Vanvirðing við vinnandi fólk Valgerður Árnadóttir skrifar 6. febrúar 2019 16:03 Hvernig stendur á því að ráðamenn þessarar þjóðar skuli ekki láta sig varða kjör kjósenda þeirra? Hversu illa erum við stödd þegar þingmenn okkar hafa ekki tengsl eða skilning fyrir almenningi í landinu? Ríkir hér svo mikil forréttindablinda og stéttarskipting að menn eru ófærir um að setja sig í spor annarra? Hvaða málefni í okkar litla þjóðfélagi er mikilvægara en kjarasamningar fólksins sem hér býr og vinnur? Þarf að skikka þingmenn til að taka amk. einn mánuð af sínu ofurlanga sumarfríi í að vinna láglaunastörf svo þau hafi skilning á þörfum kjósenda sinna? Í starfi mínu hjá stéttarfélagi hitti ég mikið af fólki. Fólk sem vinnur baki brotnu við að halda uppi helstu stoðum samfélagsins, fólkið sem keyrir strætó, hugsar um eldri borgara okkar, börnin okkar, fólk sem framleiðir matinn okkar, eldar hann og ber hann fram, fólkið sem sinnir ferðamönnunum, þrífur eftir þá, þrífur eftir okkur, tekur ruslið okkar, lagar vegina okkar, sér um garðana, perurnar í ljósastaurunum og svo má lengi telja. Fólkið sem er ómissandi til að daglegt líf okkar geti gengið smurt. En allstaðar sem ég fer heyri ég sögur af viðmóti sem þetta fólk fær, skilningsleysið sem mætir því, vanvirðingin sem því er sýnt og það hryggir mig, ég er miður mín yfir óréttlætinu og skil ekki að á þau sé ekki hlustað, að kröfum þeirra sé ekki mætt. Það er ekki nóg með að fólki sé boðið skítakaup sem enginn getur lifað af í nútímasamfélagi heldur þarf það að finna fyrir því daglega hvað það er lítils metið. Viðmót sem fólk í láglaunastörfum fær er ömurlegt og sérstaklega gagnvart fólki af erlendu bergi brotið. Því er sagt í hvert sinn og það biður um örlítið betri kjör að það eigi að vera þakklátt fyrir að vera yfir höfuð með vinnu. Vinnuveitendur hóta erlendu starfsfólki að það muni koma í veg fyrir að það fá vinnu annars staðar ef það reynir að berjast fyrir réttindum sínum, ef það leitar til stéttarfélagsins vegna þess að það er verið að brjóta á því getur það átt hættu á að missa starfið. Rétt fyrir jólin hitti ég verkakonu hjá matvælafyrirtæki, hún hafði unnið þar í 35 ár við að framleiða vöru sem flestir telja ómissandi, sérstaklega fyrir jólin, en hún fékk uppsagnarbréf í jólagjöf. Orðin 65 ára gömul, átti einungis 2 ár eftir í ellilaun og stjórn fyrirtækisins taldi þau þurfa að hagræða svo að þau sögðu upp elstu starfsmönnunum sem hafa sýnt fyrirtækinu tryggð í gegnum súrt og sætt og það fyrir lágmarkslaun. Eftir 35 ár í starfi náði kaupið fyrir fulla vinnu einungis lágmarki sem er 300 þúsund krónur. Tryggð fyrirtækis við starfsmenn er engin en tryggð starfsmanna er krafist. Svigrúm kauphækkana er engin en aðaleigandi þessa fyrirtækis greiddi sjálfum sér 3,2 milljarða í arð á síðasta ári. Þúsundfalda launaupphæð konunnar sem var sagt upp. Þegar ráðamenn eru spurðir hvort ekki þurfi að bæta kaup og kjör þessa fólks er svarið oft á þann veg að allir hafi jöfn tækifæri á Íslandi í dag, að allir geti sótt sér menntun og komið sér í önnur störf ef þau svo kjósa. Fyrir utan hvað það sýnir mikla vanþekkingu á raunveruleika vinnandi fólks þá gleyma þeir þeirri staðreynd að einhver þarf að vinna þessi störf, þau eru ómissandi í nútímasamfélagi og því ætti að sjá til þess að fólk sem tekur á sig að vinna þau fái mannsæmandi laun fyrir. Það er kominn tími til að ráðamenn þessarar þjóðar taki forréttindahuluna frá augunum og standi með kjósendum sínum og beiti sér fyrir því að bæta kjör þeirra. Ef þau gera það ekki þá efast ég að þau fái áframhaldandi vinnu á þingi eftir næstu kosningar, það eru jú jöfn tækifæri fyrir alla að bjóða sig fram til þings og margt gott fólk sem er til í að taka við keflinu.Höfundur er starfsmaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Valgerður Árnadóttir Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á því að ráðamenn þessarar þjóðar skuli ekki láta sig varða kjör kjósenda þeirra? Hversu illa erum við stödd þegar þingmenn okkar hafa ekki tengsl eða skilning fyrir almenningi í landinu? Ríkir hér svo mikil forréttindablinda og stéttarskipting að menn eru ófærir um að setja sig í spor annarra? Hvaða málefni í okkar litla þjóðfélagi er mikilvægara en kjarasamningar fólksins sem hér býr og vinnur? Þarf að skikka þingmenn til að taka amk. einn mánuð af sínu ofurlanga sumarfríi í að vinna láglaunastörf svo þau hafi skilning á þörfum kjósenda sinna? Í starfi mínu hjá stéttarfélagi hitti ég mikið af fólki. Fólk sem vinnur baki brotnu við að halda uppi helstu stoðum samfélagsins, fólkið sem keyrir strætó, hugsar um eldri borgara okkar, börnin okkar, fólk sem framleiðir matinn okkar, eldar hann og ber hann fram, fólkið sem sinnir ferðamönnunum, þrífur eftir þá, þrífur eftir okkur, tekur ruslið okkar, lagar vegina okkar, sér um garðana, perurnar í ljósastaurunum og svo má lengi telja. Fólkið sem er ómissandi til að daglegt líf okkar geti gengið smurt. En allstaðar sem ég fer heyri ég sögur af viðmóti sem þetta fólk fær, skilningsleysið sem mætir því, vanvirðingin sem því er sýnt og það hryggir mig, ég er miður mín yfir óréttlætinu og skil ekki að á þau sé ekki hlustað, að kröfum þeirra sé ekki mætt. Það er ekki nóg með að fólki sé boðið skítakaup sem enginn getur lifað af í nútímasamfélagi heldur þarf það að finna fyrir því daglega hvað það er lítils metið. Viðmót sem fólk í láglaunastörfum fær er ömurlegt og sérstaklega gagnvart fólki af erlendu bergi brotið. Því er sagt í hvert sinn og það biður um örlítið betri kjör að það eigi að vera þakklátt fyrir að vera yfir höfuð með vinnu. Vinnuveitendur hóta erlendu starfsfólki að það muni koma í veg fyrir að það fá vinnu annars staðar ef það reynir að berjast fyrir réttindum sínum, ef það leitar til stéttarfélagsins vegna þess að það er verið að brjóta á því getur það átt hættu á að missa starfið. Rétt fyrir jólin hitti ég verkakonu hjá matvælafyrirtæki, hún hafði unnið þar í 35 ár við að framleiða vöru sem flestir telja ómissandi, sérstaklega fyrir jólin, en hún fékk uppsagnarbréf í jólagjöf. Orðin 65 ára gömul, átti einungis 2 ár eftir í ellilaun og stjórn fyrirtækisins taldi þau þurfa að hagræða svo að þau sögðu upp elstu starfsmönnunum sem hafa sýnt fyrirtækinu tryggð í gegnum súrt og sætt og það fyrir lágmarkslaun. Eftir 35 ár í starfi náði kaupið fyrir fulla vinnu einungis lágmarki sem er 300 þúsund krónur. Tryggð fyrirtækis við starfsmenn er engin en tryggð starfsmanna er krafist. Svigrúm kauphækkana er engin en aðaleigandi þessa fyrirtækis greiddi sjálfum sér 3,2 milljarða í arð á síðasta ári. Þúsundfalda launaupphæð konunnar sem var sagt upp. Þegar ráðamenn eru spurðir hvort ekki þurfi að bæta kaup og kjör þessa fólks er svarið oft á þann veg að allir hafi jöfn tækifæri á Íslandi í dag, að allir geti sótt sér menntun og komið sér í önnur störf ef þau svo kjósa. Fyrir utan hvað það sýnir mikla vanþekkingu á raunveruleika vinnandi fólks þá gleyma þeir þeirri staðreynd að einhver þarf að vinna þessi störf, þau eru ómissandi í nútímasamfélagi og því ætti að sjá til þess að fólk sem tekur á sig að vinna þau fái mannsæmandi laun fyrir. Það er kominn tími til að ráðamenn þessarar þjóðar taki forréttindahuluna frá augunum og standi með kjósendum sínum og beiti sér fyrir því að bæta kjör þeirra. Ef þau gera það ekki þá efast ég að þau fái áframhaldandi vinnu á þingi eftir næstu kosningar, það eru jú jöfn tækifæri fyrir alla að bjóða sig fram til þings og margt gott fólk sem er til í að taka við keflinu.Höfundur er starfsmaður Eflingar.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun