Vivian Lake, sex ára dóttir Tom Brady, stal senuninni í verðlaunaafhendingunni í nótt þegar New England Patriots tryggði sér sinn sjötta meistaratitil á sautján árum eftir sigur í Super Bowl í Atlanta.
New England Patriots vann leikinn 13-3 en aldrei hafa verið skoruð svona fá stig í Super Bowl leik. Líkt og í hinum fimm sigrunum þá leiddi Tom Brady sigursóknina í lokaleikhlutanum.
This is what it's all about. #SBLIIIpic.twitter.com/mnZXVpkP59
— NFL (@NFL) February 4, 2019
Tom Brady mætti síðan með Vivian Lake í fanginu í verðlaunafhendinguna og hún fékk líka að lyfta bikarnum sem pabbi hennar var að vinna í sjötta sinn á ótrúlegum ferli sínum.
Vivian Lake er dóttir Tom Brady og Gisele Bündchen er nýbúin að halda upp á sex ára afmælið sitt. Þau eiga líka saman strák sem fæddist árið 2009.
Hér fyrir neðan má sjá þegar Tom Brady fékk að fá bikarinn upp á verðlaunapallinum með stelpuna sína í fanginu en hún vildi augljóstlega ekki sleppa pabba sínum enda eflaust ekki búin að sjá mikið af honum undanfarið.
Tom Brady reacts to winning his SIXTH @SuperBowl ring! #SBLIII#EverythingWeGotpic.twitter.com/8rMqGxqWxg
— NFL (@NFL) February 4, 2019
Eins og sjá má hér fyrir neðan var þetta í fyrsta sinn sem Tom Brady mætir með barnið sitt í verðlaunaafhendinguna.
19 seasons
6 Super Bowl Rings
1 pic.twitter.com/WzJYSAqsK9
— SportsCenter (@SportsCenter) February 4, 2019
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af Tom Brady og dóttur hans Vivian Lake sem var gjörsamlega heilluð af öllum hamaganginum sem var í gangi niðri á vellinum.
Það má líka sjá þegar Tom Brady fagnaði sigrinum með konu sinni Gisele Bündchen.






