Heilabrot í Hafnarfirði yfir útihátíðarvöskum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. febrúar 2019 11:00 Kristján Ómar Björnsson er heilsustjóri Nú. Fréttablaðið/Valli Framsýn menntun ehf., sem rekur grunnskólann Nú í Hafnarfirði, fær ekki að svo stöddu samþykki fyrir færanlegum handlaugum í skólastofum sínum og þar með starfsleyfi á nýjum stað. Nú flutti sig um áramótin úr Flatahrauni yfir á Reykjavíkurveg 50. Í skólanum eru sextíu nemendur í þremur efstu bekkjardeildum grunnskóla. „Ætlunin er að hafa færanlegar handlaugar sem hvorki verða tengdar neysluvatnslögn né fráveitu húsnæðisins,“ segir í fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um umsókn skólans. Kristján Ómar Björnsson, heilsustjóri Nú, segir vaskana hafða færanlega til þess að skólastofurnar séu sveigjanlegri. Aðrir skólar hafi sýnt þessari lausn mikinn áhuga.Af tólf vöskum hjá Nú eru þrír færanlegir með fótpumpu.Mynd/Nú„Við bara kærum okkur ekki um að sóa plássi í fastan vask á vegg sem hindrar okkur í að gera þá hluti sem við erum að gera,“ segir Kristján. „Þetta eru færanlegar handlaugar sem fyllt er á vatn – og pumpað upp, svipað og í færanlegum salernum sem notuð eru á útisamkomum – og affall fer í tank sem er tæmdur reglulega,“ útskýrir Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar. Heilbrigðisnefndin frestaði afgreiðslu málsins. „Að mati Heilbrigðiseftirlitsins orkaði það tvímælis hvort þessi gerð handlauga stæðist ákvæði hollustuháttareglugerða og var ákveðið að fresta málinu milli funda og óska álits Umhverfisstofnunar á því hvort þessi gerð handlauga stæðist reglugerð,“ segir Hörður. „Við erum sem sagt ekki með fasta vaska í kennslustofunum – eins og gömul reglugerð kveður á um: reglugerð sem var sett 1930 og eitthvað þegar komu upp berklar í Vesturbæjarskóla,“ segir Kristján. Skólinn hafi reyndar notað sömu færanlegu vaska á Flatahrauni í tvö og hálft ár. Heilbrigðiseftirlitið hafi tekið vaskana út áður og skólinn fengið undanþágu. Að sögn Kristjáns hefur enginn kvartað undan þeim færanlegu vöskum sem eru í skólanum. „Þeir eru jafn oft notaðir og í kennslustofum með hálffullorðið fólk; aldrei.“ Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Framsýn menntun ehf., sem rekur grunnskólann Nú í Hafnarfirði, fær ekki að svo stöddu samþykki fyrir færanlegum handlaugum í skólastofum sínum og þar með starfsleyfi á nýjum stað. Nú flutti sig um áramótin úr Flatahrauni yfir á Reykjavíkurveg 50. Í skólanum eru sextíu nemendur í þremur efstu bekkjardeildum grunnskóla. „Ætlunin er að hafa færanlegar handlaugar sem hvorki verða tengdar neysluvatnslögn né fráveitu húsnæðisins,“ segir í fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um umsókn skólans. Kristján Ómar Björnsson, heilsustjóri Nú, segir vaskana hafða færanlega til þess að skólastofurnar séu sveigjanlegri. Aðrir skólar hafi sýnt þessari lausn mikinn áhuga.Af tólf vöskum hjá Nú eru þrír færanlegir með fótpumpu.Mynd/Nú„Við bara kærum okkur ekki um að sóa plássi í fastan vask á vegg sem hindrar okkur í að gera þá hluti sem við erum að gera,“ segir Kristján. „Þetta eru færanlegar handlaugar sem fyllt er á vatn – og pumpað upp, svipað og í færanlegum salernum sem notuð eru á útisamkomum – og affall fer í tank sem er tæmdur reglulega,“ útskýrir Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar. Heilbrigðisnefndin frestaði afgreiðslu málsins. „Að mati Heilbrigðiseftirlitsins orkaði það tvímælis hvort þessi gerð handlauga stæðist ákvæði hollustuháttareglugerða og var ákveðið að fresta málinu milli funda og óska álits Umhverfisstofnunar á því hvort þessi gerð handlauga stæðist reglugerð,“ segir Hörður. „Við erum sem sagt ekki með fasta vaska í kennslustofunum – eins og gömul reglugerð kveður á um: reglugerð sem var sett 1930 og eitthvað þegar komu upp berklar í Vesturbæjarskóla,“ segir Kristján. Skólinn hafi reyndar notað sömu færanlegu vaska á Flatahrauni í tvö og hálft ár. Heilbrigðiseftirlitið hafi tekið vaskana út áður og skólinn fengið undanþágu. Að sögn Kristjáns hefur enginn kvartað undan þeim færanlegu vöskum sem eru í skólanum. „Þeir eru jafn oft notaðir og í kennslustofum með hálffullorðið fólk; aldrei.“
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira