Spurði Gylfa út í vandamálin hjá Everton, markamet og HM-þreytu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2019 11:00 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson er í viðtali á Twitter-síðu Stadium Astro þar sem hann fer yfir gang mála hjá Everton liðinu og hvernig HM í Rússlandi í sumar hafði áhrif á hann. Gylfi og félagar töpuðu á móti Watford um helgina og eru stigalausir í síðustu þremur leikjum sínum í deildinni. Fyrir vikið er Everton dottið niður í 9. til 11. sæti en er efst á markatölu af liðunum þremur sem eru með 33 stig. Adam Carruthers hitti Gylfa og ræddi við hann um vandamálin hjá Everton og það sem vantar upp á hjá liðinu. Þetta leit ágætlega út í nóvember þegar Everton hafði unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum og sat í sjötta sæti deildarinnar. Gylfi skoraði sigurmarkið á móti Cardiff 24. nóvember og hafði þá komið átta mörkum (6 mörk og 2 stoðsendingar) í fyrstu þrettán leikjunum. Everton hefur hins vegar aðeins unnið þrjá af fjórtán deildarleikjum sínum síðan þá. Gylfi hefur komið að fjórum mörku (3 mörk og 1 stoðsending) í þeim. Hér fyrir neðan má sjá samtal Adam Carruthers og Gylfa. Þeir ræða þar gengi Everton, HM-þreytu og hvort Gylfi ætli að bæta markametið sitt í ensku deildinni.QUOTED with Gylfi Sigurdsson@Adamcarruthers sat down with the Everton midfielder to talk goal scoring targets, problems at Goodison Park and fatigue ... pic.twitter.com/QiKgWPHMSu — Stadium Astro (@stadiumastro) February 11, 2019Gylfi talaði um skort á stöðugleika og að liðið hafi gert of mörg jafntefli í upphafi tímabilsins. „Nokkur úrslit yfir jólin voru vonbrigði því okkur fannst við hafa gert nóg í nokkrum leikjanna til að hafa náð í fleiri sigra,“ sagði Gylfi. Adam spurði Gylfa líka út í þreytuna hjá leikmönnum sem þurftu að spila á heimsmeistaramótinu síðasta sumar og fengu því lítið sumarfrí. „Ég sjálfur finn ekki fyrir þreytu núna. Eftir EM 2016 þá kom ég þreyttur inn í undirbúningstímabilið en mér leið vel í ár. Það eru því engin slík vandamál hjá mér og þetta fer eflaust eftir leikmönnunum sjálfum,“ sagði Gylfi. Gylfi lofar því líka að bæta markametið sitt á einu tímabili en hann hefur mest skorað ellefu deildarmörk á leiktíð. Gylfi er kominn með níu mörk og fær tólf umferðir til að bæta við þremur mörkum. „Ég mun bæta það. Þetta eru bara þrjú mörk til viðbótar og ég hef nægan tíma til að bæta það,“ sagði Gylfi. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er í viðtali á Twitter-síðu Stadium Astro þar sem hann fer yfir gang mála hjá Everton liðinu og hvernig HM í Rússlandi í sumar hafði áhrif á hann. Gylfi og félagar töpuðu á móti Watford um helgina og eru stigalausir í síðustu þremur leikjum sínum í deildinni. Fyrir vikið er Everton dottið niður í 9. til 11. sæti en er efst á markatölu af liðunum þremur sem eru með 33 stig. Adam Carruthers hitti Gylfa og ræddi við hann um vandamálin hjá Everton og það sem vantar upp á hjá liðinu. Þetta leit ágætlega út í nóvember þegar Everton hafði unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum og sat í sjötta sæti deildarinnar. Gylfi skoraði sigurmarkið á móti Cardiff 24. nóvember og hafði þá komið átta mörkum (6 mörk og 2 stoðsendingar) í fyrstu þrettán leikjunum. Everton hefur hins vegar aðeins unnið þrjá af fjórtán deildarleikjum sínum síðan þá. Gylfi hefur komið að fjórum mörku (3 mörk og 1 stoðsending) í þeim. Hér fyrir neðan má sjá samtal Adam Carruthers og Gylfa. Þeir ræða þar gengi Everton, HM-þreytu og hvort Gylfi ætli að bæta markametið sitt í ensku deildinni.QUOTED with Gylfi Sigurdsson@Adamcarruthers sat down with the Everton midfielder to talk goal scoring targets, problems at Goodison Park and fatigue ... pic.twitter.com/QiKgWPHMSu — Stadium Astro (@stadiumastro) February 11, 2019Gylfi talaði um skort á stöðugleika og að liðið hafi gert of mörg jafntefli í upphafi tímabilsins. „Nokkur úrslit yfir jólin voru vonbrigði því okkur fannst við hafa gert nóg í nokkrum leikjanna til að hafa náð í fleiri sigra,“ sagði Gylfi. Adam spurði Gylfa líka út í þreytuna hjá leikmönnum sem þurftu að spila á heimsmeistaramótinu síðasta sumar og fengu því lítið sumarfrí. „Ég sjálfur finn ekki fyrir þreytu núna. Eftir EM 2016 þá kom ég þreyttur inn í undirbúningstímabilið en mér leið vel í ár. Það eru því engin slík vandamál hjá mér og þetta fer eflaust eftir leikmönnunum sjálfum,“ sagði Gylfi. Gylfi lofar því líka að bæta markametið sitt á einu tímabili en hann hefur mest skorað ellefu deildarmörk á leiktíð. Gylfi er kominn með níu mörk og fær tólf umferðir til að bæta við þremur mörkum. „Ég mun bæta það. Þetta eru bara þrjú mörk til viðbótar og ég hef nægan tíma til að bæta það,“ sagði Gylfi.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Sjá meira