Katrín segir aðgerðir koma barnafólki á lægstu launum vel Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2019 20:02 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda samanlagt hljóða upp á um 30 milljarða króna og miða sérstaklega að því að bæta hag hina lægst launuðu. Forseti Alþýðusambandsins og varaforsetar gengu fyrst á fund oddvita stjórnarflokkanna og félagsmálaráðherra í forsætisráðuneytinu í morgun þar sem þeim voru kynntar tillögur ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga, áður en fulltrúar samtaka atvinnulífsins og stéttarfélaga starfsmanna ríkis og sveitarfélaga fengu sams konar kynningu. Forsætisráðherra segir tillögur stjórnvalda umfangsmiklar, bætt verði töluvert í framlög til uppbyggingar félagslegs húsnæðis í samræmi við nýlegar tillögur nefndar, samið verði við borgina um uppbyggingu á landi ríkisins í Keldnaholti og fæðingarorlof verði lengt í tólf mánuði. „Sem er risastórt umbótamál. Ekki síst fyrir ungt fjölskyldufólk í landinu. Við erum að tala um breytingar á skatta- og bótakerfum. Innleiða nýtt þriggja þrepa skattkerfi og tryggja þannig að þær skattalækkanir sem við ákváðum og boðuðum í fjármálaáætlun komi þeim tekjulægri best eins og við höfum boðað hingað,“ segir Katrín. Framlög til almennra íbúða verði aukin um minnst sex milljarða þróna. „þannig að allt í allt þegar fæðingarorlofið er tekið með er þetta kannski þrjátíu milljarða umfang. En það er kannski ekki stóra málið í mínum huga, heldur að við erum að sjá hér með þessum tillögum félagslegar umbætur sem munu skipta mjög miklu máli fyrir vinnandi fólk í þessu landi,“ segir forsætisráðherra. Síðan eigi eftir að ræða aðra þætti frekar eins og vaxtastig, verðtryggingu og stuðning við fyrstu íbúðarkaup. „Við höfum auðvitað þegar hækkað barnabætur. Þannig að til að mynda ef þú tekur saman lækkun á tekjuskatti og aukningu barnabóta getur það numið kjarabótum um allt að tvö hundruð þúsund krónum á ári fyrir tekjulágt barnafólk,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Fjölskyldumál Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda samanlagt hljóða upp á um 30 milljarða króna og miða sérstaklega að því að bæta hag hina lægst launuðu. Forseti Alþýðusambandsins og varaforsetar gengu fyrst á fund oddvita stjórnarflokkanna og félagsmálaráðherra í forsætisráðuneytinu í morgun þar sem þeim voru kynntar tillögur ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga, áður en fulltrúar samtaka atvinnulífsins og stéttarfélaga starfsmanna ríkis og sveitarfélaga fengu sams konar kynningu. Forsætisráðherra segir tillögur stjórnvalda umfangsmiklar, bætt verði töluvert í framlög til uppbyggingar félagslegs húsnæðis í samræmi við nýlegar tillögur nefndar, samið verði við borgina um uppbyggingu á landi ríkisins í Keldnaholti og fæðingarorlof verði lengt í tólf mánuði. „Sem er risastórt umbótamál. Ekki síst fyrir ungt fjölskyldufólk í landinu. Við erum að tala um breytingar á skatta- og bótakerfum. Innleiða nýtt þriggja þrepa skattkerfi og tryggja þannig að þær skattalækkanir sem við ákváðum og boðuðum í fjármálaáætlun komi þeim tekjulægri best eins og við höfum boðað hingað,“ segir Katrín. Framlög til almennra íbúða verði aukin um minnst sex milljarða þróna. „þannig að allt í allt þegar fæðingarorlofið er tekið með er þetta kannski þrjátíu milljarða umfang. En það er kannski ekki stóra málið í mínum huga, heldur að við erum að sjá hér með þessum tillögum félagslegar umbætur sem munu skipta mjög miklu máli fyrir vinnandi fólk í þessu landi,“ segir forsætisráðherra. Síðan eigi eftir að ræða aðra þætti frekar eins og vaxtastig, verðtryggingu og stuðning við fyrstu íbúðarkaup. „Við höfum auðvitað þegar hækkað barnabætur. Þannig að til að mynda ef þú tekur saman lækkun á tekjuskatti og aukningu barnabóta getur það numið kjarabótum um allt að tvö hundruð þúsund krónum á ári fyrir tekjulágt barnafólk,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Fjölskyldumál Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent