Framboð og eftirspurn áls Pétur Blöndal skrifar 13. febrúar 2019 07:00 Það vakti athygli í haust þegar nýi rafbíllinn I-Pace frá Jagúar var afhjúpaður að búkurinn er nánast alfarið úr áli eða um 94%. Ástæðan fyrir því að rafbílaframleiðendur á borð við Jagúar og Tesla velja ál sem efnivið er að það léttir rafbílana verulega og veldur því að þeir komast mun lengra á hleðslunni. En það sem meira er, í I-Pace leggja Novelis og Land Rover verksmiðjurnar upp úr því að nota eins mikið af endurunnu áli og mögulegt er til þess að minnka kolefnisfótsporið enn meira. Sömu þróunar gætir víða. Til að mynda kynnti Apple „grænustu Mac frá upphafi“ til sögunnar í haust, þar sem kolefnissporið dróst saman um 50%, meðal annars með notkun á endurunnu áli. Tilfellið er að sá efniviður er vandfundinn sem er endurunninn í meiri mæli en ál. Til marks um það fara yfir 90% áls í farartækjum og byggingum á Vesturlöndum til endurvinnslu. Og stöðugt hærra hlutfall áls sem til fellur í heiminum öðlast nýtt líf. Þannig getur gosdós eða bílfelga orðið að tölvu eða geimflaug. Það eru auðvitað jákvæð tíðindi, enda er afar loftslagsvænt að endurvinna ál. Staðreyndin er sú að við álframleiðslu á heimsvísu verður almennt mesta losunin við orkuvinnsluna. Til þess að endurvinna ál þarf einungis um 5% af orkunni sem fór í að frumframleiða það. Það hefur því afar jákvæð áhrif á kolefnisfótspor áls hversu stór hluti þess ratar til endurvinnslu og er brýnt að hækka það hlutfall enn meira. Lykilforsendan fyrir háu endurvinnsluhlutfalli áls er að vegna orkusparnaðarins skapast mikil verðmæti við endurvinnsluna. Þar sem ál má endurvinna aftur og aftur án þess það tapi upprunalegum eiginleikum, þá hefur verið talað um það sem nokkurs konar „orkubanka“. Verðmætasköpunin færir aftur stoðir undir rekstur endurvinnslugeirans í Evrópu sem eru að miklu leyti lítil og meðalstór fyrirtæki. En endurvinnsla áls dugar þó hvergi nærri til að mæta eftirspurn eftiur áli á heimsvísu. Útlit er fyrir að frumframleiðsla áls fari yfir 70 milljónir tonna á þessu ári, en ofan á það bætist endurvinnsla áls sem nam um 30 milljónum tonna í fyrra. Eftirspurnin hefur farið ört vaxandi á síðustu árum og má rekja það til þess að notkun áls er hluti af lausninni í loftslagsmálum. Þannig er ál notað til að létta bíla og þar með til að draga úr losun CO2. Gott dæmi um það er Wrangler jeppinn sem kynntur var til sögunnar í fyrra, en með meiri álnotkun léttist hann um 35 kíló. Samkvæmt tölum frá World Aluminium spara þau 20 milljón tonn af áli sem notuð eru í samgöngutæki í heiminum um 500 milljón tonn af CO2 eða sem nemur 100 milljörðum tonna af olíu á líftíma farartækjanna. En álið er til fleiri hluta nytsamlegt. Það er einnig notað til að einangra byggingar og draga þannig úr orkunotkun þeirra, umbúðir úr áli lengja endingartíma matvæla og ál er notað í orkumannvirki til að tengja nýja endurnýjanlega orkukosti við raforkunetið. Um 75% alls áls sem framleitt hefur verið eru enn í notkun. En þar sem ál er endingargóður málmur, þá er hann notaður í mannvirki og farartæki sem hafa langan líftíma. Og auðvitað er það jákvætt út frá loftslagssjónarmiðum að bílar hafi langan endingartíma en sé ekki hent eftir ársbrúk. Það getur því liðið langur tími frá notkun álsins þar til það ratar aftur út á markaðinn, en þá eru stöðugt meiri líkur á að það sé gripið af hringrásarhagkerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Pétur Blöndal Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það vakti athygli í haust þegar nýi rafbíllinn I-Pace frá Jagúar var afhjúpaður að búkurinn er nánast alfarið úr áli eða um 94%. Ástæðan fyrir því að rafbílaframleiðendur á borð við Jagúar og Tesla velja ál sem efnivið er að það léttir rafbílana verulega og veldur því að þeir komast mun lengra á hleðslunni. En það sem meira er, í I-Pace leggja Novelis og Land Rover verksmiðjurnar upp úr því að nota eins mikið af endurunnu áli og mögulegt er til þess að minnka kolefnisfótsporið enn meira. Sömu þróunar gætir víða. Til að mynda kynnti Apple „grænustu Mac frá upphafi“ til sögunnar í haust, þar sem kolefnissporið dróst saman um 50%, meðal annars með notkun á endurunnu áli. Tilfellið er að sá efniviður er vandfundinn sem er endurunninn í meiri mæli en ál. Til marks um það fara yfir 90% áls í farartækjum og byggingum á Vesturlöndum til endurvinnslu. Og stöðugt hærra hlutfall áls sem til fellur í heiminum öðlast nýtt líf. Þannig getur gosdós eða bílfelga orðið að tölvu eða geimflaug. Það eru auðvitað jákvæð tíðindi, enda er afar loftslagsvænt að endurvinna ál. Staðreyndin er sú að við álframleiðslu á heimsvísu verður almennt mesta losunin við orkuvinnsluna. Til þess að endurvinna ál þarf einungis um 5% af orkunni sem fór í að frumframleiða það. Það hefur því afar jákvæð áhrif á kolefnisfótspor áls hversu stór hluti þess ratar til endurvinnslu og er brýnt að hækka það hlutfall enn meira. Lykilforsendan fyrir háu endurvinnsluhlutfalli áls er að vegna orkusparnaðarins skapast mikil verðmæti við endurvinnsluna. Þar sem ál má endurvinna aftur og aftur án þess það tapi upprunalegum eiginleikum, þá hefur verið talað um það sem nokkurs konar „orkubanka“. Verðmætasköpunin færir aftur stoðir undir rekstur endurvinnslugeirans í Evrópu sem eru að miklu leyti lítil og meðalstór fyrirtæki. En endurvinnsla áls dugar þó hvergi nærri til að mæta eftirspurn eftiur áli á heimsvísu. Útlit er fyrir að frumframleiðsla áls fari yfir 70 milljónir tonna á þessu ári, en ofan á það bætist endurvinnsla áls sem nam um 30 milljónum tonna í fyrra. Eftirspurnin hefur farið ört vaxandi á síðustu árum og má rekja það til þess að notkun áls er hluti af lausninni í loftslagsmálum. Þannig er ál notað til að létta bíla og þar með til að draga úr losun CO2. Gott dæmi um það er Wrangler jeppinn sem kynntur var til sögunnar í fyrra, en með meiri álnotkun léttist hann um 35 kíló. Samkvæmt tölum frá World Aluminium spara þau 20 milljón tonn af áli sem notuð eru í samgöngutæki í heiminum um 500 milljón tonn af CO2 eða sem nemur 100 milljörðum tonna af olíu á líftíma farartækjanna. En álið er til fleiri hluta nytsamlegt. Það er einnig notað til að einangra byggingar og draga þannig úr orkunotkun þeirra, umbúðir úr áli lengja endingartíma matvæla og ál er notað í orkumannvirki til að tengja nýja endurnýjanlega orkukosti við raforkunetið. Um 75% alls áls sem framleitt hefur verið eru enn í notkun. En þar sem ál er endingargóður málmur, þá er hann notaður í mannvirki og farartæki sem hafa langan líftíma. Og auðvitað er það jákvætt út frá loftslagssjónarmiðum að bílar hafi langan endingartíma en sé ekki hent eftir ársbrúk. Það getur því liðið langur tími frá notkun álsins þar til það ratar aftur út á markaðinn, en þá eru stöðugt meiri líkur á að það sé gripið af hringrásarhagkerfinu.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun