Spurður um gagnaleka lögreglu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. febrúar 2019 06:00 Boðað var til blaðamannafundar í desember 2017 vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglu í Euromarketmáli. Fréttablaðið/ERNIR Lögmaðurinn Steinbergur Finnbogason var kvaddur til skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að svara spurningum ríkissaksóknara um minnisblað sem hann lagði fyrir dóm í máli skjólstæðings í fyrra. Skjólstæðingur Steinbergs er meintur höfuðpaur í Euromarket-málinu, einni umfangsmestu rannsókn lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Var Steinbergur krafinn svara um hvernig minnisblaðið komst í hans hendur og hvort það hefði gerst fyrir tilstilli þeirra sem einir áttu að hafa aðgang að skjalinu hjá yfirstjórnum embætta sem að rannsókninni komu eða annarra hjá þeim embættum. Embættin eru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, Héraðssaksóknari, Ríkislögreglustjóri og Tollstjóri. „Ég má ekki svara því hvað kom fram í skýrslutökunni, þinghaldið var lokað, en ég get sagt að ég brást ekki trúnaðarskyldunni við skjólstæðing minn,“ segir Steinbergur. „Aðalatriðið að mínu mati er ekki hvaðan þetta minnisblað kom heldur það sem í því stendur. Það er enginn vafi í mínum huga að minnisblaðið sýnir möguleg mannréttindabrot gegn skjólstæðingi mínum og möguleg hegningarlagabrot lögreglu og á því mun ég meðal annars byggja málsvörn skjólstæðings míns ef og þegar þar að kemur.“ Steinbergur var fyrst kvaddur til skýrslutöku hjá lögreglunni á Akranesi sem falin var rannsókn lekans í fyrravor. Hann neitaði að tjá sig. Skömmu eftir áramót fékk Ríkissaksóknari úrskurð héraðsdóms um vitnaskylduna og Landsréttur staðfesti nýverið þann úrskurð. Steinbergur fékk lögmanninn Arnar Þór Stefánsson til að vera sér til halds og trausts um vitnaskylduna. Í fyrstu fyrirtöku um hana lýsti Arnar málinu sem lögfræðilegu sprengjusvæði með vísan til trúnaðarsambands verjanda við skjólstæðing sinn og vísaði til dómafordæma um trúnaðarskyldu blaðamanna við heimildarmenn sína. – aá Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Lögreglumál Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Gagnrýnir rannsókn lögreglu á kaupmönnum í Euro Market Verjandi eiganda Euro Market gagnrýnir aðgerðir lögreglu í tengslum við málið. Segir umfang málsins mun minna en lögregla gefi í skyn og ítrekað hafi verið brotið á réttindum skjólstæðings síns við rannsóknina. 18. júlí 2018 07:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Lögmaðurinn Steinbergur Finnbogason var kvaddur til skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að svara spurningum ríkissaksóknara um minnisblað sem hann lagði fyrir dóm í máli skjólstæðings í fyrra. Skjólstæðingur Steinbergs er meintur höfuðpaur í Euromarket-málinu, einni umfangsmestu rannsókn lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Var Steinbergur krafinn svara um hvernig minnisblaðið komst í hans hendur og hvort það hefði gerst fyrir tilstilli þeirra sem einir áttu að hafa aðgang að skjalinu hjá yfirstjórnum embætta sem að rannsókninni komu eða annarra hjá þeim embættum. Embættin eru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, Héraðssaksóknari, Ríkislögreglustjóri og Tollstjóri. „Ég má ekki svara því hvað kom fram í skýrslutökunni, þinghaldið var lokað, en ég get sagt að ég brást ekki trúnaðarskyldunni við skjólstæðing minn,“ segir Steinbergur. „Aðalatriðið að mínu mati er ekki hvaðan þetta minnisblað kom heldur það sem í því stendur. Það er enginn vafi í mínum huga að minnisblaðið sýnir möguleg mannréttindabrot gegn skjólstæðingi mínum og möguleg hegningarlagabrot lögreglu og á því mun ég meðal annars byggja málsvörn skjólstæðings míns ef og þegar þar að kemur.“ Steinbergur var fyrst kvaddur til skýrslutöku hjá lögreglunni á Akranesi sem falin var rannsókn lekans í fyrravor. Hann neitaði að tjá sig. Skömmu eftir áramót fékk Ríkissaksóknari úrskurð héraðsdóms um vitnaskylduna og Landsréttur staðfesti nýverið þann úrskurð. Steinbergur fékk lögmanninn Arnar Þór Stefánsson til að vera sér til halds og trausts um vitnaskylduna. Í fyrstu fyrirtöku um hana lýsti Arnar málinu sem lögfræðilegu sprengjusvæði með vísan til trúnaðarsambands verjanda við skjólstæðing sinn og vísaði til dómafordæma um trúnaðarskyldu blaðamanna við heimildarmenn sína. – aá
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Lögreglumál Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Gagnrýnir rannsókn lögreglu á kaupmönnum í Euro Market Verjandi eiganda Euro Market gagnrýnir aðgerðir lögreglu í tengslum við málið. Segir umfang málsins mun minna en lögregla gefi í skyn og ítrekað hafi verið brotið á réttindum skjólstæðings síns við rannsóknina. 18. júlí 2018 07:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00
Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17
Gagnrýnir rannsókn lögreglu á kaupmönnum í Euro Market Verjandi eiganda Euro Market gagnrýnir aðgerðir lögreglu í tengslum við málið. Segir umfang málsins mun minna en lögregla gefi í skyn og ítrekað hafi verið brotið á réttindum skjólstæðings síns við rannsóknina. 18. júlí 2018 07:00