Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Andri Eysteinsson skrifar 17. febrúar 2019 12:04 Guðmundur Andri og Birgir voru gestir á Sprengisandi í dag. Vísir/Vilhelm „Ég óttast svolítið að þetta verði ógagnsætt, fólk verði rukkað hérna út og suður milli sveitarfélaga, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar um áform ríkisstjórnarinnar um veggjöld. Guðmundur Andri var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi ásamt Birgi Ármannssyni þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur Andri sagði hægt að veita fjármununum sem fást frá veggjöldum í ótal brýn verkefni um land allt, æskilegast fyndist honum þó að þau veggjöld sem hann myndi borga væru nýtt á svæðinu í kringum hann.Þeir borga sem nota á ekki við í uppbyggingu innviða Setningin „Þeir borga sem nota“ hefur verið mikið í umræðunni um veggjöldin, Guðmundur segir að sú stefna eigi ekki við í innviðum samfélagsins. „Þessi hugsun, þeir borga sem nota, mér finnst hún ekki eiga við þegar kemur að uppbyggingu innviða. Þetta getur átt við þegar um er að ræða óþarfa, munað eða lúxus en ekki við svona uppbyggingu,“ sagði Guðmundur Andri. Birgir Ármannsson var að vissu leyti sammála Guðmundi Andra. „Mér finnst æskilegast að gjaldtaka í vegakerfinu sé miðuð við tilteknar ákveðnar framkvæmdir, “ sagði Birgir og tók undir með flokksfélaga sínum Óla Birni Kárasyni sem var gestur Sprengisands í síðustu viku og sagði að ef veggjöld væru lögð á, hljóti það að þýða að önnur gjöld,sem leggjast á bifreiðareigendur, verði endurskoðuð.Ferðamenn viðbótargreiðendur í kerfinu Þáttur ferðamanna kom einnig upp í viðræðum þingmannanna, Guðmundur Andri spurði Birgi og Kristján þáttastjórnanda um aðkomu túrista. „Er ekki eitthvað sem er aldrei talað en hugsað, túristinn, hann borgar þetta?“ spurði Guðmundur Andri. Það er partur af þessu, það liggur fyrir að umferð túrista hefur aukist gríðarlega. Þeir eru auðvitað viðbótagreiðendur inn í svona system,“ sagði Birgir. Hlusta má á umræður þingmannanna í spilaranum hér að neðan. Alþingi Samgöngur Sprengisandur Vegtollar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Ég óttast svolítið að þetta verði ógagnsætt, fólk verði rukkað hérna út og suður milli sveitarfélaga, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar um áform ríkisstjórnarinnar um veggjöld. Guðmundur Andri var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi ásamt Birgi Ármannssyni þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur Andri sagði hægt að veita fjármununum sem fást frá veggjöldum í ótal brýn verkefni um land allt, æskilegast fyndist honum þó að þau veggjöld sem hann myndi borga væru nýtt á svæðinu í kringum hann.Þeir borga sem nota á ekki við í uppbyggingu innviða Setningin „Þeir borga sem nota“ hefur verið mikið í umræðunni um veggjöldin, Guðmundur segir að sú stefna eigi ekki við í innviðum samfélagsins. „Þessi hugsun, þeir borga sem nota, mér finnst hún ekki eiga við þegar kemur að uppbyggingu innviða. Þetta getur átt við þegar um er að ræða óþarfa, munað eða lúxus en ekki við svona uppbyggingu,“ sagði Guðmundur Andri. Birgir Ármannsson var að vissu leyti sammála Guðmundi Andra. „Mér finnst æskilegast að gjaldtaka í vegakerfinu sé miðuð við tilteknar ákveðnar framkvæmdir, “ sagði Birgir og tók undir með flokksfélaga sínum Óla Birni Kárasyni sem var gestur Sprengisands í síðustu viku og sagði að ef veggjöld væru lögð á, hljóti það að þýða að önnur gjöld,sem leggjast á bifreiðareigendur, verði endurskoðuð.Ferðamenn viðbótargreiðendur í kerfinu Þáttur ferðamanna kom einnig upp í viðræðum þingmannanna, Guðmundur Andri spurði Birgi og Kristján þáttastjórnanda um aðkomu túrista. „Er ekki eitthvað sem er aldrei talað en hugsað, túristinn, hann borgar þetta?“ spurði Guðmundur Andri. Það er partur af þessu, það liggur fyrir að umferð túrista hefur aukist gríðarlega. Þeir eru auðvitað viðbótagreiðendur inn í svona system,“ sagði Birgir. Hlusta má á umræður þingmannanna í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Samgöngur Sprengisandur Vegtollar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira