Að sögn heimildarmannsins hafði Bloom skipulagt bónorðið í langan tíma og beðið foreldra Perry um leyfi eins og tíðkaðist áður fyrr. Perry ólst upp í mjög trúaðri fjölskyldu og má leiða líkur að því að það hafi spilað stóran þátt í ákvörðun Bloom um að biðja um leyfi.
Perry birti mynd af sér og Bloom á Instagram-síðu sinni þar sem hringurinn er í forgrunni. Hringurinn líkist blómi með bleikum stein í miðjunni.
full bloomView this post on Instagram
A post shared by KATY PERRY (@katyperry) on Feb 15, 2019 at 2:07am PST
Þá segir heimildarmaðurinn að parið sé farið að huga að barneignum og ætli Perry því að draga úr tónleikahaldi á næstunni. Þau vilja hefjast handa við að stofna fjölskyldu sem fyrst en Bloom á fyrir soninn Flynn úr fyrra hjónabandi með fyrirsætunni Miröndu Kerr og er hann átta ára gamall.