Verða að upplýsa hverjir tilkynntu meint annarlegt ástand læknis í útkalli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. febrúar 2019 14:30 Læknirinn var á bakvakt er hann var kallaður í útkall. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisstofnun Suðurlands ber að veita lækni aðgang að tveimur tilkynningum um meint annarlegt ástands hans í útkalli vorið 2015. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál.Forsaga málsins er sú að þann 30. maí 2015 var læknirinn á bakvakt og var kallaður út. Á vettvangi voru nokkrir aðilar, þar með talið sjúkraflutningamenn og lögregla. Nokkrum dögum síðar barst HSU tilkynning um að læknirinn hefði verið í annarlegu ástandi. Forsvarsmenn HSU könnuðu málið nánar og fengu upplýsingar frá öðrum aðila sem var viðstaddur útkallið, honum virtist læknirinn ekki hafa verið allsgáður.Var málið sett í formlega meðferð hjá Landlæknis og var læknirinn sendur í launað leyfi um óákveðinn tíma meðan Landlæknir tæki málið fyrir. Þann 18. júní sama ár var lækninum tilkynnt að ekki yrði aðhafst frekar í málinu og sneri hann aftur til starfa.Í kjölfarið óskaði læknirinn eftir því við HSU að hann fengi upplýsingar um hver hefði tilkynnt hið meinta annarlega ástand læknisins. Þeirri kröfu var hafnað og vísaði læknirinn því kröfu um aðgang að tilkynningum til úrskurðarnefndarinnar.Útilokað að lögregla hafi leyft honum að keyra hafi hann verið í annarlegu ástandi í útkallinu Í kæru hans til úrskurðarnefndarinnar segir læknirinn að hann telji sig eiga verulega hagsmuni af því að fá að vita hverjir það voru sem tilkynntu um meint ástand hans. Mögulega hafi falist í tilkynningunum atlaga að mannorði hans og geti þær hugsanlega veitt honum rétt til að kæra þá sem tilkynntu hann fyrir rangar sakargiftir.Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.Vísir/EgillEnginn fótur hafi verið fyrir tilkynningum þeirra sem sendu þær inn, lögregla hafi verið á staðnum og ekið á eftir lækninum frá heimili sjúklings að HSU. Að hans mati væri útilokað að lögreglan hefði gefið honum leyfi til að setjast undir stýri hefði ástand hans virst óeðlilegt. Að mati HSU mæltu bæði almanna- og einkahagsmunir mæltu gegn því að lækninum yrðu afhent umbeðin gögn. Meðal annars væri nauðsynlegt að aðilar sem hefðu grunsemdir um möguleg brot heilbrigðisstarfsfólks í starfi gætu upplýst rétta aðila um þær án þess að eiga á hættu að viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður yrði upplýstur um nöfn þeirra. Þá væri það langsótt að þeir sem tilkynntu um ástand læknisins hefðu brotið á honum með þeim hætti að hann geti átt rétt á greiðslu skaða- eða miskabóta úr þeirra hendi. Þá hafi forsvarsmenn stofnunnarinnar heitið þeim sem sendu tilkynningarnar fullum trúnaði.Stjórnvöld geti ekki án lagaheimildar heitið trúnaði Í úrskurði nefndarinnar segir að sú meginregla gildii að upplýsingar og gögn stjórnvalda skulu vera aðgengileg nema takmarkanir á upplýsingarétti sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum eða sérlögum eigi við. Stjórnvöld geta ekki án lagaheimildar heitið trúnaði eða samið sig undan skyldum sem á þeim hvíla samkvæmt lögunum.Sjúkraflutningamenn voru viðstaddir útkallið.Vísir/VilhelmÞá taldi nefndin að ekki stæðu rök til að synja lækninum um aðgang að umbeðnum tilkynningum, þar sem upplýsingalög innihéldu ekki heimild til að takmarka aðgang að gögnum á grundvelli þeirra almanna- eða einkahagsmuna sem HSU nefndi í umsögn sinni. Var því lagt fyrir stofnunina að veita lækninum aðgang að tilkynningunum.Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. Heilbrigðismál Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurlands ber að veita lækni aðgang að tveimur tilkynningum um meint annarlegt ástands hans í útkalli vorið 2015. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál.Forsaga málsins er sú að þann 30. maí 2015 var læknirinn á bakvakt og var kallaður út. Á vettvangi voru nokkrir aðilar, þar með talið sjúkraflutningamenn og lögregla. Nokkrum dögum síðar barst HSU tilkynning um að læknirinn hefði verið í annarlegu ástandi. Forsvarsmenn HSU könnuðu málið nánar og fengu upplýsingar frá öðrum aðila sem var viðstaddur útkallið, honum virtist læknirinn ekki hafa verið allsgáður.Var málið sett í formlega meðferð hjá Landlæknis og var læknirinn sendur í launað leyfi um óákveðinn tíma meðan Landlæknir tæki málið fyrir. Þann 18. júní sama ár var lækninum tilkynnt að ekki yrði aðhafst frekar í málinu og sneri hann aftur til starfa.Í kjölfarið óskaði læknirinn eftir því við HSU að hann fengi upplýsingar um hver hefði tilkynnt hið meinta annarlega ástand læknisins. Þeirri kröfu var hafnað og vísaði læknirinn því kröfu um aðgang að tilkynningum til úrskurðarnefndarinnar.Útilokað að lögregla hafi leyft honum að keyra hafi hann verið í annarlegu ástandi í útkallinu Í kæru hans til úrskurðarnefndarinnar segir læknirinn að hann telji sig eiga verulega hagsmuni af því að fá að vita hverjir það voru sem tilkynntu um meint ástand hans. Mögulega hafi falist í tilkynningunum atlaga að mannorði hans og geti þær hugsanlega veitt honum rétt til að kæra þá sem tilkynntu hann fyrir rangar sakargiftir.Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.Vísir/EgillEnginn fótur hafi verið fyrir tilkynningum þeirra sem sendu þær inn, lögregla hafi verið á staðnum og ekið á eftir lækninum frá heimili sjúklings að HSU. Að hans mati væri útilokað að lögreglan hefði gefið honum leyfi til að setjast undir stýri hefði ástand hans virst óeðlilegt. Að mati HSU mæltu bæði almanna- og einkahagsmunir mæltu gegn því að lækninum yrðu afhent umbeðin gögn. Meðal annars væri nauðsynlegt að aðilar sem hefðu grunsemdir um möguleg brot heilbrigðisstarfsfólks í starfi gætu upplýst rétta aðila um þær án þess að eiga á hættu að viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður yrði upplýstur um nöfn þeirra. Þá væri það langsótt að þeir sem tilkynntu um ástand læknisins hefðu brotið á honum með þeim hætti að hann geti átt rétt á greiðslu skaða- eða miskabóta úr þeirra hendi. Þá hafi forsvarsmenn stofnunnarinnar heitið þeim sem sendu tilkynningarnar fullum trúnaði.Stjórnvöld geti ekki án lagaheimildar heitið trúnaði Í úrskurði nefndarinnar segir að sú meginregla gildii að upplýsingar og gögn stjórnvalda skulu vera aðgengileg nema takmarkanir á upplýsingarétti sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum eða sérlögum eigi við. Stjórnvöld geta ekki án lagaheimildar heitið trúnaði eða samið sig undan skyldum sem á þeim hvíla samkvæmt lögunum.Sjúkraflutningamenn voru viðstaddir útkallið.Vísir/VilhelmÞá taldi nefndin að ekki stæðu rök til að synja lækninum um aðgang að umbeðnum tilkynningum, þar sem upplýsingalög innihéldu ekki heimild til að takmarka aðgang að gögnum á grundvelli þeirra almanna- eða einkahagsmuna sem HSU nefndi í umsögn sinni. Var því lagt fyrir stofnunina að veita lækninum aðgang að tilkynningunum.Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.
Heilbrigðismál Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira