Ekki hægt að líta fram hjá brotum Procar Sylvía Hall skrifar 13. febrúar 2019 20:08 Bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur. Fyrirtækið hagnaðist um hundruð milljóna á tímabilinu. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdarstjóri SAF segir samtökin ekki getað litið hjá brotum Procar og því hafi þeim verið vísað úr þeim. Óeðlilegir viðskiptahættir bílaleigunnar hafi varpað óréttmætum skugga á allar bílaleigur í landinu.Sjá einnig: Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Rætt var við Jóhannes og Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jóhannes segir SAF hafa fundað með fulltrúum bílaleiga innan samtakanna og stjórn samtakanna í dag vegna málsins og það hafi verið einróma niðurstaða að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við lög með því að lækka kílómetrastöðu bíla og þeim hafi verið vísað úr samtökunum á grundvelli þess. Í yfirlýsingu sem SAF sendi frá sér í kvöld er kallað eftir því að eftirlitskönnun verði framkvæmd á starfandi bílaleigum á landinu og það verði gert eins fljótt og auðið er. „Samtökin í heild telja að það sé mjög mikilvægt að það verði framkvæmd eftirlitskönnun á öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi á landinu til þess að efla traust á þessum markaði til þess að neytendur og lögaðilar í landinu geti treyst því að bílar sem þeir fá séu réttir og allt sé eins og það á að vera.“ Að sögn Breka Karlssonar er augljóst að um svik séu að ræða. Hann segir fólk geta sett sig í samband við Neytendasamtökin vilji það leita réttar síns. „Við teljum það vera augljóst að það sé réttur þeirra sem keyptu þessa bíla að rifta þessum samningum. Þetta eru augljós svik hjá þessum aðilum sem þeir hafa gengist við og við teljum að fólk eigi að leita réttar síns.“ Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Procar Tengdar fréttir Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55 Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur. Fyrirtækið hagnaðist um hundruð milljóna á tímabilinu. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdarstjóri SAF segir samtökin ekki getað litið hjá brotum Procar og því hafi þeim verið vísað úr þeim. Óeðlilegir viðskiptahættir bílaleigunnar hafi varpað óréttmætum skugga á allar bílaleigur í landinu.Sjá einnig: Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Rætt var við Jóhannes og Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jóhannes segir SAF hafa fundað með fulltrúum bílaleiga innan samtakanna og stjórn samtakanna í dag vegna málsins og það hafi verið einróma niðurstaða að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við lög með því að lækka kílómetrastöðu bíla og þeim hafi verið vísað úr samtökunum á grundvelli þess. Í yfirlýsingu sem SAF sendi frá sér í kvöld er kallað eftir því að eftirlitskönnun verði framkvæmd á starfandi bílaleigum á landinu og það verði gert eins fljótt og auðið er. „Samtökin í heild telja að það sé mjög mikilvægt að það verði framkvæmd eftirlitskönnun á öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi á landinu til þess að efla traust á þessum markaði til þess að neytendur og lögaðilar í landinu geti treyst því að bílar sem þeir fá séu réttir og allt sé eins og það á að vera.“ Að sögn Breka Karlssonar er augljóst að um svik séu að ræða. Hann segir fólk geta sett sig í samband við Neytendasamtökin vilji það leita réttar síns. „Við teljum það vera augljóst að það sé réttur þeirra sem keyptu þessa bíla að rifta þessum samningum. Þetta eru augljós svik hjá þessum aðilum sem þeir hafa gengist við og við teljum að fólk eigi að leita réttar síns.“
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Procar Tengdar fréttir Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55 Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55
Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17