Almenningssamgöngur fyrir allt landið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 14. febrúar 2019 13:00 Skilvirkar samgöngur eru undirstaða verðmætasköpunar. Almenningssamgöngur eru stór liður í þeirri breytu ásamt því að ná settum markmiðum í umhverfismálum. Sterkt almenningssamgöngukerfi um land allt, sem tengir saman byggðakjarna landsins og höfuðborgarsvæðið við landsbyggðina, er forsenda þess að jafna stöðu landsmanna og færa okkur nær hvert öðru. Notkun á almenningssamgöngum verður ekki aukin nema að þjónustustigið taki mið af þörfum notandans þar sem lykilatriði er að hægt sé að rata um leiðakerfið með skjótum og einföldum hætti. Nýrri stefnu ríkisins um almenningssamgöngur sem mótuð hefur verið í fyrsta sinn er ætlað að tryggja að þær verði raunhæfur valkostur fyrir alla landsmenn.Jafnt aðgengi Markmið núverandi ríkisstjórnar er að jafna aðgengi að þjónustu og til atvinnu. Í stjórnarsáttmálanum er lögð áhersla á að byggja áfram upp almenningssamgöngur um land allt, gera innanlandsflug að hagkvæmari kosti fyrir íbúa og að stutt verði við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Nýsamþykkt samgönguáætlun á Alþingi kveður á um að almenningssamgöngur verði skipulagðar sem heildstætt kerfi og í byggðaáætlun er lög áhersla á að skilgreina net almenningssamgangna á landinu öllu og reglur mótaðar um niðurgreiðslu fargjalda.Vandamálin víkja Helstu viðfangsefni og vandamál í almenningssamgöngum hér á landi eru viðvarandi halli á rekstri almenningsvagna milli byggða, hátt farmiðaverð, rjómafleytingar einkafyrirtækja, skortur á yfirsýn og erfiðar tengingar milli samgöngumáta. Þar fyrir utan er Ísland eitt erfiðasta svæði í heimi til reksturs almenningssamgangna, en þær þrífast að jafnaði best í fjölmenni og ekki síst þar sem íbúaþéttleiki er hár. Núverandi skipulag almenningssamgangna í lofti, láði og legi milli byggða byggir á þróun sem hefur átt sér stað yfir áratuga skeið og hafa samgöngumátarnir þrír verið reknir að stærstum hluta hver á sinn hátt, án heildarsýnar.Eitt leiðakerfi og sameiginleg upplýsingagátt Lykilatriði í nýju stefnumótuninni eru bætt þjónustustig, sameiginleg upplýsingaveita og þéttari tengingarnar svo ferðamátinn sé sem þægilegastur. Þá er lagt til að upplýsingar um áfangastaði og tímasetningar verði aðgengilegar og stefnt að því að öllum upplýsingum um leiðakerfi almenningssamgangna verði komið á einn gagnvirkan upplýsingavef. Fyrir farþega er lykilatriði að hægt sé að rata um leiðakerfið með skjótum og einföldum hætti. Sá sem ætlar að fara frá Vopnafirði til Ísafjarðar eða Kaupmannahafnar til Dalvíkur á ekki að þurfa að leita að fari nema í einni gátt. Upplifunin þarf að vera að eitt far sé pantað, óháð staðsetningu. Ný drög að heildstæðri stefnu um almenningssamgöngur fara nú til umsagnar til almennings í samráðsgátt stjórnvalda. Stefnan er rökrétt framhald af nýrri samgönguáætlun sem Alþingi hefur samþykkt og verður leiðarljós að bættri þjónustu fyrir almenning. Ég hvet sem flesta til þess að kynna sér tillögurnar á vef samráðsgáttar – samradsgatt.island.is – og vænti þess að sú stefnumótun sem lögð er hér fram muni tryggja áreiðanlega og góða þjónustu til allra landsmanna, stuðla að bættum þjóðarhag og styrkja byggðir landsins í sessi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Skilvirkar samgöngur eru undirstaða verðmætasköpunar. Almenningssamgöngur eru stór liður í þeirri breytu ásamt því að ná settum markmiðum í umhverfismálum. Sterkt almenningssamgöngukerfi um land allt, sem tengir saman byggðakjarna landsins og höfuðborgarsvæðið við landsbyggðina, er forsenda þess að jafna stöðu landsmanna og færa okkur nær hvert öðru. Notkun á almenningssamgöngum verður ekki aukin nema að þjónustustigið taki mið af þörfum notandans þar sem lykilatriði er að hægt sé að rata um leiðakerfið með skjótum og einföldum hætti. Nýrri stefnu ríkisins um almenningssamgöngur sem mótuð hefur verið í fyrsta sinn er ætlað að tryggja að þær verði raunhæfur valkostur fyrir alla landsmenn.Jafnt aðgengi Markmið núverandi ríkisstjórnar er að jafna aðgengi að þjónustu og til atvinnu. Í stjórnarsáttmálanum er lögð áhersla á að byggja áfram upp almenningssamgöngur um land allt, gera innanlandsflug að hagkvæmari kosti fyrir íbúa og að stutt verði við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Nýsamþykkt samgönguáætlun á Alþingi kveður á um að almenningssamgöngur verði skipulagðar sem heildstætt kerfi og í byggðaáætlun er lög áhersla á að skilgreina net almenningssamgangna á landinu öllu og reglur mótaðar um niðurgreiðslu fargjalda.Vandamálin víkja Helstu viðfangsefni og vandamál í almenningssamgöngum hér á landi eru viðvarandi halli á rekstri almenningsvagna milli byggða, hátt farmiðaverð, rjómafleytingar einkafyrirtækja, skortur á yfirsýn og erfiðar tengingar milli samgöngumáta. Þar fyrir utan er Ísland eitt erfiðasta svæði í heimi til reksturs almenningssamgangna, en þær þrífast að jafnaði best í fjölmenni og ekki síst þar sem íbúaþéttleiki er hár. Núverandi skipulag almenningssamgangna í lofti, láði og legi milli byggða byggir á þróun sem hefur átt sér stað yfir áratuga skeið og hafa samgöngumátarnir þrír verið reknir að stærstum hluta hver á sinn hátt, án heildarsýnar.Eitt leiðakerfi og sameiginleg upplýsingagátt Lykilatriði í nýju stefnumótuninni eru bætt þjónustustig, sameiginleg upplýsingaveita og þéttari tengingarnar svo ferðamátinn sé sem þægilegastur. Þá er lagt til að upplýsingar um áfangastaði og tímasetningar verði aðgengilegar og stefnt að því að öllum upplýsingum um leiðakerfi almenningssamgangna verði komið á einn gagnvirkan upplýsingavef. Fyrir farþega er lykilatriði að hægt sé að rata um leiðakerfið með skjótum og einföldum hætti. Sá sem ætlar að fara frá Vopnafirði til Ísafjarðar eða Kaupmannahafnar til Dalvíkur á ekki að þurfa að leita að fari nema í einni gátt. Upplifunin þarf að vera að eitt far sé pantað, óháð staðsetningu. Ný drög að heildstæðri stefnu um almenningssamgöngur fara nú til umsagnar til almennings í samráðsgátt stjórnvalda. Stefnan er rökrétt framhald af nýrri samgönguáætlun sem Alþingi hefur samþykkt og verður leiðarljós að bættri þjónustu fyrir almenning. Ég hvet sem flesta til þess að kynna sér tillögurnar á vef samráðsgáttar – samradsgatt.island.is – og vænti þess að sú stefnumótun sem lögð er hér fram muni tryggja áreiðanlega og góða þjónustu til allra landsmanna, stuðla að bættum þjóðarhag og styrkja byggðir landsins í sessi.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun