Þriggja og hálfs árs fangelsisdómur fyrir nauðgun staðfestur Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. febrúar 2019 19:48 Var það mat dómsins að framburður brotaþola hafi verið í góðu samræmi við framburð annarra vitna og framlögð gögn í málinu. Vísir/vilhelm Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir ungum karlmanni fyrir nauðgun. Þá var manninum gert að greiða brotaþola 1,5 milljón króna í miskabætur. Maðurinn var dæmdur í fangelsi í héraði í mars í fyrra og var málinu skotið til Landsréttar í kjölfarið. Krafðist maðurinn sýknu af kröfum ákæruvaldsins og til vara að honum yrði ekki gerð refsing. Ákæruvaldið krafðist þess að refsing mannsins yrði þyngd. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa aðfararnótt 6. febrúar árið 2016 beitt brotaþola ólögmætri nauðung og haft við hana samræði ög önnur kynferðismök gegn vilja hennar. Maðurinn neitaði sök og sagði kynmökin hafa verið með samþykki brotaþola. Þá liggja fyrir símaskilaboð milli síma mannsins og brotaþola en hann sendi konunni skilaboð klukkan 6:14 um morguninn og spurði hvort ekki væri allt í lagi. Brotaþoli svaraði því að svo væri ekki. Þá bað maðurinn brotaþola fyrirgefningar í skilaboðum og sendi henni jafnframt að það hefði ekki verið ætlun hans að svo fór sem fór. „Þa bara að skilja hvað nei þyðir“, svaraði brotaþoli klukkan 08:09. Var það mat dómsins að framburður brotaþola hafi verið í góðu samræmi við framburð annarra vitna og framlögð gögn í málinu. Þá sé hann metinn trúverðugur. Viðbrögð og hegðun brotaþola eftir að kynmökin áttu sér stað, sem og símaskilaboðin sem maðurinn og brotaþoli sendu hvort öðru eftir á, styðji einnig við það að hún hafi ekki veitt samþykki sitt umrætt kvöld. Það hafi ákærða hlotið að vera ljóst auk þess sem skýringar ákærða fyrir héraðsdómi eru ekki metnar trúverðugar. Mun ákærði því sæta fangelsi í þrjú og hálft ár auk þess sem honum var gert að greiða brotaþola 1,5 milljón krónur í miskabætur. Þá greiði hann um tvær milljónir í málskostnað. Dómsmál Tengdar fréttir Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun Hafði tvisvar áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. 20. mars 2018 10:16 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir „Það má ekki gleyma því að í byrjun þá leit Covid-19 býsna ógnvekjandi út“ Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir ungum karlmanni fyrir nauðgun. Þá var manninum gert að greiða brotaþola 1,5 milljón króna í miskabætur. Maðurinn var dæmdur í fangelsi í héraði í mars í fyrra og var málinu skotið til Landsréttar í kjölfarið. Krafðist maðurinn sýknu af kröfum ákæruvaldsins og til vara að honum yrði ekki gerð refsing. Ákæruvaldið krafðist þess að refsing mannsins yrði þyngd. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa aðfararnótt 6. febrúar árið 2016 beitt brotaþola ólögmætri nauðung og haft við hana samræði ög önnur kynferðismök gegn vilja hennar. Maðurinn neitaði sök og sagði kynmökin hafa verið með samþykki brotaþola. Þá liggja fyrir símaskilaboð milli síma mannsins og brotaþola en hann sendi konunni skilaboð klukkan 6:14 um morguninn og spurði hvort ekki væri allt í lagi. Brotaþoli svaraði því að svo væri ekki. Þá bað maðurinn brotaþola fyrirgefningar í skilaboðum og sendi henni jafnframt að það hefði ekki verið ætlun hans að svo fór sem fór. „Þa bara að skilja hvað nei þyðir“, svaraði brotaþoli klukkan 08:09. Var það mat dómsins að framburður brotaþola hafi verið í góðu samræmi við framburð annarra vitna og framlögð gögn í málinu. Þá sé hann metinn trúverðugur. Viðbrögð og hegðun brotaþola eftir að kynmökin áttu sér stað, sem og símaskilaboðin sem maðurinn og brotaþoli sendu hvort öðru eftir á, styðji einnig við það að hún hafi ekki veitt samþykki sitt umrætt kvöld. Það hafi ákærða hlotið að vera ljóst auk þess sem skýringar ákærða fyrir héraðsdómi eru ekki metnar trúverðugar. Mun ákærði því sæta fangelsi í þrjú og hálft ár auk þess sem honum var gert að greiða brotaþola 1,5 milljón krónur í miskabætur. Þá greiði hann um tvær milljónir í málskostnað.
Dómsmál Tengdar fréttir Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun Hafði tvisvar áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. 20. mars 2018 10:16 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir „Það má ekki gleyma því að í byrjun þá leit Covid-19 býsna ógnvekjandi út“ Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun Hafði tvisvar áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. 20. mars 2018 10:16