Þriðji bekkur breytti hugsunarhættinum Björk Eiðsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 08:00 Ágústa ásamt fjórum barna sinna í Stafafellsfjöllum í Lóni í fyrstu vatnasportsferð fjölskyldunnar í blautbúningum sem þau keyptu í fyrravor. Ágústa Margrét Arnardóttir setti hönnunarfyrirtæki sitt Arfleifð á pásu fyrir tveimur árum og settist í 3. bekk með syni sínum auk þess að eignast fimmta barnið. Sá tími umturnaði hugsunarhætti hennar. Ágústa býr ásamt eiginmanni sínum og fimm börnum á aldrinum tveggja til 12 ára á Djúpavogi. „Helstu kostir þess að búa hér eru klárlega náttúran og umhverfið en við vorum ekkert dugleg að nýta okkur það. Ég er inn við beinið allt of mikill innipúki og var vön að finna mér einhver verk innan heimilisins frekar en fara út að „leika mér“.“ Fyrir tæplega tveimur árum urðu eins og fyrr segir miklar breytingar í lífi fjölskyldunnar.María, 9 ára dóttir Ágústu, með boga sem hún útbjó sjálf en fjölskyldan hefur bætt heilmikilli útivist við líf sitt.„Ég setti fyrirtæki sem ég hef rekið frá árinu 2007 á pásu, eignaðist fimmta barnið og fór í 3. bekk. Sonur okkar, sem nú er í 5. bekk, var fastur í kolröngum farvegi í lífinu og með því að mæta með honum í skólann í tæpa fjóra mánuði kynntist ég honum, mér og lífinu á dýpri og innilegri máta en ég hafði áður gert. Í kjölfarið ákvað ég að setja mun meiri áherslu á að vera með börnunum mínum, leika mér, finna mér og okkur áhugamál, segja „nei, bíddu og seinna“ við heimilisstörfin og „já“ við gæðastundir fjölskyldunnar sem fólust ekki síst í ferðalögum og lengra og styttra flakki. Á þessum tíma vildi elsta dóttir mín, þá í 5. bekk, vera með opinn samfélagsmiðil, helst tengt ferðalögum og lífinu almennt. Mér fannst hún of ung en í sameiningu ákváðum við að opna „whattodoin“ á Snapchat og síðar fylgdi „whattodoin2017“ á Instagram og Facebook. Á þessum miðlum er markhópurinn foreldrar. Instagramið er að langmestu leyti tengt ferðalögum, áfangastöðum, uppeldi og sköpun en Snapchattið er miklu samhengislausara og út um allt. Í gegnum þessa miðla hef ég fundið gríðarlegan áhuga foreldra á því hvað er hægt að gera með fjölskyldunni, hvenær, hvernig og hvar.“Vatnasport í Berufirði. Vigdís, 12 ára, og María, 9 ára, hoppa í hyl en vatnasport fjölskyldunnar snýst að mestu um vatna- og árgöngur, flot, hopp og veiðar.Þessi áhugi varð til þess að Ágústa ákvað að fara í undirbúningsvinnu á barna- og ungmennatímariti þegar fæðingarorlofi lauk í september en hugmyndin kviknaði fyrir um sex árum þegar elsta dóttirin vildi verða áskrifandi að tímariti. „Okkur fannst báðum fátt um fína drætti í þeim efnum og öðru hvoru undanfarin ár hef ég hugsað: „Af hverju eru ekki gefin út blöð eins og ABC og Æskan enn þá?“Erum að aftengjast náttúrunni og sjálfinu Ágústa fór á fullt við að byggja upp teymi, fá ráðgjöf, kanna möguleika og fá fólk sem hefur hag og heilsu barna og fullorðinna að leiðarljósi til liðs við sig. „Allir eru sammála um að eflandi og hvetjandi tímarit fyrir börn sem að miklu leyti er skrifað af börnum, sé ekki bara gott heldur líka nauðsynlegt. Börn í dag lifa við þann raunveruleika að vera nánast alltaf nálægt tækjum og tólum, þar sem hljóð- og sjónmengun, skjábirta, óheilbrigt efni, óraunhæfar kröfur, samanburður og röng skilaboð flæða yfir þau. Því miður erum við mörg hver, ekki bara börnin, að aftengjast náttúrunni og sjálfinu. Það er stefna okkar allra sem að tímaritinu komum að fjalla á skemmtilegan, faglegan, fallegan og fróðlegan hátt um allt frá útivist og ferðalögum til afþreyingar fyrir líkama og sál. Við erum komin með magnaða viðmælendur og ótrúlega áhugavert efni og upplýsingar, t.d. hvar eru fjölskylduvænustu leiksvæðin, flottustu fossarnir, skemmtilegustu skógarnir, námskeið, viðburðir og margt fleira verður kynnt um allt land og út fyrir landsteinana. Auk þess verður mikil hvatning, leiðtogafræðsla, sköpun og fleira í blaðinu. Um helmingur vinnunnar er nú þegar klár og næstu skref til að koma tímaritinu í hendur á lesendum eru að kynna verkefnið og fjármagna það í gegnum Karolina Fund.“ Fylgjast má með framvindunni á Facebook-síðunni Hvað tímarit og á Instagram.Forsíða tímaritsins en Ágústa safnar nú fyrir útgáfu þess á Karolina Fund. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Sjá meira
Ágústa Margrét Arnardóttir setti hönnunarfyrirtæki sitt Arfleifð á pásu fyrir tveimur árum og settist í 3. bekk með syni sínum auk þess að eignast fimmta barnið. Sá tími umturnaði hugsunarhætti hennar. Ágústa býr ásamt eiginmanni sínum og fimm börnum á aldrinum tveggja til 12 ára á Djúpavogi. „Helstu kostir þess að búa hér eru klárlega náttúran og umhverfið en við vorum ekkert dugleg að nýta okkur það. Ég er inn við beinið allt of mikill innipúki og var vön að finna mér einhver verk innan heimilisins frekar en fara út að „leika mér“.“ Fyrir tæplega tveimur árum urðu eins og fyrr segir miklar breytingar í lífi fjölskyldunnar.María, 9 ára dóttir Ágústu, með boga sem hún útbjó sjálf en fjölskyldan hefur bætt heilmikilli útivist við líf sitt.„Ég setti fyrirtæki sem ég hef rekið frá árinu 2007 á pásu, eignaðist fimmta barnið og fór í 3. bekk. Sonur okkar, sem nú er í 5. bekk, var fastur í kolröngum farvegi í lífinu og með því að mæta með honum í skólann í tæpa fjóra mánuði kynntist ég honum, mér og lífinu á dýpri og innilegri máta en ég hafði áður gert. Í kjölfarið ákvað ég að setja mun meiri áherslu á að vera með börnunum mínum, leika mér, finna mér og okkur áhugamál, segja „nei, bíddu og seinna“ við heimilisstörfin og „já“ við gæðastundir fjölskyldunnar sem fólust ekki síst í ferðalögum og lengra og styttra flakki. Á þessum tíma vildi elsta dóttir mín, þá í 5. bekk, vera með opinn samfélagsmiðil, helst tengt ferðalögum og lífinu almennt. Mér fannst hún of ung en í sameiningu ákváðum við að opna „whattodoin“ á Snapchat og síðar fylgdi „whattodoin2017“ á Instagram og Facebook. Á þessum miðlum er markhópurinn foreldrar. Instagramið er að langmestu leyti tengt ferðalögum, áfangastöðum, uppeldi og sköpun en Snapchattið er miklu samhengislausara og út um allt. Í gegnum þessa miðla hef ég fundið gríðarlegan áhuga foreldra á því hvað er hægt að gera með fjölskyldunni, hvenær, hvernig og hvar.“Vatnasport í Berufirði. Vigdís, 12 ára, og María, 9 ára, hoppa í hyl en vatnasport fjölskyldunnar snýst að mestu um vatna- og árgöngur, flot, hopp og veiðar.Þessi áhugi varð til þess að Ágústa ákvað að fara í undirbúningsvinnu á barna- og ungmennatímariti þegar fæðingarorlofi lauk í september en hugmyndin kviknaði fyrir um sex árum þegar elsta dóttirin vildi verða áskrifandi að tímariti. „Okkur fannst báðum fátt um fína drætti í þeim efnum og öðru hvoru undanfarin ár hef ég hugsað: „Af hverju eru ekki gefin út blöð eins og ABC og Æskan enn þá?“Erum að aftengjast náttúrunni og sjálfinu Ágústa fór á fullt við að byggja upp teymi, fá ráðgjöf, kanna möguleika og fá fólk sem hefur hag og heilsu barna og fullorðinna að leiðarljósi til liðs við sig. „Allir eru sammála um að eflandi og hvetjandi tímarit fyrir börn sem að miklu leyti er skrifað af börnum, sé ekki bara gott heldur líka nauðsynlegt. Börn í dag lifa við þann raunveruleika að vera nánast alltaf nálægt tækjum og tólum, þar sem hljóð- og sjónmengun, skjábirta, óheilbrigt efni, óraunhæfar kröfur, samanburður og röng skilaboð flæða yfir þau. Því miður erum við mörg hver, ekki bara börnin, að aftengjast náttúrunni og sjálfinu. Það er stefna okkar allra sem að tímaritinu komum að fjalla á skemmtilegan, faglegan, fallegan og fróðlegan hátt um allt frá útivist og ferðalögum til afþreyingar fyrir líkama og sál. Við erum komin með magnaða viðmælendur og ótrúlega áhugavert efni og upplýsingar, t.d. hvar eru fjölskylduvænustu leiksvæðin, flottustu fossarnir, skemmtilegustu skógarnir, námskeið, viðburðir og margt fleira verður kynnt um allt land og út fyrir landsteinana. Auk þess verður mikil hvatning, leiðtogafræðsla, sköpun og fleira í blaðinu. Um helmingur vinnunnar er nú þegar klár og næstu skref til að koma tímaritinu í hendur á lesendum eru að kynna verkefnið og fjármagna það í gegnum Karolina Fund.“ Fylgjast má með framvindunni á Facebook-síðunni Hvað tímarit og á Instagram.Forsíða tímaritsins en Ágústa safnar nú fyrir útgáfu þess á Karolina Fund.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Sjá meira