Tom Brady búinn að vinna jafnmarga titla og Jordan eftir sigur Patriots í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2019 03:08 Tom Brady fagnar sigri. Vísir/Getty Tom Brady bætti sjötta titlinum við goðsagnarkenndan feril sinn í NFL-deildinni þegar hann og félagar hans í New England Patriots unnu Super Bowl í nótt. Brady hefur nú orðið jafnoft NFL-meistari og Michael Jordan vann NBA-titilinn á sínum tíma. New England Patriots er NFL-meistari í ameríska fótboltanum eftir 13-3 sigur á Los Angeles Rams í Super Bowl leiknum í nótt sem var sá 53. í röðinni og að þessu sinni spilaður á hinum stórglæsilega Mercedes-Benz leikvangi í Atlantaborg í Georgífylki. Tom Brady var fyrsti leikstjórnandinn til að vinna fimm Super Bowl titla og hann er að sjálfsögðu sá fyrsti til að vinna sex. Hann hefur ásamt þjálfaranum Bill Belichick unnið sex af níu Super Bowl leikjum frá því að þeir komust þangað fyrst fyrir sautján árum síðan. Þeir settu báðir met með því að vera elsti þjálfari og elsti leikstjórnandi til að vinna Super Bowl. Six. #SBLIIIpic.twitter.com/GBYUYDKKyp — NFL (@NFL) February 4, 2019 Með því að vinna þessa sex titla hefur New England Patriots komist upp að hlið Pittsburg Steelers sem tvö sigursælustu félögin í Super Bowl. Það þýðir líka að ekkert félag hefur unnið fleiri Super Bowl leiki en Tom Brady á meira en fimm áratuga sögu stærsta íþróttakappleiks í Bandaríkjunum. Brady er orðinn 41 árs gamall en felur aldurinn vel og lofaði því fyrir leikinn að þetta yrði ekki hans síðasti leikur. Það er samt freistandi fyrir hann að segja þetta gott núna. Það verður að fara að bera hann saman við menn eins og NBA-kónginn Michael Jordan því hann hefur fyrir löngu gert flest NFL-metin nær ósnertanleg með öllum þessum sigrum. Jordan vann sex meistaratitla með Chicago Bulls frá 1991 til 1998. Tom Brady var samt ekki kosinn mikilvægasti leikmaðurinn heldur Julian Edelman útherji Patriots-liðsins. Edelman greip tíu sendingar frá Brady og fór alls 141 jarda með þeim. Edelman hélt sóknarleiknum á floti þegar ekkert gekk en Patriots vörnin á líka mikið hrós fyrir að halda niðri hinu frábæra sóknarliði Los Angeles Rams. .@SuperBowl LIII MVP: Julian @Edelman11!!! #SBLIII#EverythingWeGotpic.twitter.com/i4X81xZ2sx — NFL (@NFL) February 4, 2019 Tom Brady fagnar snertimark Sony Michel.Vísir/Getty Á tímabili þar sem sóknarleikurinn var í fyrirrúmi hjá liðunum í NFL-deildinni var varnarleikurinn í aðalhlutverkinu í sjálfum Super Bowl leiknum í nótt. Það var lítið um tilþrif í sóknarleiknum en á móti var leikurinn æsispennandi og hélt því fólki við sjónvarpið þrátt fyrir lítið skor. Eina snertimark leiksins kom sjö mínútum fyrir leikslok og það skoraði stjarna New England Patriots í úrslitakeppninni í ár eða nýliðinn og hlauparinn Sony Michel. Varnarleikurinn var heldur betur í aðalhlutverkinu í fyrri hálfleiknum. Það var ekki skorað í fyrsta leikhlutanum og einu þrjú stigin í öllum hálfleiknum kom eftir 42 jarda vallarmark hjá Stephen Gostkowski, sparkara New England Patriots. Gostkowski hafði klúðrað sparki fyrir vallarmarki fyrr í leiknum en kom nú Patriots liðinu í 3-0 og þannig var staðan í hálfleik. Sóknarleikur Los Angeles Rams liðsins var algjörlega í molum í fyrri hálfleiknum og ungi leikstjórnandinn Jared Goff komst ekkert áleiðis gegn Patriots vörninni. Það gekk aðeins betur hjá Tom Brady og þá aðallega í gegnum sendingar til útherjans Julian Edelman sem varð sá fyrsti í sögu Super Bowl til að grípa sjö sendingar fyrir 74 jarda í fyrri hálfleik. Hvorugur leikstjórnandanna komst þó inn á rauða svæðið og Rams náð aðeins tveimur endurnýjunum allan hálfleikinn. New England Patriots varð fyrir áfalli í upphafi seinni hálfleiks þegar varnarmaðurinn öflugi Patrick Chung en sóknarleikurinn í seinni hálfleiknum var áfram ekki upp á marga fiska. Julian Edelman var frábær og líka sáttur í leikslok.Vísir/Getty Los Angeles Rams varð þannig fyrsta liðið í sögu Super Bowl til að sparka boltanum frá sér í sjö fyrstu sóknum sínum. Þeir þurftu líka að sparka frá sér í áttundu sókninni. Sparkarinn Johnny Hekker fékk nóg af æfingu og setti Super Bowl met með því að sparka 65 jarda í áttunda sparkinu. Los Angeles Rams liðið náði fyrstu almennilegu sókninni sinni í níundu tilraun undir lok þriðja leikhluta og var nálægt því að skora snertimark. Það gekk aftur á móti ekki en sparkarinn Greg Zuerlein jafnaði leikinn í 3-3 með 53 jarda vallarmarki, því næstlengsta í sögu Super Bowl. .@Flyguy2stackz scores the first TD of @SuperBowl LIII!@Patriots up 10-3. : #SBLIII on CBS pic.twitter.com/iEgjAq3TFw — NFL (@NFL) February 4, 2019 New England Patriots náði aftur að stoppa í vörninni í fjórða leikhlutanum og þegar sóknin hófst þá mátti heyra stóran hluta leikvangsins kyrja nafn Brady. Hann brást ekki heldur stýrði glæsilegri sókn upp völlinn sem endaði með snertimarki hlauparans og nýliðans Sony Michel. Michel var þarna að skora sitt sjötta snertimark í úrslitakeppninni (mesta hjá leikmanni í 22 ár) og Patriots liðið var komið yfir í 10-3. Lofandi sókn Rams-liðsins í kjölfarið endaði hins vegar með að Jared Goff kastaði boltanum frá sér eftir mikla pressu frá New England vörninni. Stephon Gilmore komst inn í sendingu hans. Goff kolféll á stóra prófinu í þessum leik og sóknarleikur Los Angeles Rams var aldrei líkur sjálfum sér. WOW.@BumpNrunGilm0re PICKS OFF Jared Goff with 4:17 left in the game. @Patriots leading 10-3. : #SBLIII on CBS pic.twitter.com/Yv2KXuTkaP — NFL (@NFL) February 4, 2019 Sparkarinn Stephen Gostkowski innsiglaði síðan sigurinn með því að skora 41 jarda vallarmark og tryggja Patriots 13-3 sigur. Jared Goff féll á stóra prófinu.Vísir/Getty FINAL: The @Patriots WIN @SuperBowl LIII! #SBLIII (by @Lexus) pic.twitter.com/3S2Vc91dyR — NFL (@NFL) February 4, 2019 NFL Ofurskálin Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Tom Brady bætti sjötta titlinum við goðsagnarkenndan feril sinn í NFL-deildinni þegar hann og félagar hans í New England Patriots unnu Super Bowl í nótt. Brady hefur nú orðið jafnoft NFL-meistari og Michael Jordan vann NBA-titilinn á sínum tíma. New England Patriots er NFL-meistari í ameríska fótboltanum eftir 13-3 sigur á Los Angeles Rams í Super Bowl leiknum í nótt sem var sá 53. í röðinni og að þessu sinni spilaður á hinum stórglæsilega Mercedes-Benz leikvangi í Atlantaborg í Georgífylki. Tom Brady var fyrsti leikstjórnandinn til að vinna fimm Super Bowl titla og hann er að sjálfsögðu sá fyrsti til að vinna sex. Hann hefur ásamt þjálfaranum Bill Belichick unnið sex af níu Super Bowl leikjum frá því að þeir komust þangað fyrst fyrir sautján árum síðan. Þeir settu báðir met með því að vera elsti þjálfari og elsti leikstjórnandi til að vinna Super Bowl. Six. #SBLIIIpic.twitter.com/GBYUYDKKyp — NFL (@NFL) February 4, 2019 Með því að vinna þessa sex titla hefur New England Patriots komist upp að hlið Pittsburg Steelers sem tvö sigursælustu félögin í Super Bowl. Það þýðir líka að ekkert félag hefur unnið fleiri Super Bowl leiki en Tom Brady á meira en fimm áratuga sögu stærsta íþróttakappleiks í Bandaríkjunum. Brady er orðinn 41 árs gamall en felur aldurinn vel og lofaði því fyrir leikinn að þetta yrði ekki hans síðasti leikur. Það er samt freistandi fyrir hann að segja þetta gott núna. Það verður að fara að bera hann saman við menn eins og NBA-kónginn Michael Jordan því hann hefur fyrir löngu gert flest NFL-metin nær ósnertanleg með öllum þessum sigrum. Jordan vann sex meistaratitla með Chicago Bulls frá 1991 til 1998. Tom Brady var samt ekki kosinn mikilvægasti leikmaðurinn heldur Julian Edelman útherji Patriots-liðsins. Edelman greip tíu sendingar frá Brady og fór alls 141 jarda með þeim. Edelman hélt sóknarleiknum á floti þegar ekkert gekk en Patriots vörnin á líka mikið hrós fyrir að halda niðri hinu frábæra sóknarliði Los Angeles Rams. .@SuperBowl LIII MVP: Julian @Edelman11!!! #SBLIII#EverythingWeGotpic.twitter.com/i4X81xZ2sx — NFL (@NFL) February 4, 2019 Tom Brady fagnar snertimark Sony Michel.Vísir/Getty Á tímabili þar sem sóknarleikurinn var í fyrirrúmi hjá liðunum í NFL-deildinni var varnarleikurinn í aðalhlutverkinu í sjálfum Super Bowl leiknum í nótt. Það var lítið um tilþrif í sóknarleiknum en á móti var leikurinn æsispennandi og hélt því fólki við sjónvarpið þrátt fyrir lítið skor. Eina snertimark leiksins kom sjö mínútum fyrir leikslok og það skoraði stjarna New England Patriots í úrslitakeppninni í ár eða nýliðinn og hlauparinn Sony Michel. Varnarleikurinn var heldur betur í aðalhlutverkinu í fyrri hálfleiknum. Það var ekki skorað í fyrsta leikhlutanum og einu þrjú stigin í öllum hálfleiknum kom eftir 42 jarda vallarmark hjá Stephen Gostkowski, sparkara New England Patriots. Gostkowski hafði klúðrað sparki fyrir vallarmarki fyrr í leiknum en kom nú Patriots liðinu í 3-0 og þannig var staðan í hálfleik. Sóknarleikur Los Angeles Rams liðsins var algjörlega í molum í fyrri hálfleiknum og ungi leikstjórnandinn Jared Goff komst ekkert áleiðis gegn Patriots vörninni. Það gekk aðeins betur hjá Tom Brady og þá aðallega í gegnum sendingar til útherjans Julian Edelman sem varð sá fyrsti í sögu Super Bowl til að grípa sjö sendingar fyrir 74 jarda í fyrri hálfleik. Hvorugur leikstjórnandanna komst þó inn á rauða svæðið og Rams náð aðeins tveimur endurnýjunum allan hálfleikinn. New England Patriots varð fyrir áfalli í upphafi seinni hálfleiks þegar varnarmaðurinn öflugi Patrick Chung en sóknarleikurinn í seinni hálfleiknum var áfram ekki upp á marga fiska. Julian Edelman var frábær og líka sáttur í leikslok.Vísir/Getty Los Angeles Rams varð þannig fyrsta liðið í sögu Super Bowl til að sparka boltanum frá sér í sjö fyrstu sóknum sínum. Þeir þurftu líka að sparka frá sér í áttundu sókninni. Sparkarinn Johnny Hekker fékk nóg af æfingu og setti Super Bowl met með því að sparka 65 jarda í áttunda sparkinu. Los Angeles Rams liðið náði fyrstu almennilegu sókninni sinni í níundu tilraun undir lok þriðja leikhluta og var nálægt því að skora snertimark. Það gekk aftur á móti ekki en sparkarinn Greg Zuerlein jafnaði leikinn í 3-3 með 53 jarda vallarmarki, því næstlengsta í sögu Super Bowl. .@Flyguy2stackz scores the first TD of @SuperBowl LIII!@Patriots up 10-3. : #SBLIII on CBS pic.twitter.com/iEgjAq3TFw — NFL (@NFL) February 4, 2019 New England Patriots náði aftur að stoppa í vörninni í fjórða leikhlutanum og þegar sóknin hófst þá mátti heyra stóran hluta leikvangsins kyrja nafn Brady. Hann brást ekki heldur stýrði glæsilegri sókn upp völlinn sem endaði með snertimarki hlauparans og nýliðans Sony Michel. Michel var þarna að skora sitt sjötta snertimark í úrslitakeppninni (mesta hjá leikmanni í 22 ár) og Patriots liðið var komið yfir í 10-3. Lofandi sókn Rams-liðsins í kjölfarið endaði hins vegar með að Jared Goff kastaði boltanum frá sér eftir mikla pressu frá New England vörninni. Stephon Gilmore komst inn í sendingu hans. Goff kolféll á stóra prófinu í þessum leik og sóknarleikur Los Angeles Rams var aldrei líkur sjálfum sér. WOW.@BumpNrunGilm0re PICKS OFF Jared Goff with 4:17 left in the game. @Patriots leading 10-3. : #SBLIII on CBS pic.twitter.com/Yv2KXuTkaP — NFL (@NFL) February 4, 2019 Sparkarinn Stephen Gostkowski innsiglaði síðan sigurinn með því að skora 41 jarda vallarmark og tryggja Patriots 13-3 sigur. Jared Goff féll á stóra prófinu.Vísir/Getty FINAL: The @Patriots WIN @SuperBowl LIII! #SBLIII (by @Lexus) pic.twitter.com/3S2Vc91dyR — NFL (@NFL) February 4, 2019
NFL Ofurskálin Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira