Ellý sagði hágrátandi já og norðurljósin dönsuðu á himni Stefán Árni Pálsson skrifar 1. febrúar 2019 09:12 Ellý og Hlynur eru hamingjusöm saman. Fjölmiðla- og listakonan Ellý Ármannsdóttir og Hlynur Jakobsson eigandi veitingarstaðarins Hornið eru trúlofuð en Hlynur greindi frá því á Facebook í gærkvöldi og skrifaði þá eins og lög gera ráð fyrir: „Hún sagði JÁ“. Hlynur birti einnig mynd af tveimur fallegum hringjum sem komnir voru upp.Hlynur hafði verið utan við sig Ellý hefur slegið rækilega í gegn að undanförnu með því að mála og teikna myndir sem hafa verið að vekja mikla athygli. Ellý og Hlynur fóru að vera saman snemma á síðasta ári og hefur ástin blómstrað hjá parinu síðan. Ellý lýsir gærkvöldinu sem því besta á lífsleiðinni, sem er djúpt í árinni tekið því Ellý hefur lifað ævintýralegu og viðburðaríku lífi og birtir hún fallegt norðurljósamyndband á Instagram í leiðinni.Jakob pabbi Hlyns, Hlynur, Ellý, Ólöf systir Hlyns og Jósi maður hennar Ólafar á Menningarnótt í fyrra eftir að þau hlupu 10 km.„Hlynur var búinn að vera eitthvað utan við sig síðustu daga en mig grunaði ekki að hann myndi biðja mín,“ segir Ellý og reynir ekki að leyna ánægju sinni og hamingju í samtali við fréttastofuna.Samdi sérstakt bónorðslag „Gærdagurinn var dagurinn sem við kynntumst fyrir nákvæmlega einu ári og þér að segja höfum við verið óaðskiljanleg síðan. Við fórum í göngutúr í kringum tjörnina í gærkvöldi eins og við gerum svo oft og Hlynur rétti mér símann sinn til að sýna mér myndband sem hann hafði gert þar sem hann söng til mín og spilaði á píanó lag og texta sem hann samdi fyrir mig,“ segir Ellý sem fór að hágráta af einskærri hamingju við þetta tækifæri. „Þetta fallega lag endaði á setningunni: Viltu giftast mér?“ Og það var sem við manninn mælt, þá gerðust undur og stórmerki: „Heyrðu, heldur þú ekki að norðurljósin hafi þá birst og dansað fyrir ofan okkur og allt í kring. Þegar ég var að reyna að átta mig á spurningunni þá var Hlynur kominn niður á skeljarnar og ég hágrátandi enn þá. Ég svaraði strax já.“ View this post on Instagram#northernlights #northernlightsiceland besta kvöld lífs míns @hlynursolvi A post shared by Elly Armanns (@ellyarmannsdottir) on Jan 31, 2019 at 3:21pm PST Tímamót Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Fjölmiðla- og listakonan Ellý Ármannsdóttir og Hlynur Jakobsson eigandi veitingarstaðarins Hornið eru trúlofuð en Hlynur greindi frá því á Facebook í gærkvöldi og skrifaði þá eins og lög gera ráð fyrir: „Hún sagði JÁ“. Hlynur birti einnig mynd af tveimur fallegum hringjum sem komnir voru upp.Hlynur hafði verið utan við sig Ellý hefur slegið rækilega í gegn að undanförnu með því að mála og teikna myndir sem hafa verið að vekja mikla athygli. Ellý og Hlynur fóru að vera saman snemma á síðasta ári og hefur ástin blómstrað hjá parinu síðan. Ellý lýsir gærkvöldinu sem því besta á lífsleiðinni, sem er djúpt í árinni tekið því Ellý hefur lifað ævintýralegu og viðburðaríku lífi og birtir hún fallegt norðurljósamyndband á Instagram í leiðinni.Jakob pabbi Hlyns, Hlynur, Ellý, Ólöf systir Hlyns og Jósi maður hennar Ólafar á Menningarnótt í fyrra eftir að þau hlupu 10 km.„Hlynur var búinn að vera eitthvað utan við sig síðustu daga en mig grunaði ekki að hann myndi biðja mín,“ segir Ellý og reynir ekki að leyna ánægju sinni og hamingju í samtali við fréttastofuna.Samdi sérstakt bónorðslag „Gærdagurinn var dagurinn sem við kynntumst fyrir nákvæmlega einu ári og þér að segja höfum við verið óaðskiljanleg síðan. Við fórum í göngutúr í kringum tjörnina í gærkvöldi eins og við gerum svo oft og Hlynur rétti mér símann sinn til að sýna mér myndband sem hann hafði gert þar sem hann söng til mín og spilaði á píanó lag og texta sem hann samdi fyrir mig,“ segir Ellý sem fór að hágráta af einskærri hamingju við þetta tækifæri. „Þetta fallega lag endaði á setningunni: Viltu giftast mér?“ Og það var sem við manninn mælt, þá gerðust undur og stórmerki: „Heyrðu, heldur þú ekki að norðurljósin hafi þá birst og dansað fyrir ofan okkur og allt í kring. Þegar ég var að reyna að átta mig á spurningunni þá var Hlynur kominn niður á skeljarnar og ég hágrátandi enn þá. Ég svaraði strax já.“ View this post on Instagram#northernlights #northernlightsiceland besta kvöld lífs míns @hlynursolvi A post shared by Elly Armanns (@ellyarmannsdottir) on Jan 31, 2019 at 3:21pm PST
Tímamót Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið