Segir ekki ástæðu til að endurskoða aðild Íslands að Schengen Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 19:45 Starfsmönnum sem sinna verkefnum tengdum Schengen-samstarfinu hefur ekki fjölgað í takt við fjölgun verkefna á undanförnum árum samkvæmt nýrri skýrslu. Leggja þarf mat á það til framtíðar hvernig Ísland hyggst beita sér innan Schengen en dómsmálaráðherra segir ekki ástæðu til að endurskoða aðild Íslands að samstarfinu. Ísland gekk í Schengen árið 1996 en samstarfið felst annars vegar í afnámi persónubundins eftirlits á innri landamærum Schengen-ríkja og hins vegar í samræmdum reglum um eftirlit á ytri landamærum. Dómsmálaráðherra kynnti í dag skýrslu um Schengen-samstarfið og þar sem meðal annars kemur fram að í síðustu úttekt sem gerð var á þátttöku Íslands í Schengen hafi komið í ljós að Ísland uppfylli ekki gæðakröfur og fram komu alvarlegir annmarkar á framkvæmd landamæraeftirlits á Keflavíkurflugvelli og bent var á alvarlega veikleika í stjórnskipulagi málaflokksins í heild. Þá skorti mannafla skorti til þess að framkvæmdin uppfylli gæðakröfur svo dæmi séu tekin. Úttektin kom að öðru leyti almennt ágætlega út. Dómsmálaráðherra segir að fámenni þjóðarinnar hafi í þessu sambandi sitt að segja en bendir á að Ísland geti tekið þátt í ákvarðanatöku og mótun stefnu innan Schengen-samstarfsins. „Við höfum ekki alveg almennilega getað fullnægt öllum þeim kröfum undanfarin ár en það stendur nú mjög til bóta enda var sett verulegt aukið fjármagn í það að uppfæra kerfið og setja upp ný kerfi við landamæravörslu, fjölga landamæravörðum sem að var auðvitað löngu tímabært, til dæmis í Keflavík. Þannig að þetta horfir nú allt til bóta,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Hún segir ekki ástæðu til að endurskoða aðild Íslands að Schengen. „Ávinningur Íslands af þessu samstarfi er mun meiri heldur en þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir vegna þess,“ segir Sigríður. Innan nokkurra ára verður tekið í gagnið nýtt kerfi innan Schengen sem felur í sér eins konar forskoðun ferðamanna. „Árið 2022 þá er áformað að taka hér upp kerfi sem er kallað ETIAS sem að svona í grófum dráttum mætti líkja við það sem að menn þekkja þegar þeir fara til Bandaríkjanna, Íslendingar sem njóta áritunarfrelsis til Bandaríkjanna, en þurfa að tilkynna komu sína og forskrá ferðalög sín inn til landsins,“ útskýrir Sigríður en þessi forskráning mun einungis eiga við um borgara þeirra ríkja sem njóta áritunarfrelsis inn á Schengen-svæðið. Ferðalög Utanríkismál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Starfsmönnum sem sinna verkefnum tengdum Schengen-samstarfinu hefur ekki fjölgað í takt við fjölgun verkefna á undanförnum árum samkvæmt nýrri skýrslu. Leggja þarf mat á það til framtíðar hvernig Ísland hyggst beita sér innan Schengen en dómsmálaráðherra segir ekki ástæðu til að endurskoða aðild Íslands að samstarfinu. Ísland gekk í Schengen árið 1996 en samstarfið felst annars vegar í afnámi persónubundins eftirlits á innri landamærum Schengen-ríkja og hins vegar í samræmdum reglum um eftirlit á ytri landamærum. Dómsmálaráðherra kynnti í dag skýrslu um Schengen-samstarfið og þar sem meðal annars kemur fram að í síðustu úttekt sem gerð var á þátttöku Íslands í Schengen hafi komið í ljós að Ísland uppfylli ekki gæðakröfur og fram komu alvarlegir annmarkar á framkvæmd landamæraeftirlits á Keflavíkurflugvelli og bent var á alvarlega veikleika í stjórnskipulagi málaflokksins í heild. Þá skorti mannafla skorti til þess að framkvæmdin uppfylli gæðakröfur svo dæmi séu tekin. Úttektin kom að öðru leyti almennt ágætlega út. Dómsmálaráðherra segir að fámenni þjóðarinnar hafi í þessu sambandi sitt að segja en bendir á að Ísland geti tekið þátt í ákvarðanatöku og mótun stefnu innan Schengen-samstarfsins. „Við höfum ekki alveg almennilega getað fullnægt öllum þeim kröfum undanfarin ár en það stendur nú mjög til bóta enda var sett verulegt aukið fjármagn í það að uppfæra kerfið og setja upp ný kerfi við landamæravörslu, fjölga landamæravörðum sem að var auðvitað löngu tímabært, til dæmis í Keflavík. Þannig að þetta horfir nú allt til bóta,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Hún segir ekki ástæðu til að endurskoða aðild Íslands að Schengen. „Ávinningur Íslands af þessu samstarfi er mun meiri heldur en þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir vegna þess,“ segir Sigríður. Innan nokkurra ára verður tekið í gagnið nýtt kerfi innan Schengen sem felur í sér eins konar forskoðun ferðamanna. „Árið 2022 þá er áformað að taka hér upp kerfi sem er kallað ETIAS sem að svona í grófum dráttum mætti líkja við það sem að menn þekkja þegar þeir fara til Bandaríkjanna, Íslendingar sem njóta áritunarfrelsis til Bandaríkjanna, en þurfa að tilkynna komu sína og forskrá ferðalög sín inn til landsins,“ útskýrir Sigríður en þessi forskráning mun einungis eiga við um borgara þeirra ríkja sem njóta áritunarfrelsis inn á Schengen-svæðið.
Ferðalög Utanríkismál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira