Maradona: FIFA hefur ekkert breyst Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. febrúar 2019 15:00 Maradona og Infantino eru hættir að knúsast. vísir/getty Besti knattspyrnumaður allra tíma, Diego Armando Maradona, segir að brotthvarf Sepp Blatter frá FIFA hafi engu breytt. Sambandið sé enn það sama undir stjórn Gianni Infantino. Maradona hætti á dögunum í vinnu fyrir FIFA en hann var hluti af „FIFA legends“. Eitthvað mikið virðist hafa komið upp á því Argentínumaðurinn er brjálaður. „Ég sendi Infantino bréf þar sem ég sagði af mér sem fyrirliði FIFA legends. FIFA hefur ekkert breyst þó svo Blatter sé farinn,“ sagði Maradona svekktur og segist ekki hafa fengið góða meðferð frá alþjóðasambandinu. „Við vorum settir á hótelherbergi með Marco van Basten og öðrum leikmanni. Það var komið fram við okkur eins og við værum litlir hundar. Það var algjört virðingarleysi í okkar garð. Þess vegna hætti ég og nú mun ég segja frá því sem ég veit um þetta nýja FIFA.“ Maradona lét þessi orð falla á blaðamannafundi eftir leik hjá liði sínu, Dorados de Sinaloa. Þar fór Argentínumaðurinn mikinn og skoraði meðal annars á Zvonimir Boban, aðstoðarframkvæmdastjóra FIFA, í hnefaleikabardaga. Einhver misskilningur varð á milli Maradona og Boban á hótelinu þar sem FIFA goðsagnirnar gistu. „Ég vil segja við Boban að ef hann vill líta vel út þá ætti hann að fara í hnefaleikahringinn. Hann hefði ekki átt að koma á hótelið og reiðast. Það versta er að hann var sendur af einhverjum. Sá er Infantino. Ég er ekki tvítugur strákur, ég er 58 ára gamall. Þetta særir mig því ég hafði trú á þessu fólki. Ég geri það ekki lengur.“ FIFA Fótbolti Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Besti knattspyrnumaður allra tíma, Diego Armando Maradona, segir að brotthvarf Sepp Blatter frá FIFA hafi engu breytt. Sambandið sé enn það sama undir stjórn Gianni Infantino. Maradona hætti á dögunum í vinnu fyrir FIFA en hann var hluti af „FIFA legends“. Eitthvað mikið virðist hafa komið upp á því Argentínumaðurinn er brjálaður. „Ég sendi Infantino bréf þar sem ég sagði af mér sem fyrirliði FIFA legends. FIFA hefur ekkert breyst þó svo Blatter sé farinn,“ sagði Maradona svekktur og segist ekki hafa fengið góða meðferð frá alþjóðasambandinu. „Við vorum settir á hótelherbergi með Marco van Basten og öðrum leikmanni. Það var komið fram við okkur eins og við værum litlir hundar. Það var algjört virðingarleysi í okkar garð. Þess vegna hætti ég og nú mun ég segja frá því sem ég veit um þetta nýja FIFA.“ Maradona lét þessi orð falla á blaðamannafundi eftir leik hjá liði sínu, Dorados de Sinaloa. Þar fór Argentínumaðurinn mikinn og skoraði meðal annars á Zvonimir Boban, aðstoðarframkvæmdastjóra FIFA, í hnefaleikabardaga. Einhver misskilningur varð á milli Maradona og Boban á hótelinu þar sem FIFA goðsagnirnar gistu. „Ég vil segja við Boban að ef hann vill líta vel út þá ætti hann að fara í hnefaleikahringinn. Hann hefði ekki átt að koma á hótelið og reiðast. Það versta er að hann var sendur af einhverjum. Sá er Infantino. Ég er ekki tvítugur strákur, ég er 58 ára gamall. Þetta særir mig því ég hafði trú á þessu fólki. Ég geri það ekki lengur.“
FIFA Fótbolti Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira