Breska lávarðadeildin undirlögð af úldnu keti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. febrúar 2019 09:00 Breska lávarðadeildin þykir ein virðulegasta stofnun Bretlands. María Lilja Þrastardóttir blótar þorra í lávarðadeildinni með Íslendingum um næstu helgi. Hugmyndin fæddist eftir daprasta blót sögunnar í fyrra. Komast inn fyrir dyr lávarðadeildarinnar með úldin mat í skjóli afmælis fullveldisins. „Það var töluvert mál að ná að sannfæra þau um að leyfa okkur að halda þessa sérstöku hátíð með þessum sérstaka mat á þessum virðulega stað,“ segir Garðar Agnarsson Hall matreiðslumeistari um aðdraganda þess að 130 Íslendingar munu blóta þorra í Lávarðadeild breska þingsins um næstu helgi. Garðar, sem er matreiðslumeistari í lávarðadeildinni, segir að hugmyndin hafi fæðst í fyrra eftir daprasta blót Íslendinga sem sögur fara af í London. „Það var ansi dapurt, haldið á pöbb með tannstönglamat. En þá fæddist þessi hugmynd og ég ræddi málið við Ingu Lísu Middleton sem var ekki lengi að koma af stað frábærum hópi Íslendinga til að skipuleggja þetta,“ segir Garðar og bætir við að Íslendingafélagið í London hafi lognast út af fyrir nokkrum árum.María Lilja Þrastardóttir.Garðar segir alls ekki sjálfsagt að fá að halda svona viðburð á þessum stað og því síður með svona mat. „Ég þurfti að útskýra ítarlega fyrir þeim hvernig þorramatur virkar og náði að sannfæra þá um að það væri ómögulegt að útvega hann öðruvísi en fá hann sendan frá Íslandi, segir Garðar og vísar til þess að þótt hægt sé að fá leigða Sali í Lávarðadeildinni, fylgi því ávallt veitingasala á staðnum. Aðspurður viðurkennir Garðar að hafa beitt fullveldisafmælinu á lávarðana. Já já, það var alveg punktur, að við værum að fara að halda þarna upp á 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Hann segir viðtökurnar hafa verið frábærar og selst hafi upp á blótið á rúmum sólarhring. „Það komast 130 manns fyrir og þá er þett setið. Heiðursgestur blótsins verður Lord Viscount Craigavon. „Hann er alveg sérstakur Íslandsvinur og er alveg þekktur fyrir að vera íslendingum innan handar í borginni,“ segir Garðar. Að öðru leiti verða skemmtiatriði að mestu í höndum íslendinga, þeirra á meðal verða íslensskir djassarar og söngfuglar í Íslendingakór Guðnýjar Sigurðardóttur sem starfræktur er í London. Veislustjórinn sem auglýstur var og flytja átti inn frá fróni hefur hins vegar tilkynnt forföll en þau Garðar og Inga Lísa segjast þegar komin með nokkra í sigtið þótt fyrirvarinn sé stuttur. „Já auðvitað, ég hef alltaf stefnt á breska þingið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem var snögg að tryggja sér sæti á blótið ásamt eiginmanni sínum, Orra Páli Dýrasyni. Hún segist ekki hafa farið áður á þorrablót í London en nú stefni hún beint á lávarðadeildina. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Þorrablót Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
María Lilja Þrastardóttir blótar þorra í lávarðadeildinni með Íslendingum um næstu helgi. Hugmyndin fæddist eftir daprasta blót sögunnar í fyrra. Komast inn fyrir dyr lávarðadeildarinnar með úldin mat í skjóli afmælis fullveldisins. „Það var töluvert mál að ná að sannfæra þau um að leyfa okkur að halda þessa sérstöku hátíð með þessum sérstaka mat á þessum virðulega stað,“ segir Garðar Agnarsson Hall matreiðslumeistari um aðdraganda þess að 130 Íslendingar munu blóta þorra í Lávarðadeild breska þingsins um næstu helgi. Garðar, sem er matreiðslumeistari í lávarðadeildinni, segir að hugmyndin hafi fæðst í fyrra eftir daprasta blót Íslendinga sem sögur fara af í London. „Það var ansi dapurt, haldið á pöbb með tannstönglamat. En þá fæddist þessi hugmynd og ég ræddi málið við Ingu Lísu Middleton sem var ekki lengi að koma af stað frábærum hópi Íslendinga til að skipuleggja þetta,“ segir Garðar og bætir við að Íslendingafélagið í London hafi lognast út af fyrir nokkrum árum.María Lilja Þrastardóttir.Garðar segir alls ekki sjálfsagt að fá að halda svona viðburð á þessum stað og því síður með svona mat. „Ég þurfti að útskýra ítarlega fyrir þeim hvernig þorramatur virkar og náði að sannfæra þá um að það væri ómögulegt að útvega hann öðruvísi en fá hann sendan frá Íslandi, segir Garðar og vísar til þess að þótt hægt sé að fá leigða Sali í Lávarðadeildinni, fylgi því ávallt veitingasala á staðnum. Aðspurður viðurkennir Garðar að hafa beitt fullveldisafmælinu á lávarðana. Já já, það var alveg punktur, að við værum að fara að halda þarna upp á 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Hann segir viðtökurnar hafa verið frábærar og selst hafi upp á blótið á rúmum sólarhring. „Það komast 130 manns fyrir og þá er þett setið. Heiðursgestur blótsins verður Lord Viscount Craigavon. „Hann er alveg sérstakur Íslandsvinur og er alveg þekktur fyrir að vera íslendingum innan handar í borginni,“ segir Garðar. Að öðru leiti verða skemmtiatriði að mestu í höndum íslendinga, þeirra á meðal verða íslensskir djassarar og söngfuglar í Íslendingakór Guðnýjar Sigurðardóttur sem starfræktur er í London. Veislustjórinn sem auglýstur var og flytja átti inn frá fróni hefur hins vegar tilkynnt forföll en þau Garðar og Inga Lísa segjast þegar komin með nokkra í sigtið þótt fyrirvarinn sé stuttur. „Já auðvitað, ég hef alltaf stefnt á breska þingið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem var snögg að tryggja sér sæti á blótið ásamt eiginmanni sínum, Orra Páli Dýrasyni. Hún segist ekki hafa farið áður á þorrablót í London en nú stefni hún beint á lávarðadeildina.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Þorrablót Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira