Skúli Gunnar kærir Svein Andra fyrir að kæra sig Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. febrúar 2019 06:00 Sveinn Andri Sveinsson. Vísir/Vilhelm Skúli Gunnar Sigfússon hefur kært Svein Andra Sveinsson til héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir með því að hafa með rangri kæru leitast við að koma því til leiðar að Skúli og aðrir nafngreindir einstaklingar yrðu ranglega sakaðir um brot gegn almennum hegningarlögum,“ eins og segir í kærunni sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í henni segir að Sveinn hafi lýst því ranglega í fimm kæruliðum í kæru til Sérstaks saksóknara síðastliðið haust að kærandi hefði meðal annars framið auðgunarbrot, skjalafals, rangfærslu sönnunargagna o.fl. Er í kærunni leitast við að gera grein fyrir og leiðrétta meintar rangfærslur í fyrrgreindri tilkynningu Sveins til Sérstaks saksóknara og tekið fram að Skúli eigi engan annan kost en að kæra Svein Andra fyrir rangar sakargiftir með alvarlegum hætti, enda hafi ásakanir hans jafnframt valdið honum (Skúla) álitshnekki og mikilli slæmri fjölmiðlaumfjöllun. „Vegna þessarar kæru Skúla þá er rétt að taka fram að ég lagði ekki fram kæru eins og hann vísar til heldur tilkynnti ég héraðssaksóknara grunsemdir mínar um hugsanlega refsiverða háttsemi," segir Sveinn Andri Sveinsson þegar viðbragða hans er leitað. Hann segir kæruna skjóta skökku við enda hafi lögmenn Skúla meðal annars byggt á því í kvörtunum til héraðsdóms að skiptastjóra beri skylda til að senda saksóknara slíkar tilkynningar telji hann tilefni til rökstudds gruns um að þrotamaður eða aðrir kunni að hafa gerst sekir um refsiverða háttsemi. Deilur þeirra Sveins Andra og Skúla eiga sér orðið langa sögu og varða heildsölufélag sem Skúli átti en var úrskurðað gjaldþrota og Sveinn Andri Sveinsson skipaður skiptastjóri fyrir. Kærur hafa gengið á víxl lengi og mörg dómsmál sprottið af skiptaferlinu sem ekki hafa öll verið til lykta leidd. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Skúli í Subway til rannsóknar hjá saksóknara Viðskiptagjörningar Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway, eru til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari en vill ekki segja til um hvert inntak rannsóknarinnar er eða hvar hún er á vegi stödd. 15. september 2017 06:00 Sveinn Andri kærður til héraðssaksóknara Skúli í Subway hefur kært Svein Andra Sveinsson hæstaréttarlögmann til héraðssaksóknara fyrir meintar ólögmætar þvinganir og rangar sakargiftir í starfi hans sem skiptastjóri félagsins EK1923. Háttsemi Sveins fer í bága við siðareglur lögmanna að mati úrskurðarnefndar Lögmannafélags Íslands. 16. nóvember 2017 06:00 Skiptastjóri hefur fengið 66,5 milljónir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður fékk að meðaltali fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra vegna starfa sinna fyrir þrotabú heildverslunar Eggerts Kristjánssonar. Hann segir að mikil vinna hafi farið í að rannsaka málið. 20. júní 2018 06:00 Tilkynnir Skúla aftur til saksóknara Skiptastjóri EK1923 ehf. telur að eigandi og fyrirsvarsmenn Sjöstjörnunnar ehf. hafi gerst brotlegir í störfum sínum fyrir félagið. Hann hefur sent tilkynningu til héraðssaksóknara um þann grun sinn. 11. september 2018 05:45 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Skúli Gunnar Sigfússon hefur kært Svein Andra Sveinsson til héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir með því að hafa með rangri kæru leitast við að koma því til leiðar að Skúli og aðrir nafngreindir einstaklingar yrðu ranglega sakaðir um brot gegn almennum hegningarlögum,“ eins og segir í kærunni sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í henni segir að Sveinn hafi lýst því ranglega í fimm kæruliðum í kæru til Sérstaks saksóknara síðastliðið haust að kærandi hefði meðal annars framið auðgunarbrot, skjalafals, rangfærslu sönnunargagna o.fl. Er í kærunni leitast við að gera grein fyrir og leiðrétta meintar rangfærslur í fyrrgreindri tilkynningu Sveins til Sérstaks saksóknara og tekið fram að Skúli eigi engan annan kost en að kæra Svein Andra fyrir rangar sakargiftir með alvarlegum hætti, enda hafi ásakanir hans jafnframt valdið honum (Skúla) álitshnekki og mikilli slæmri fjölmiðlaumfjöllun. „Vegna þessarar kæru Skúla þá er rétt að taka fram að ég lagði ekki fram kæru eins og hann vísar til heldur tilkynnti ég héraðssaksóknara grunsemdir mínar um hugsanlega refsiverða háttsemi," segir Sveinn Andri Sveinsson þegar viðbragða hans er leitað. Hann segir kæruna skjóta skökku við enda hafi lögmenn Skúla meðal annars byggt á því í kvörtunum til héraðsdóms að skiptastjóra beri skylda til að senda saksóknara slíkar tilkynningar telji hann tilefni til rökstudds gruns um að þrotamaður eða aðrir kunni að hafa gerst sekir um refsiverða háttsemi. Deilur þeirra Sveins Andra og Skúla eiga sér orðið langa sögu og varða heildsölufélag sem Skúli átti en var úrskurðað gjaldþrota og Sveinn Andri Sveinsson skipaður skiptastjóri fyrir. Kærur hafa gengið á víxl lengi og mörg dómsmál sprottið af skiptaferlinu sem ekki hafa öll verið til lykta leidd.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Skúli í Subway til rannsóknar hjá saksóknara Viðskiptagjörningar Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway, eru til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari en vill ekki segja til um hvert inntak rannsóknarinnar er eða hvar hún er á vegi stödd. 15. september 2017 06:00 Sveinn Andri kærður til héraðssaksóknara Skúli í Subway hefur kært Svein Andra Sveinsson hæstaréttarlögmann til héraðssaksóknara fyrir meintar ólögmætar þvinganir og rangar sakargiftir í starfi hans sem skiptastjóri félagsins EK1923. Háttsemi Sveins fer í bága við siðareglur lögmanna að mati úrskurðarnefndar Lögmannafélags Íslands. 16. nóvember 2017 06:00 Skiptastjóri hefur fengið 66,5 milljónir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður fékk að meðaltali fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra vegna starfa sinna fyrir þrotabú heildverslunar Eggerts Kristjánssonar. Hann segir að mikil vinna hafi farið í að rannsaka málið. 20. júní 2018 06:00 Tilkynnir Skúla aftur til saksóknara Skiptastjóri EK1923 ehf. telur að eigandi og fyrirsvarsmenn Sjöstjörnunnar ehf. hafi gerst brotlegir í störfum sínum fyrir félagið. Hann hefur sent tilkynningu til héraðssaksóknara um þann grun sinn. 11. september 2018 05:45 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Skúli í Subway til rannsóknar hjá saksóknara Viðskiptagjörningar Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway, eru til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari en vill ekki segja til um hvert inntak rannsóknarinnar er eða hvar hún er á vegi stödd. 15. september 2017 06:00
Sveinn Andri kærður til héraðssaksóknara Skúli í Subway hefur kært Svein Andra Sveinsson hæstaréttarlögmann til héraðssaksóknara fyrir meintar ólögmætar þvinganir og rangar sakargiftir í starfi hans sem skiptastjóri félagsins EK1923. Háttsemi Sveins fer í bága við siðareglur lögmanna að mati úrskurðarnefndar Lögmannafélags Íslands. 16. nóvember 2017 06:00
Skiptastjóri hefur fengið 66,5 milljónir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður fékk að meðaltali fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra vegna starfa sinna fyrir þrotabú heildverslunar Eggerts Kristjánssonar. Hann segir að mikil vinna hafi farið í að rannsaka málið. 20. júní 2018 06:00
Tilkynnir Skúla aftur til saksóknara Skiptastjóri EK1923 ehf. telur að eigandi og fyrirsvarsmenn Sjöstjörnunnar ehf. hafi gerst brotlegir í störfum sínum fyrir félagið. Hann hefur sent tilkynningu til héraðssaksóknara um þann grun sinn. 11. september 2018 05:45