Svarið við ófærð að fá vélsleðamenn á hótelið Kristján Már Unnarsson skrifar 18. febrúar 2019 20:30 Hópur vélsleðamanna framan við Hótel Djúpavík. Mynd/Hótel Djúpavík. Hótel Djúpavík er orðinn stærsti vinnustaður Árneshrepps en líður fyrir það að vegurinn þangað er ófær yfir háveturinn. Svar ráðamanna hótelsins er að gera út á vélsleðamenn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og þættinum „Um land allt“. Djúpavík er þekktust fyrir gömlu síldarverksmiðjuna, sem starfrækt var til ársins 1956. En fyrst viljum við fá á hreint hvernig heimamenn beygja nafnið. -Segið þið „í Djúpavík“ eða „í Djúpuvík“? „Djúpavík“ svarar Ásbjörn Þorgilsson, staðarhaldari í Djúpavík.Frá Djúpavík. Síldaverksmiðjan fjær. Hótelið er í rauða húsinu næst, kvennabragganum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þau Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti og Ásbjörn fluttu þangað árið 1985 og breyttu fljótlega kvennabragganum í hótel, sem jafnframt hefur verið þeirra heimili. „Við erum í herbergi númer eitt. Svo var dóttir okkar í herbergi númer tvö, yngri sonurinn í herbergi þrjú og eldri sonurinn í herbergi fjögur,“ segir Eva.Eva Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi hótelstjóri og oddviti Árneshrepps.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Frægð Djúpavíkur jókst eftir að Hrafn Gunnlaugsson tók upp myndina „Blóðrautt sólarlag“ árið 1976 en svo kom Hollywood. „Það var verið að taka Justice League hérna fyrir tveimur árum og svo hafa Sigurrós haldið hérna tónleika,“ nefnir Eva en þau hafa hýst meðal annarra leikarann Viggo Mortensen.Þetta norska skemmtiferðaskip kom tvisvar til Djúpavíkur í fyrrasumar.Mynd/Hótel Djúpavík.Og nú er þetta fræga eyðiþorp orðið fjölmennasti vinnustaður Árneshrepps og vekur kannski von um að byggðin eigi sér framtíð. Á sumrin eru allt að tólf starfsmenn á hótelinu en fjórir yfir veturinn. „Við eigum þvílíka mergð af fastagestum, sem koma hérna ár eftir ár, eða annaðhvert ár, - alveg heilu fjölskyldurnar, - aftur og aftur,“ segir Ásbjörn.Ásbjörn Þorgilsson, staðarhaldari í Djúpavík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En eru ferðamenn að koma meira og minna allt árið? „Þegar er opinn vegurinn þá kemur fólk,“ svarar Eva. Vandinn er að núna um miðjan febrúar er ófært en reglur Vegagerðarinnar segja að ekki eigi að moka fyrr en eftir 20. mars. „Í raun og veru geri ég ekki annað en að hafna ferðamönnum um að koma hingað á veturna út af vegasamgöngum,“ segir Magnús Karl Pétursson, tengdasonur þeirra Evu og Ásbjörns, sem tekinn er við sem hótelstjóri.Magnús Karl Pétursson hótelstjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þau hafa brugðist við með því að gera út á vélsleðamenn. „Þeir koma þá yfir fjallið frá Hólmavík. Við sjáum um að hýsa þá og gefa þeim að borða og drekka. Svo förum við með þá daginn eftir upp á jökul og norður fyrir. Þetta hefur alveg slegið í gegn,“ segir Magnús en þau fengu í fyrravetur 180 manns á sleðum. Árneshreppur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Verzlunarfjelag Árneshrepps stofnað af sveitungum Íbúar í Árneshreppi héldu á föstudaginn stofnfund félags um verslun í hreppnum eftir að verslun lagðist þar af í haust. 5. febrúar 2019 10:31 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Verða snarruglaðir fyrir sunnan ef eitthvað á að gera fyrir Vestfirði Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árneshrepps um hvort Hvalárvirkjun muni styðja við heilsársbyggð í hreppnum. Íbúar upplifa deilur um virkjunina þannig að fólk fyrir sunnan vilji taka völdin af heimamönnum. 11. febrúar 2019 20:00 Fólkið í Árneshreppi sagt með eindæmum þrjóskt og þrautseigt Svartsýni ríkir í Árneshreppi um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag. 4. febrúar 2019 21:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hótel Djúpavík er orðinn stærsti vinnustaður Árneshrepps en líður fyrir það að vegurinn þangað er ófær yfir háveturinn. Svar ráðamanna hótelsins er að gera út á vélsleðamenn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og þættinum „Um land allt“. Djúpavík er þekktust fyrir gömlu síldarverksmiðjuna, sem starfrækt var til ársins 1956. En fyrst viljum við fá á hreint hvernig heimamenn beygja nafnið. -Segið þið „í Djúpavík“ eða „í Djúpuvík“? „Djúpavík“ svarar Ásbjörn Þorgilsson, staðarhaldari í Djúpavík.Frá Djúpavík. Síldaverksmiðjan fjær. Hótelið er í rauða húsinu næst, kvennabragganum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þau Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti og Ásbjörn fluttu þangað árið 1985 og breyttu fljótlega kvennabragganum í hótel, sem jafnframt hefur verið þeirra heimili. „Við erum í herbergi númer eitt. Svo var dóttir okkar í herbergi númer tvö, yngri sonurinn í herbergi þrjú og eldri sonurinn í herbergi fjögur,“ segir Eva.Eva Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi hótelstjóri og oddviti Árneshrepps.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Frægð Djúpavíkur jókst eftir að Hrafn Gunnlaugsson tók upp myndina „Blóðrautt sólarlag“ árið 1976 en svo kom Hollywood. „Það var verið að taka Justice League hérna fyrir tveimur árum og svo hafa Sigurrós haldið hérna tónleika,“ nefnir Eva en þau hafa hýst meðal annarra leikarann Viggo Mortensen.Þetta norska skemmtiferðaskip kom tvisvar til Djúpavíkur í fyrrasumar.Mynd/Hótel Djúpavík.Og nú er þetta fræga eyðiþorp orðið fjölmennasti vinnustaður Árneshrepps og vekur kannski von um að byggðin eigi sér framtíð. Á sumrin eru allt að tólf starfsmenn á hótelinu en fjórir yfir veturinn. „Við eigum þvílíka mergð af fastagestum, sem koma hérna ár eftir ár, eða annaðhvert ár, - alveg heilu fjölskyldurnar, - aftur og aftur,“ segir Ásbjörn.Ásbjörn Þorgilsson, staðarhaldari í Djúpavík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En eru ferðamenn að koma meira og minna allt árið? „Þegar er opinn vegurinn þá kemur fólk,“ svarar Eva. Vandinn er að núna um miðjan febrúar er ófært en reglur Vegagerðarinnar segja að ekki eigi að moka fyrr en eftir 20. mars. „Í raun og veru geri ég ekki annað en að hafna ferðamönnum um að koma hingað á veturna út af vegasamgöngum,“ segir Magnús Karl Pétursson, tengdasonur þeirra Evu og Ásbjörns, sem tekinn er við sem hótelstjóri.Magnús Karl Pétursson hótelstjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þau hafa brugðist við með því að gera út á vélsleðamenn. „Þeir koma þá yfir fjallið frá Hólmavík. Við sjáum um að hýsa þá og gefa þeim að borða og drekka. Svo förum við með þá daginn eftir upp á jökul og norður fyrir. Þetta hefur alveg slegið í gegn,“ segir Magnús en þau fengu í fyrravetur 180 manns á sleðum.
Árneshreppur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Verzlunarfjelag Árneshrepps stofnað af sveitungum Íbúar í Árneshreppi héldu á föstudaginn stofnfund félags um verslun í hreppnum eftir að verslun lagðist þar af í haust. 5. febrúar 2019 10:31 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Verða snarruglaðir fyrir sunnan ef eitthvað á að gera fyrir Vestfirði Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árneshrepps um hvort Hvalárvirkjun muni styðja við heilsársbyggð í hreppnum. Íbúar upplifa deilur um virkjunina þannig að fólk fyrir sunnan vilji taka völdin af heimamönnum. 11. febrúar 2019 20:00 Fólkið í Árneshreppi sagt með eindæmum þrjóskt og þrautseigt Svartsýni ríkir í Árneshreppi um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag. 4. febrúar 2019 21:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Verzlunarfjelag Árneshrepps stofnað af sveitungum Íbúar í Árneshreppi héldu á föstudaginn stofnfund félags um verslun í hreppnum eftir að verslun lagðist þar af í haust. 5. febrúar 2019 10:31
Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30
Verða snarruglaðir fyrir sunnan ef eitthvað á að gera fyrir Vestfirði Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árneshrepps um hvort Hvalárvirkjun muni styðja við heilsársbyggð í hreppnum. Íbúar upplifa deilur um virkjunina þannig að fólk fyrir sunnan vilji taka völdin af heimamönnum. 11. febrúar 2019 20:00
Fólkið í Árneshreppi sagt með eindæmum þrjóskt og þrautseigt Svartsýni ríkir í Árneshreppi um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag. 4. febrúar 2019 21:00