Jonas Brothers snúa aftur eftir sex ára hlé: Tónleikaferðalag og plata á leiðinni Sylvía Hall skrifar 19. febrúar 2019 21:53 Jonas Brothers snúa aftur. Vísir/Getty Hljómsveitin Jonas Brothers snýr aftur í ár eftir sex ára hlé. Bræðurnir Kevin, Joe og Nick eru sagðir hafa flogið til London í vikunni til að skipuleggja endurkomuna en bræðurnir nutu mikilla vinsælda fyrir tæpum áratug síðan og áttu hug og hjörtu unglingsstúlkna um allan heim. Bræðurnir komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 2005 eftir að hafa fengið tækifæri á Disney-sjónvarpsstöðinni og urðu fljótlega hluti af geysivinsælum ungmennahóp stöðvarinnar sem innihélt stjörnur á borð við Selena Gomez, Miley Cyrus og Demi Lovato. Fengu bræðurnir sína eigin þætti, JONAS, sem náðu þó ekki miklu flugi og var framleiðslu hætt eftir tvær þáttaraðir en engu að síður var hljómsveit þeirra gríðarlega vinsæl um alla heim og muna eflaust margir eftir slögurum á borð við S.O.S, Burnin‘ Up og Lovebug.Bræðurnir tilkynntu endalok sveitarinnar í Good Morning America árið 2013. Nú stefna þeir á endurkomu.Vísir/GettyEftir endalok hljómsveitarinnar árið 2013 sneru bræðurnir sér að öðrum verkefnum. Nick Jonas, yngsti bróðirinn, hóf sólóferil sinn og gekk nýlega í það heilaga með leikkonunni Priyanka Chopra við hátíðlega athöfn á Indlandi. Joe stofnaði hljómsveitina DNCE og hefur samband hans við Game of Thrones leikkonuna Sophie Turner verið áberandi. Kevin hefur verið minna í sviðsljósinu en yngri bræður sínir en hann tók þátt í raunveruleikaþáttum á borð við Celebrity Apprentice og stofnaði byggingafyrirtækið JonasWerner. Aðdáendur hljómsveitarinnar geta því tekið gleði sína á ný eftir sex ára fjarveru sveitarinnar sem boðar nýja tónlist og tónleikaferðalag á árinu. Tónlist Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira
Hljómsveitin Jonas Brothers snýr aftur í ár eftir sex ára hlé. Bræðurnir Kevin, Joe og Nick eru sagðir hafa flogið til London í vikunni til að skipuleggja endurkomuna en bræðurnir nutu mikilla vinsælda fyrir tæpum áratug síðan og áttu hug og hjörtu unglingsstúlkna um allan heim. Bræðurnir komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 2005 eftir að hafa fengið tækifæri á Disney-sjónvarpsstöðinni og urðu fljótlega hluti af geysivinsælum ungmennahóp stöðvarinnar sem innihélt stjörnur á borð við Selena Gomez, Miley Cyrus og Demi Lovato. Fengu bræðurnir sína eigin þætti, JONAS, sem náðu þó ekki miklu flugi og var framleiðslu hætt eftir tvær þáttaraðir en engu að síður var hljómsveit þeirra gríðarlega vinsæl um alla heim og muna eflaust margir eftir slögurum á borð við S.O.S, Burnin‘ Up og Lovebug.Bræðurnir tilkynntu endalok sveitarinnar í Good Morning America árið 2013. Nú stefna þeir á endurkomu.Vísir/GettyEftir endalok hljómsveitarinnar árið 2013 sneru bræðurnir sér að öðrum verkefnum. Nick Jonas, yngsti bróðirinn, hóf sólóferil sinn og gekk nýlega í það heilaga með leikkonunni Priyanka Chopra við hátíðlega athöfn á Indlandi. Joe stofnaði hljómsveitina DNCE og hefur samband hans við Game of Thrones leikkonuna Sophie Turner verið áberandi. Kevin hefur verið minna í sviðsljósinu en yngri bræður sínir en hann tók þátt í raunveruleikaþáttum á borð við Celebrity Apprentice og stofnaði byggingafyrirtækið JonasWerner. Aðdáendur hljómsveitarinnar geta því tekið gleði sína á ný eftir sex ára fjarveru sveitarinnar sem boðar nýja tónlist og tónleikaferðalag á árinu.
Tónlist Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira