Ágústa Eva segir bólfélagaumfjöllun DV ósmekklega Sylvía Hall skrifar 2. febrúar 2019 11:27 Ágústa Eva er ekki sátt við umfjöllun DV. Vísir/Valli Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir tjáir sig á Facebook-síðu sinni um umfjöllun DV þar sem endurbirtur var tæplega fjögurra ára gamall listi yfir „eftirsóttustu bólfélaga Íslands.“ Umfjöllunin vakti mikla athygli en Ágústa Eva var þar efst á lista. „Rauðhærð, glæsileg og sterk eins og Lína langsokkur. Bæði karlar og konur nefndu hana oftar en nokkra aðra konu sem komst á blað. Ágústa vinnur slaginn og er eftirsóttasti kvenkyns bólfélagi Íslands,“ stóð við mynd af Ágústu Evu sem er allt annað en sátt við skrifin. Á myndinni sem fylgir umfjöllun DV má sjá marga þekkta einstaklinga, suma fáklædda en á listanum má meðal annars finna leikara, áhrifavalda og stjórnmálamenn. „Ósmekklegt með öllu, stilla upp fólki á nærfötunum, það sett í kynferðislegt samhengi og í ofan á lag það listað upp eins og á útsölubæklingi og dreift manna á milli,“ skrifar Ágústa Eva í færslunni. Snærós Sindradóttir, fjölmiðlakona á RÚV, deilir umfjölluninni.Uuu... ég þakka traustið? https://t.co/FQ18rnQvJQ — Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) January 31, 2019 Hún segir vald fjölmiðla mikið en því fylgi einnig ábyrgð og það hafi verið misnotað og notað á annarlegan hátt í umræddri umfjöllun. Þá á hún bágt með að trúa því að svona hugsun viðgangist enn í dag. „Tilgangurinn er ofar mínum skilning. Það virðist sem "blaðamaður" hafi verið í einhverskonar annarlegu ástandi við þessi skrif eða jafnvel lyfjaður, trúi ekki að svona hugsun og yfirlýsingar séu viðteknar eða eðlilegar á okkar tímum.“ Athygli vekur að umfjöllunin er tæplega fjögurra ára gömul en DV endurbirti hana á dögunum. Ágústa Eva deildi sjálf umfjölluninni í júlí árið 2015 en linkurinn á hana er óvirkur.Fréttin var uppfærð þegar í ljós kom að umfjöllunin var frá því í júlí 2015 en DV endurbirti á dögunum. Fjölmiðlar Kynlíf Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir tjáir sig á Facebook-síðu sinni um umfjöllun DV þar sem endurbirtur var tæplega fjögurra ára gamall listi yfir „eftirsóttustu bólfélaga Íslands.“ Umfjöllunin vakti mikla athygli en Ágústa Eva var þar efst á lista. „Rauðhærð, glæsileg og sterk eins og Lína langsokkur. Bæði karlar og konur nefndu hana oftar en nokkra aðra konu sem komst á blað. Ágústa vinnur slaginn og er eftirsóttasti kvenkyns bólfélagi Íslands,“ stóð við mynd af Ágústu Evu sem er allt annað en sátt við skrifin. Á myndinni sem fylgir umfjöllun DV má sjá marga þekkta einstaklinga, suma fáklædda en á listanum má meðal annars finna leikara, áhrifavalda og stjórnmálamenn. „Ósmekklegt með öllu, stilla upp fólki á nærfötunum, það sett í kynferðislegt samhengi og í ofan á lag það listað upp eins og á útsölubæklingi og dreift manna á milli,“ skrifar Ágústa Eva í færslunni. Snærós Sindradóttir, fjölmiðlakona á RÚV, deilir umfjölluninni.Uuu... ég þakka traustið? https://t.co/FQ18rnQvJQ — Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) January 31, 2019 Hún segir vald fjölmiðla mikið en því fylgi einnig ábyrgð og það hafi verið misnotað og notað á annarlegan hátt í umræddri umfjöllun. Þá á hún bágt með að trúa því að svona hugsun viðgangist enn í dag. „Tilgangurinn er ofar mínum skilning. Það virðist sem "blaðamaður" hafi verið í einhverskonar annarlegu ástandi við þessi skrif eða jafnvel lyfjaður, trúi ekki að svona hugsun og yfirlýsingar séu viðteknar eða eðlilegar á okkar tímum.“ Athygli vekur að umfjöllunin er tæplega fjögurra ára gömul en DV endurbirti hana á dögunum. Ágústa Eva deildi sjálf umfjölluninni í júlí árið 2015 en linkurinn á hana er óvirkur.Fréttin var uppfærð þegar í ljós kom að umfjöllunin var frá því í júlí 2015 en DV endurbirti á dögunum.
Fjölmiðlar Kynlíf Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira