Maðurinn á kossamyndinni frægu frá 1945 er látinn Atli Ísleifsson skrifar 18. febrúar 2019 23:55 George Mendonsa var á sínu fyrsta stefnumóti með konunni sem síðar átti eftir að verða eiginkona hans þegar myndin fræga var tekin. Það var þó ekki konan sem hann kyssti. Getty Bandaríkjamaðurinn George Mendonsa er látinn, 95 ára að aldri. Það eru líklegast fáir sem þekkja nafn Mendonsa en hann er sá birtist á einni frægustu ljósmynd sögunnar frá árinu 1945 þar sem sést til hans smella rembingskossi á konu á Times-torgi í New York eftir að fréttir bárust af uppgjöf Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Tugir þúsunda komu saman á Times-torgi til að fagna tíðindunum þann 14. ágúst 1945. Í þeirra hópi var ljósmyndarinn Alfred Eisenstaedt sem starfaði hjá tímaritinu Life, sjóliðinn Mendonsa og hjúkrunarfræðingurinn Greta Zimmer Friedman. „Þetta bara gerðist. Maður var kominn aftur heim frá Kyrrahafi og stríðinu var loks lokið,“ sagði Mendonsa í viðtali við CBS árið 2012. „Það var gleðin vegna stríðslokanna og svo var ég búinn að drekka slatta. Þannig að þegar ég sá hjúkrunarfræðinginn, greip ég um hann og kyssti,“ sagði Mendonsa. Hjúkrunarfræðingurinn var hin 21 árs gamla Zimmer Friedman sem var í vinnunni sinni þegar tók að spyrjast út að Japanir hefðu gefist upp í kjölfar kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki. Hélt hún þá út á Times-torg þar sem Mendonsa kyssti hana.Getty„Skyndilega greip sjóliði um mig. Þetta var nú ekki merkilegur koss. Frekar einhver fagnaðarlæti. Síðar frétti ég af því að hann hafi verið svo ánægður að þurfa ekki að fara aftur á Kyrrahaf þar sem hann hafði verið á meðan á stríðinu stóð,“ sagði Zimmer Friedman í viðtali árið 2005. Ljósmynd Eisenstaedt birtist í tímaritinu Life og er ein frægasta fréttamynd tuttugustu aldarinnar.Var á stefnumóti með annarri konu Á þeim degi þegar myndin var tekin var Mendonsa á Times-torgi á sínu fyrsta stefnumóti með annarri konu – konu sem hann átti síðar eftir að giftast. „Ég hef aldrei verið reið vegna þess að George kyssti aðra konu á okkar fyrsta stefnumóti,“ sagði Rita í samtali við Daily Mail árið 2012. „George hefur hins vegar aldrei kysst mig svona.“ George Mendonsa andaðist á hjúkrunarheimili í Middleton í Rhide Island þar sem hann bjó með Ritu, eiginkonu sinni til sjötíu ára. Greta Zimmer Friedman lést fyrir tveimur árum, 92 ára að aldri. Andlát Bandaríkin Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn George Mendonsa er látinn, 95 ára að aldri. Það eru líklegast fáir sem þekkja nafn Mendonsa en hann er sá birtist á einni frægustu ljósmynd sögunnar frá árinu 1945 þar sem sést til hans smella rembingskossi á konu á Times-torgi í New York eftir að fréttir bárust af uppgjöf Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Tugir þúsunda komu saman á Times-torgi til að fagna tíðindunum þann 14. ágúst 1945. Í þeirra hópi var ljósmyndarinn Alfred Eisenstaedt sem starfaði hjá tímaritinu Life, sjóliðinn Mendonsa og hjúkrunarfræðingurinn Greta Zimmer Friedman. „Þetta bara gerðist. Maður var kominn aftur heim frá Kyrrahafi og stríðinu var loks lokið,“ sagði Mendonsa í viðtali við CBS árið 2012. „Það var gleðin vegna stríðslokanna og svo var ég búinn að drekka slatta. Þannig að þegar ég sá hjúkrunarfræðinginn, greip ég um hann og kyssti,“ sagði Mendonsa. Hjúkrunarfræðingurinn var hin 21 árs gamla Zimmer Friedman sem var í vinnunni sinni þegar tók að spyrjast út að Japanir hefðu gefist upp í kjölfar kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki. Hélt hún þá út á Times-torg þar sem Mendonsa kyssti hana.Getty„Skyndilega greip sjóliði um mig. Þetta var nú ekki merkilegur koss. Frekar einhver fagnaðarlæti. Síðar frétti ég af því að hann hafi verið svo ánægður að þurfa ekki að fara aftur á Kyrrahaf þar sem hann hafði verið á meðan á stríðinu stóð,“ sagði Zimmer Friedman í viðtali árið 2005. Ljósmynd Eisenstaedt birtist í tímaritinu Life og er ein frægasta fréttamynd tuttugustu aldarinnar.Var á stefnumóti með annarri konu Á þeim degi þegar myndin var tekin var Mendonsa á Times-torgi á sínu fyrsta stefnumóti með annarri konu – konu sem hann átti síðar eftir að giftast. „Ég hef aldrei verið reið vegna þess að George kyssti aðra konu á okkar fyrsta stefnumóti,“ sagði Rita í samtali við Daily Mail árið 2012. „George hefur hins vegar aldrei kysst mig svona.“ George Mendonsa andaðist á hjúkrunarheimili í Middleton í Rhide Island þar sem hann bjó með Ritu, eiginkonu sinni til sjötíu ára. Greta Zimmer Friedman lést fyrir tveimur árum, 92 ára að aldri.
Andlát Bandaríkin Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira