Björgunarskipið Ingibjörg heldur hér af stað frá höfn í Höfn í HornafirðiBjörgunarfélag Hornafjarðar
Félagar úr Björgunarfélagi Hornafjarðar fengu fyrr í dag útkall um vélarvana bát sem rak á hafi úti, níu sjómílur út af Stokksnesi. Sveit fimm félagsmanna hélt því á haf út á björgunarskipinu Ingibjörgu.
Báturinn hafði verið við veiðar þegar hann missti samband við stýrið og rak hann því stjórnlaust frá landi.
Ferðin að bátnum gekk vel þrátt fyrir einhvern velting á hafi. Eftir að hafa borist útkallið klukkan 12:44 var björgunarskipið Ingibjörg komið á staðinn klukkan 14:10.
Vélarvana báturinn var því næst dreginn í átt að landi eins og sést á myndbandi sem birt var á Facebook síðu Björgunarfélagsins.