Manni fer nú ekkert fram Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. febrúar 2019 14:00 "Þegar maður er kominn á eftirlaun er erfitt að segja hvað eru frístundir og hvað ekki,“ segir Vésteinn. Fréttablaðið/Ernir Vésteinn Ólason, prófessor og fyrrverandi forstöðumaður Árnastofnunar, er áttræður í dag. Hann heldur góðri heilsu og lætur enn muna um sig í fræða- og útgáfustörfum. „Það er ótrúlegt að þú sért áttræður,“ segi ég ósjálfrátt er ég hitti Véstein Ólason prófessor á heimili sínu og Unnar Alexöndru Jónsdóttur kennara við Klapparstíginn. „Já, þetta er samningur,“ segir hann kíminn. Hann er nýkominn inn frá því að viðra hundinn og Unnur tekur seppa í fangið svo hann verði ekki með gestalæti en við Vésteinn tyllum okkur í stofunni. Vésteinn var forstöðumaður Árnastofnunar síðustu tíu ár starfsævinnar en þó svo henni hafi átt að ljúka fyrir tíu árum kveðst hann ekki sverja af sér að vera enn að stússast í fræðunum. „Ég vinn samt ekki fullan vinnudag, manni fer nú ekkert fram með aldrinum. En það sem ég er aðallega að fást við núna er að ljúka verkefni sem ég byrjaði á þegar ég var á Árnastofnun. Það er Konungsbók Eddukvæða. Við erum að gera rafræna útgáfu af henni sem er þannig að þar er hægt að gera alls konar rannsóknir, umfram þær sem gerðar verða með venjulegri bók. Henni fylgir svo bók með nákvæmum texta og þremur ritgerðum, þannig að það verður búið að lýsa henni betur og nákvæmar en nokkurri annarri bók á Íslandi. Þetta verkefni er alveg á lokasprettinum. Ég er að lesa prófarkir og vona að við komum bókinni út í vor. Svo er annað sem ég er að grípa í. Fyrir 20 árum kom út bók sem heitir Samræður við söguöld, hún kom út á ensku um leið en er uppseld. Nú er verið að gefa hana út í rafbók hjá Forlaginu því stúdentar hingað og þangað nota þær og geta nálgast á netinu.“ Notar þú rafbækur sjálfur? „Já, svolítið, ég er ekkert mjög spenntur fyrir því en unga fólkið bæði sparar sér fé með því og nær strax í bókina.“ Nú berst talið að tómstundum þeirra hjóna. „Þegar maður er kominn á eftirlaun er erfitt að segja hvað eru frístundir og hvað ekki,“ segir Vésteinn brosandi. „En við göngum með hundinn, ferðumst stundum og eigum bústað austur í Grímsnesi sem við förum í, sérstaklega á sumrin, en líka að vetrinum um helgar. Svo förum við á tónleika. Erum svo vel staðsett að við erum fimm mínútur að labba í Hörpu og Þjóðleikhúsið. Svo fer hluti af tómstundunum í að hitta afkomendurna. Við eigum tvö börn, þrjú barnabörn og eitt barna-barnabarn.“ Vésteinn segir eitt og hálft ár síðan þau hjón fluttu á Klapparstíginn eftir að hafa búið í sama húsinu vestur í bæ í 45 ár. „Þetta er ágætt, aðeins minna pláss og útsýnið gott yfir flóann.“ Ætlarðu að halda upp á daginn? forvitnast ég. „Við erum að gera það í smáskömmtum. Héldum svolítið stórt upp á sjötugsafmælið en nú erum við að fá fjölskylduna hingað heim í smá hópum. Það verður lítið um að vera á afmælinu sjálfu, en einhverjir koma. Við erum alltaf með heitt á könnunni, líka fyrir okkur sjálf, ég er óttalegur kaffisvelgur og vil hafa það sterkt!“ Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Hver er uppáhalds bókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fleiri fréttir Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Sjá meira
Vésteinn Ólason, prófessor og fyrrverandi forstöðumaður Árnastofnunar, er áttræður í dag. Hann heldur góðri heilsu og lætur enn muna um sig í fræða- og útgáfustörfum. „Það er ótrúlegt að þú sért áttræður,“ segi ég ósjálfrátt er ég hitti Véstein Ólason prófessor á heimili sínu og Unnar Alexöndru Jónsdóttur kennara við Klapparstíginn. „Já, þetta er samningur,“ segir hann kíminn. Hann er nýkominn inn frá því að viðra hundinn og Unnur tekur seppa í fangið svo hann verði ekki með gestalæti en við Vésteinn tyllum okkur í stofunni. Vésteinn var forstöðumaður Árnastofnunar síðustu tíu ár starfsævinnar en þó svo henni hafi átt að ljúka fyrir tíu árum kveðst hann ekki sverja af sér að vera enn að stússast í fræðunum. „Ég vinn samt ekki fullan vinnudag, manni fer nú ekkert fram með aldrinum. En það sem ég er aðallega að fást við núna er að ljúka verkefni sem ég byrjaði á þegar ég var á Árnastofnun. Það er Konungsbók Eddukvæða. Við erum að gera rafræna útgáfu af henni sem er þannig að þar er hægt að gera alls konar rannsóknir, umfram þær sem gerðar verða með venjulegri bók. Henni fylgir svo bók með nákvæmum texta og þremur ritgerðum, þannig að það verður búið að lýsa henni betur og nákvæmar en nokkurri annarri bók á Íslandi. Þetta verkefni er alveg á lokasprettinum. Ég er að lesa prófarkir og vona að við komum bókinni út í vor. Svo er annað sem ég er að grípa í. Fyrir 20 árum kom út bók sem heitir Samræður við söguöld, hún kom út á ensku um leið en er uppseld. Nú er verið að gefa hana út í rafbók hjá Forlaginu því stúdentar hingað og þangað nota þær og geta nálgast á netinu.“ Notar þú rafbækur sjálfur? „Já, svolítið, ég er ekkert mjög spenntur fyrir því en unga fólkið bæði sparar sér fé með því og nær strax í bókina.“ Nú berst talið að tómstundum þeirra hjóna. „Þegar maður er kominn á eftirlaun er erfitt að segja hvað eru frístundir og hvað ekki,“ segir Vésteinn brosandi. „En við göngum með hundinn, ferðumst stundum og eigum bústað austur í Grímsnesi sem við förum í, sérstaklega á sumrin, en líka að vetrinum um helgar. Svo förum við á tónleika. Erum svo vel staðsett að við erum fimm mínútur að labba í Hörpu og Þjóðleikhúsið. Svo fer hluti af tómstundunum í að hitta afkomendurna. Við eigum tvö börn, þrjú barnabörn og eitt barna-barnabarn.“ Vésteinn segir eitt og hálft ár síðan þau hjón fluttu á Klapparstíginn eftir að hafa búið í sama húsinu vestur í bæ í 45 ár. „Þetta er ágætt, aðeins minna pláss og útsýnið gott yfir flóann.“ Ætlarðu að halda upp á daginn? forvitnast ég. „Við erum að gera það í smáskömmtum. Héldum svolítið stórt upp á sjötugsafmælið en nú erum við að fá fjölskylduna hingað heim í smá hópum. Það verður lítið um að vera á afmælinu sjálfu, en einhverjir koma. Við erum alltaf með heitt á könnunni, líka fyrir okkur sjálf, ég er óttalegur kaffisvelgur og vil hafa það sterkt!“
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Hver er uppáhalds bókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fleiri fréttir Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Sjá meira