Pálmatré Óttar Guðmundsson skrifar 2. febrúar 2019 08:30 Ég er eins og jólatré, ég er í hreppsnefndinni,“ orti hégómlegur og fremur vitgrannur hreppsnefndarmaður endur fyrir löngu. Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík kynnti stórkostlegan listgjörning í vikunni. Þau ætla að planta lifandi pálmatrjám inn í þar til gerða gróðurhúshólka og setja upp í nýju úthverfi borgarinnar. Þetta er afskaplega snjöll hugmynd enda eru pálmatré rótgróin í sögu kristni og þjóðar. Þegar Kristur reið inn í Jerúsalem stráðu aðdáendur hans pálmaviðarblöðum á götuna. Pálmi í Hagkaup gjörbreytti verslunarháttum landsmanna og flutti inn hina vinsælu Hagkaupssloppa. Í huga fólks er pálminn einkenni sigra og velgengni sbr. orðtakið að standa með pálmann í höndunum. Ekki er að efa að pálmatré í gróðurhúsahólkum munu gjörbreyta ásýnd hverfisins og Íslands. Túristum mundi fjölga enda býst enginn við þessari trjátegund á breiddargráðu landsins. Ýmis ljón eru þó í veginum. Áhugamenn um velferð trjáa segja að pálmatrjám leiðist einum síns liðs í gróðurhúsi. Þau geta drepist úr leiðindum og eintrjáleika í fyrstu vetrarhörkum. Slík meðferð er kölluð trjáníð. Aðrir segja að upphitaðir glerhólkar utan um trén verði dýrir og erfiðir í framleiðslu. En þjóðin vill fá sín pálmatré svo að kannski mætti huga að öðrum lausnum. Best væri að festa kaup á plastpálmatrjám sem hægt væri að gróðursetja í hverfinu nýja án gróðurhúsa. Sú lausn væri mun ódýrari. Hægt væri að planta heilum skógi úr plasti með tilheyrandi rólum og sólhlífum. Þarna væri hægt að stunda strandblak í svartasta skammdeginu í flóðljósum. Dagur borgarstjóri gæti þá með góðri samvisku sungið: „Ég er eins og pálmatré, ég er borgarstjórinn.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Ég er eins og jólatré, ég er í hreppsnefndinni,“ orti hégómlegur og fremur vitgrannur hreppsnefndarmaður endur fyrir löngu. Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík kynnti stórkostlegan listgjörning í vikunni. Þau ætla að planta lifandi pálmatrjám inn í þar til gerða gróðurhúshólka og setja upp í nýju úthverfi borgarinnar. Þetta er afskaplega snjöll hugmynd enda eru pálmatré rótgróin í sögu kristni og þjóðar. Þegar Kristur reið inn í Jerúsalem stráðu aðdáendur hans pálmaviðarblöðum á götuna. Pálmi í Hagkaup gjörbreytti verslunarháttum landsmanna og flutti inn hina vinsælu Hagkaupssloppa. Í huga fólks er pálminn einkenni sigra og velgengni sbr. orðtakið að standa með pálmann í höndunum. Ekki er að efa að pálmatré í gróðurhúsahólkum munu gjörbreyta ásýnd hverfisins og Íslands. Túristum mundi fjölga enda býst enginn við þessari trjátegund á breiddargráðu landsins. Ýmis ljón eru þó í veginum. Áhugamenn um velferð trjáa segja að pálmatrjám leiðist einum síns liðs í gróðurhúsi. Þau geta drepist úr leiðindum og eintrjáleika í fyrstu vetrarhörkum. Slík meðferð er kölluð trjáníð. Aðrir segja að upphitaðir glerhólkar utan um trén verði dýrir og erfiðir í framleiðslu. En þjóðin vill fá sín pálmatré svo að kannski mætti huga að öðrum lausnum. Best væri að festa kaup á plastpálmatrjám sem hægt væri að gróðursetja í hverfinu nýja án gróðurhúsa. Sú lausn væri mun ódýrari. Hægt væri að planta heilum skógi úr plasti með tilheyrandi rólum og sólhlífum. Þarna væri hægt að stunda strandblak í svartasta skammdeginu í flóðljósum. Dagur borgarstjóri gæti þá með góðri samvisku sungið: „Ég er eins og pálmatré, ég er borgarstjórinn.“
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar