Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2019 13:00 Helga Vala Helgadóttir situr í umhverfis- og samgöngunefnd fyrir Samfylkinguna. vísir/vilhelm Fulltrúi minnihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld sem Alþingi samþykkti að ráðherra legði fram frumvarp um á vorþingi. Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stefnt að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. Mjög hart var tekist á um breytingartillögur meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis frá haustþingi allt þar til samgönguáætlun og breytingartillögur meirihlutans voru samþykktar á Alþingi í síðustu viku. Þær ganga út á að samgönguráðherra leggi fram frumvarp á yfirstandandi þingi um útfærslu veggjalda vegna uppbyggingar helstu stofnleiða í kringum höfuðborgarsvæðið og jafnvel víðar um land. Það kom því nokkuð á óvart þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra lýsti því yfir á Sprengisandi Bylgjunnar um helgina að engin ákvörðun lægi fyrir um veggjöld, aðeins væri talað um hugsanlega fjármögnun með þeim og framkvæmdavaldinu heimilt að vinna áfram að útfærslu. Opnaði ráðherrann á að á næstu fjórum til fimm árum yrðu arðgreiðslur frá Landsvikjun nýttar til stórframkvæmda í vegakerfinu. En Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur stefnt að því að þær tekjur rynnu í þjóðarsjóð, einhvers konar varasjóð til að svara áföllum í þjóðarbúskapnum.Björn Leví Gunnarsson, Helga Vala Helgadóttir, Hanna Katrín Friðriksson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir á fundi samgöngunefnd.vísir/vilhelmKom á óvart Helga Vala Helgadóttir sem situr í umhverfis- og samgöngunefnd fyrir Samfylkinguna segir afstöðu samgönguráðherra koma mjög á óvart. Minnihlutinn hafi lagt til aðrar leiðir meðal annars að nota ýmsar arðgreiðslur til ríkisins. „Því var hafnað af meirihlutanum. Sem samgönguráðherra virðist nú ætla að gera að sínu. Ég átta mig ekki alveg á hvað er að gerast. Ég veit ekki hvernig ráðherra lítur á Alþingi og hlutverk þess. En þetta er þingsályktunartillaga sem samþykkt var á Alþingi í síðustu viku, meðal annars af honum sjálfum,” segir Helga Vala. Formaður Miðflokksins hafi einnig á fimmtudag lagst gegn veggjöldum í viðtali þótt þingmenn flokksins hafi greitt atkvæði með breytingartillögunni. Það hefði því verið nær að samgönguráðherrann greiddi atkvæði með minnihlutanum, sem meðal annars hafi viljað nýta arðgreiðslur frá Landsvikrjun til uppbyggingar vegakerfisins. „Ég lít svo á að það ríki ákveðið neyðarástand á vegum úti. Það dylst engum. Öryggi vegfarenda er ekki tryggt. Það þarf að fara í miklar framkvæmdir og það má vel nýta þessa fjármuni í það. Þannig að það að Sigurður Ingi taki núna undir okkar tillögur er bara frábært. Hann hefði kannski mátt gera það áður en Alþingi ákvað annað,” segir Helga Vala Helgadóttir. Alþingi Samgöngur Sprengisandur Vegtollar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Fulltrúi minnihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld sem Alþingi samþykkti að ráðherra legði fram frumvarp um á vorþingi. Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stefnt að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. Mjög hart var tekist á um breytingartillögur meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis frá haustþingi allt þar til samgönguáætlun og breytingartillögur meirihlutans voru samþykktar á Alþingi í síðustu viku. Þær ganga út á að samgönguráðherra leggi fram frumvarp á yfirstandandi þingi um útfærslu veggjalda vegna uppbyggingar helstu stofnleiða í kringum höfuðborgarsvæðið og jafnvel víðar um land. Það kom því nokkuð á óvart þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra lýsti því yfir á Sprengisandi Bylgjunnar um helgina að engin ákvörðun lægi fyrir um veggjöld, aðeins væri talað um hugsanlega fjármögnun með þeim og framkvæmdavaldinu heimilt að vinna áfram að útfærslu. Opnaði ráðherrann á að á næstu fjórum til fimm árum yrðu arðgreiðslur frá Landsvikjun nýttar til stórframkvæmda í vegakerfinu. En Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur stefnt að því að þær tekjur rynnu í þjóðarsjóð, einhvers konar varasjóð til að svara áföllum í þjóðarbúskapnum.Björn Leví Gunnarsson, Helga Vala Helgadóttir, Hanna Katrín Friðriksson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir á fundi samgöngunefnd.vísir/vilhelmKom á óvart Helga Vala Helgadóttir sem situr í umhverfis- og samgöngunefnd fyrir Samfylkinguna segir afstöðu samgönguráðherra koma mjög á óvart. Minnihlutinn hafi lagt til aðrar leiðir meðal annars að nota ýmsar arðgreiðslur til ríkisins. „Því var hafnað af meirihlutanum. Sem samgönguráðherra virðist nú ætla að gera að sínu. Ég átta mig ekki alveg á hvað er að gerast. Ég veit ekki hvernig ráðherra lítur á Alþingi og hlutverk þess. En þetta er þingsályktunartillaga sem samþykkt var á Alþingi í síðustu viku, meðal annars af honum sjálfum,” segir Helga Vala. Formaður Miðflokksins hafi einnig á fimmtudag lagst gegn veggjöldum í viðtali þótt þingmenn flokksins hafi greitt atkvæði með breytingartillögunni. Það hefði því verið nær að samgönguráðherrann greiddi atkvæði með minnihlutanum, sem meðal annars hafi viljað nýta arðgreiðslur frá Landsvikrjun til uppbyggingar vegakerfisins. „Ég lít svo á að það ríki ákveðið neyðarástand á vegum úti. Það dylst engum. Öryggi vegfarenda er ekki tryggt. Það þarf að fara í miklar framkvæmdir og það má vel nýta þessa fjármuni í það. Þannig að það að Sigurður Ingi taki núna undir okkar tillögur er bara frábært. Hann hefði kannski mátt gera það áður en Alþingi ákvað annað,” segir Helga Vala Helgadóttir.
Alþingi Samgöngur Sprengisandur Vegtollar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira