Stefnt að samþættingu allra almenningssamgangna Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2019 11:39 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, kynnti tillögurnar á fundi í Perlunni í morgun. vísir/vilhelm Samgönguráðherra stefnir að því að allar almenningssamgöngur í landinu verði samræmdar þannig að fólk geti keypt blandaðan farmiða með ólíkum farakostum. Komið verði upp skiptistöðvum víðs vegar um landið og almenningssamgöngur niðurgreiddar. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra kynnti í morgun skýrslu um samræmingu almenningssamgangna sem komin er í samráðsgátt stjórnvalda og boðar lagafrumvörp í haust. Unnið hafi verið að áætlunum um samþættingu samgangna í lofti, áði og legi í um eitt ár. „Í eina samþætta stefnu með einni upplýsingaveitu eins og við sjáum. Byggja upp almenningsamgöngur í þeim takti sem bæði stendur í ríkisstjórnarsáttmála en er líka þörf fyrir í samfélaginu. Til að takast á við áskoranir í loftlagsmálum og breyttar ferðavenjur fólks,” segir Sigurður Ingi. Í skýrslunni sem kynnt var í morgun kemur fram að farþegum með almenningssamgöngum á landinu hefur fjölgað töluvert á undanförnum árum en fjöldinn stendur nokkurn veginn í stað með ferjum og flugi. En á næsta ári taka gildi lög um niðurgreiðslu á fargjöldum í flugi fyrir íbúa sem búa hvað fjærst höfuðborgarsvæðinu. Samgönguráðherra segir stefnt að því að almeningssamgöngur verði raunhæfur kostur þannig að fólk geti keypt farmiða með öllum almenningssamgöngum á einum stað og greitt fyrir blandaðan miða. „Við höfum séð að það hefur gengið ágætlega á Norðurlöndunum. Það er lykilatiði að hafa þá aðgang að upplýsingum frá fyrirtækjum. Líka frá einkafyrirtækjum. Við gætum þurft lagabreytingar á þessu sviði. Síðan er eiginlega óendanlegu akur þar sem menn geta þróað þjónustu til borgaranna til að hjálpa þeim að eiga auðveldar með að velja almenningssamgöngur sem raunverulegan valkost,” segir samgönguráðherra. Margt bendi til að deilihagkerfið geti þróast sem hluti af þessari þjónustu ekki hvað síst á landsbyggðinni. Borgarlínan rími vel við þetta verkefni. Ríkið muni koma að uppbyggingu nauðsynlegra skiptistöðva um landið og niðurgreiða almenningssamgöngur meira en nú er. „Það hefur verið stefnan að auka það og við erum með skýra stefnu í þessum málum. Til að mynda er nú þegar búið að samþiggja á Alþingi stuðningsleið í fluginu. Svo kallaða skorska leið; niðurgreiðslu til þeirra sem búa lengst frá höfuðborgarsvæðinu. Í sambandi við strætóinn hefur verið rætt um að ríkið muni taka að sér um 80 prósent af kostnaðinum,” segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Samgöngur Strætó Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Samgönguráðherra stefnir að því að allar almenningssamgöngur í landinu verði samræmdar þannig að fólk geti keypt blandaðan farmiða með ólíkum farakostum. Komið verði upp skiptistöðvum víðs vegar um landið og almenningssamgöngur niðurgreiddar. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra kynnti í morgun skýrslu um samræmingu almenningssamgangna sem komin er í samráðsgátt stjórnvalda og boðar lagafrumvörp í haust. Unnið hafi verið að áætlunum um samþættingu samgangna í lofti, áði og legi í um eitt ár. „Í eina samþætta stefnu með einni upplýsingaveitu eins og við sjáum. Byggja upp almenningsamgöngur í þeim takti sem bæði stendur í ríkisstjórnarsáttmála en er líka þörf fyrir í samfélaginu. Til að takast á við áskoranir í loftlagsmálum og breyttar ferðavenjur fólks,” segir Sigurður Ingi. Í skýrslunni sem kynnt var í morgun kemur fram að farþegum með almenningssamgöngum á landinu hefur fjölgað töluvert á undanförnum árum en fjöldinn stendur nokkurn veginn í stað með ferjum og flugi. En á næsta ári taka gildi lög um niðurgreiðslu á fargjöldum í flugi fyrir íbúa sem búa hvað fjærst höfuðborgarsvæðinu. Samgönguráðherra segir stefnt að því að almeningssamgöngur verði raunhæfur kostur þannig að fólk geti keypt farmiða með öllum almenningssamgöngum á einum stað og greitt fyrir blandaðan miða. „Við höfum séð að það hefur gengið ágætlega á Norðurlöndunum. Það er lykilatiði að hafa þá aðgang að upplýsingum frá fyrirtækjum. Líka frá einkafyrirtækjum. Við gætum þurft lagabreytingar á þessu sviði. Síðan er eiginlega óendanlegu akur þar sem menn geta þróað þjónustu til borgaranna til að hjálpa þeim að eiga auðveldar með að velja almenningssamgöngur sem raunverulegan valkost,” segir samgönguráðherra. Margt bendi til að deilihagkerfið geti þróast sem hluti af þessari þjónustu ekki hvað síst á landsbyggðinni. Borgarlínan rími vel við þetta verkefni. Ríkið muni koma að uppbyggingu nauðsynlegra skiptistöðva um landið og niðurgreiða almenningssamgöngur meira en nú er. „Það hefur verið stefnan að auka það og við erum með skýra stefnu í þessum málum. Til að mynda er nú þegar búið að samþiggja á Alþingi stuðningsleið í fluginu. Svo kallaða skorska leið; niðurgreiðslu til þeirra sem búa lengst frá höfuðborgarsvæðinu. Í sambandi við strætóinn hefur verið rætt um að ríkið muni taka að sér um 80 prósent af kostnaðinum,” segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Samgöngur Strætó Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira