Jose Aldo berst einn af síðustu bardögum sínum í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 2. febrúar 2019 18:30 Jose Aldo hress á blaðamannafundi í vikunni. Vísir/Getty Brasilíska goðsögnin Jose Aldo ætlar að hætta á þessu ári. Aldo á þrjá bardaga eftir á samningi sínum og á erfiðan bardaga í kvöld. UFC er með bardagakvöld í Fortaleza í Brasilíu í kvöld þar sem fjölmargir áhugaverðir bardagar eru á dagskrá. Þar á meðal er viðureign Jose Aldo og Renato Moicano. Hinn 32 ára gamli Jose Aldo hefur lengi sagt að hann ætli sér ekki að vera langt fram á aldur í MMA. Fyrr á ferlinum sagðist Aldo ætla að hætta þrítugur en upphaflega planið var að hætta sem ríkjandi meistari. Aldo hefur þegar tapað tvisvar fyrir ríkjandi fjaðurvigtarmeistara, Max Holloway, og hefur í raun engan áhuga á að berjast um titilinn lengur. Samningar meistara endurnýjast sjálfkrafa en Aldo vill klára þessa þrjá bardaga sem hann á eftir og segja þetta gott. Aldo hefur alltaf sagt að hann vilji ekki enda eins og svo margar goðsagnir sem berjast langt fram á aldur og eru skugginn af sjálfum sér. Á meðan Aldo er ekkert að hugsa um titilinn er Renato Moicano mögulega einum sigri frá titilbardaga. Aldo ætlar samt ekkert að gefa eftir og stefnir á að klára Moicano. Þrátt fyrir að Aldo sé ein stærsta MMA stjarnan í Brasilíu er hann ekki í aðalbardaga kvöldsins. Þeir Raphael Assuncao og Marlon Moraes eru í aðalbardaganum en sigurvegarinn í kvöld fær sennilega næsta titilbardaga í bantamvigt. Bardagakvöldið er afar spennandi en auk fyrrnefndra bardaga mætir Demian Maia hinum bandaríska Lyman Good. Sex bardagar eru á dagskrá í kvöld en bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt og hefst útsending kl. 1. MMA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Sjá meira
Brasilíska goðsögnin Jose Aldo ætlar að hætta á þessu ári. Aldo á þrjá bardaga eftir á samningi sínum og á erfiðan bardaga í kvöld. UFC er með bardagakvöld í Fortaleza í Brasilíu í kvöld þar sem fjölmargir áhugaverðir bardagar eru á dagskrá. Þar á meðal er viðureign Jose Aldo og Renato Moicano. Hinn 32 ára gamli Jose Aldo hefur lengi sagt að hann ætli sér ekki að vera langt fram á aldur í MMA. Fyrr á ferlinum sagðist Aldo ætla að hætta þrítugur en upphaflega planið var að hætta sem ríkjandi meistari. Aldo hefur þegar tapað tvisvar fyrir ríkjandi fjaðurvigtarmeistara, Max Holloway, og hefur í raun engan áhuga á að berjast um titilinn lengur. Samningar meistara endurnýjast sjálfkrafa en Aldo vill klára þessa þrjá bardaga sem hann á eftir og segja þetta gott. Aldo hefur alltaf sagt að hann vilji ekki enda eins og svo margar goðsagnir sem berjast langt fram á aldur og eru skugginn af sjálfum sér. Á meðan Aldo er ekkert að hugsa um titilinn er Renato Moicano mögulega einum sigri frá titilbardaga. Aldo ætlar samt ekkert að gefa eftir og stefnir á að klára Moicano. Þrátt fyrir að Aldo sé ein stærsta MMA stjarnan í Brasilíu er hann ekki í aðalbardaga kvöldsins. Þeir Raphael Assuncao og Marlon Moraes eru í aðalbardaganum en sigurvegarinn í kvöld fær sennilega næsta titilbardaga í bantamvigt. Bardagakvöldið er afar spennandi en auk fyrrnefndra bardaga mætir Demian Maia hinum bandaríska Lyman Good. Sex bardagar eru á dagskrá í kvöld en bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt og hefst útsending kl. 1.
MMA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn