir Katalónar hafa haldið fram. Forcadell hafnaði því alfarið að hún hefði misnotað vald sitt sem þingforseti í þágu sjálfstæðishreyfingarinnar. Þá sagðist hún jafnframt fordæma minnihlutahópsvæðingu Katalóna, brot gegn réttindum þjóðarinnar og eigin meðferð í aðdraganda réttarhaldanna. Réttarhöldin halda áfram í dag. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar þegar sjálfstæðisatkvæðagreiðslan fór fram í október 2017, mætir fyrir dóminn. Það gerir Soraya Sáenz de Santamaría, þáverandi varaforsætisráðherra, sömuleiðis. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Rósa Björk segir að fangelsun stjórnmálamanna sé ólíðandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir alþingismaður fylgdist með réttarhöldum Katalóna í Madríd og fundaði með katalónskum stjórnmálamönnum. Hún segir réttarhöldin pólitísk og málið snúast um mannréttindi og tjáningarfrelsi. 18. febrúar 2019 08:45 Réttarhöldin sögð vera farsi Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. 13. febrúar 2019 07:30 Um 200 þúsund manns mótmæltu á götum Barcelona Mótmæltu réttarhöldunum yfir tíu leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna og tveimur aðgerðasinnum. 16. febrúar 2019 22:01 Boðað til kosninga á Spáni í lok apríl Þingkosningar verða haldnar 28. apríl, um mánuði fyrir héraðs-, sveitarstjórnar- og Evrópuþingskosningar. 15. febrúar 2019 09:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Réttarhöldin yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar héldu áfram í hæstarétti Spánar í Madríd í gær. Skýrsla var tekin af tveimur síðustu hinna ákærðu. Annars vegar Carme Forcadell, fyrrverandi þingforseta, og hins vegar Jordi Cuixart, formanni samtakanna Omnium Cultural. Þau eru bæði sökuð um uppreisn og uppreisnaráróður og eiga yfir höfði sér áratugi í fangelsi. Cuixart, sem hefur verið í gæsluvarðhaldi í tæpt eitt og hálft ár, sagði það ekkert forgangsmál að sleppa úr fangelsi. „Heldur vil ég úthrópa mannréttindabrot í Katalóníu og á Spáni. Það er einnig í forgangi að leysa úr þessari deilu,“ sagði Katalóninn og bætti því við að hann væri pólitískur fangi, í haldi vegna skoðana sinna líkt og aðrir Katalónar hafa haldið fram. Forcadell hafnaði því alfarið að hún hefði misnotað vald sitt sem þingforseti í þágu sjálfstæðishreyfingarinnar. Þá sagðist hún jafnframt fordæma minnihlutahópsvæðingu Katalóna, brot gegn réttindum þjóðarinnar og eigin meðferð í aðdraganda réttarhaldanna. Réttarhöldin halda áfram í dag. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar þegar sjálfstæðisatkvæðagreiðslan fór fram í október 2017, mætir fyrir dóminn. Það gerir Soraya Sáenz de Santamaría, þáverandi varaforsætisráðherra, sömuleiðis.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Rósa Björk segir að fangelsun stjórnmálamanna sé ólíðandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir alþingismaður fylgdist með réttarhöldum Katalóna í Madríd og fundaði með katalónskum stjórnmálamönnum. Hún segir réttarhöldin pólitísk og málið snúast um mannréttindi og tjáningarfrelsi. 18. febrúar 2019 08:45 Réttarhöldin sögð vera farsi Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. 13. febrúar 2019 07:30 Um 200 þúsund manns mótmæltu á götum Barcelona Mótmæltu réttarhöldunum yfir tíu leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna og tveimur aðgerðasinnum. 16. febrúar 2019 22:01 Boðað til kosninga á Spáni í lok apríl Þingkosningar verða haldnar 28. apríl, um mánuði fyrir héraðs-, sveitarstjórnar- og Evrópuþingskosningar. 15. febrúar 2019 09:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Rósa Björk segir að fangelsun stjórnmálamanna sé ólíðandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir alþingismaður fylgdist með réttarhöldum Katalóna í Madríd og fundaði með katalónskum stjórnmálamönnum. Hún segir réttarhöldin pólitísk og málið snúast um mannréttindi og tjáningarfrelsi. 18. febrúar 2019 08:45
Réttarhöldin sögð vera farsi Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. 13. febrúar 2019 07:30
Um 200 þúsund manns mótmæltu á götum Barcelona Mótmæltu réttarhöldunum yfir tíu leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna og tveimur aðgerðasinnum. 16. febrúar 2019 22:01
Boðað til kosninga á Spáni í lok apríl Þingkosningar verða haldnar 28. apríl, um mánuði fyrir héraðs-, sveitarstjórnar- og Evrópuþingskosningar. 15. febrúar 2019 09:57