Þriggja og hálfs árs fangelsisdómur fyrir nauðgun staðfestur Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. febrúar 2019 19:48 Var það mat dómsins að framburður brotaþola hafi verið í góðu samræmi við framburð annarra vitna og framlögð gögn í málinu. Vísir/vilhelm Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir ungum karlmanni fyrir nauðgun. Þá var manninum gert að greiða brotaþola 1,5 milljón króna í miskabætur. Maðurinn var dæmdur í fangelsi í héraði í mars í fyrra og var málinu skotið til Landsréttar í kjölfarið. Krafðist maðurinn sýknu af kröfum ákæruvaldsins og til vara að honum yrði ekki gerð refsing. Ákæruvaldið krafðist þess að refsing mannsins yrði þyngd. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa aðfararnótt 6. febrúar árið 2016 beitt brotaþola ólögmætri nauðung og haft við hana samræði ög önnur kynferðismök gegn vilja hennar. Maðurinn neitaði sök og sagði kynmökin hafa verið með samþykki brotaþola. Þá liggja fyrir símaskilaboð milli síma mannsins og brotaþola en hann sendi konunni skilaboð klukkan 6:14 um morguninn og spurði hvort ekki væri allt í lagi. Brotaþoli svaraði því að svo væri ekki. Þá bað maðurinn brotaþola fyrirgefningar í skilaboðum og sendi henni jafnframt að það hefði ekki verið ætlun hans að svo fór sem fór. „Þa bara að skilja hvað nei þyðir“, svaraði brotaþoli klukkan 08:09. Var það mat dómsins að framburður brotaþola hafi verið í góðu samræmi við framburð annarra vitna og framlögð gögn í málinu. Þá sé hann metinn trúverðugur. Viðbrögð og hegðun brotaþola eftir að kynmökin áttu sér stað, sem og símaskilaboðin sem maðurinn og brotaþoli sendu hvort öðru eftir á, styðji einnig við það að hún hafi ekki veitt samþykki sitt umrætt kvöld. Það hafi ákærða hlotið að vera ljóst auk þess sem skýringar ákærða fyrir héraðsdómi eru ekki metnar trúverðugar. Mun ákærði því sæta fangelsi í þrjú og hálft ár auk þess sem honum var gert að greiða brotaþola 1,5 milljón krónur í miskabætur. Þá greiði hann um tvær milljónir í málskostnað. Dómsmál Tengdar fréttir Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun Hafði tvisvar áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. 20. mars 2018 10:16 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir ungum karlmanni fyrir nauðgun. Þá var manninum gert að greiða brotaþola 1,5 milljón króna í miskabætur. Maðurinn var dæmdur í fangelsi í héraði í mars í fyrra og var málinu skotið til Landsréttar í kjölfarið. Krafðist maðurinn sýknu af kröfum ákæruvaldsins og til vara að honum yrði ekki gerð refsing. Ákæruvaldið krafðist þess að refsing mannsins yrði þyngd. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa aðfararnótt 6. febrúar árið 2016 beitt brotaþola ólögmætri nauðung og haft við hana samræði ög önnur kynferðismök gegn vilja hennar. Maðurinn neitaði sök og sagði kynmökin hafa verið með samþykki brotaþola. Þá liggja fyrir símaskilaboð milli síma mannsins og brotaþola en hann sendi konunni skilaboð klukkan 6:14 um morguninn og spurði hvort ekki væri allt í lagi. Brotaþoli svaraði því að svo væri ekki. Þá bað maðurinn brotaþola fyrirgefningar í skilaboðum og sendi henni jafnframt að það hefði ekki verið ætlun hans að svo fór sem fór. „Þa bara að skilja hvað nei þyðir“, svaraði brotaþoli klukkan 08:09. Var það mat dómsins að framburður brotaþola hafi verið í góðu samræmi við framburð annarra vitna og framlögð gögn í málinu. Þá sé hann metinn trúverðugur. Viðbrögð og hegðun brotaþola eftir að kynmökin áttu sér stað, sem og símaskilaboðin sem maðurinn og brotaþoli sendu hvort öðru eftir á, styðji einnig við það að hún hafi ekki veitt samþykki sitt umrætt kvöld. Það hafi ákærða hlotið að vera ljóst auk þess sem skýringar ákærða fyrir héraðsdómi eru ekki metnar trúverðugar. Mun ákærði því sæta fangelsi í þrjú og hálft ár auk þess sem honum var gert að greiða brotaþola 1,5 milljón krónur í miskabætur. Þá greiði hann um tvær milljónir í málskostnað.
Dómsmál Tengdar fréttir Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun Hafði tvisvar áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. 20. mars 2018 10:16 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun Hafði tvisvar áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. 20. mars 2018 10:16