„Hættið að kúga þá sem eiga ekkert“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 16:10 Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, segir flokkinn á móti veggjöldum. VÍSIR/VILHELM Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, gerði samgönguáætlun og fyrirhuguð veggjöld að umræðuefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Alþingi ræðir nú samgönguáætlun og tillögu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar þess efnis að innheimta veggjöld. Veggjöldin eru umdeild og hafa einhverjir haldið því sjónarmiði á lofti að þau munu koma sér sérstaklega fyrir tekjulága sem hafa nú þegar lítið á milli handanna. Þeirra á meðal er Inga og ítrekaði hún þetta sjónarmið sitt í ræðu sinni í dag. „Staðreyndin er sú að það er endalaust leitað hér logandi ljósi að auka álögum á almenning. Almenning sem í rauninni er skattlagður í sárri fátækt. Fólkið okkar sem er að greiða skatta sem er með tekjur langt undir 300 þúsund krónum útborgað á mánuði,“ sagði Inga og hélt áfram: „Á árinu 2019 verður ríkissjóður af sjö milljörðum vegna 63 prósenta lækkunar á hinum svokallaða bankaskatti. Hér er ég að tala um forgangsröðun fjármuna virðulegi forseti. Á árinu 2019 mun lækkun veiðigjalda lækka tekjur ríkissjóðs um 4,3 milljarða króna. Lækkun sem sérstaklega mun nýtast stórútgerðinni. Bara þetta tvennt skerðir tekjur ríkissjóðs um 11,3 milljarða á árinu. Þetta fé mátti nota í þágu allra landsmanna til uppbyggingar á hinu niðurnídda samgöngukerfi í stað þess að taka erlend lán og senda síðan reikninginn.“ Hún sagði að Flokkur fólksins segði nei við vegsköttum. „Hættið að kúga þá sem eiga ekkert. Sækið fjármagnið þangað sem það er að finna. Það er hin eina rétta forgangsröðun. Flokkur fólksins mótmælir harðlega þeirri grímulausu hagsmunagæslu sem ríkisstjórnin rekur til verndar þeim sem allt eiga á kostnað þeirra eiga ekkert. Bankarnir hafa efni á að greiða bankaskattinn, stórútgerðin hefur efni á að borga fullt verð fyrir aðgang að auðlindinni okkar. Fátækt fólk hefur ekki efni á að borga vegskatta eða fleiri gjöld eða nokkuð annað sem eykur við greiðslubyrði þeirra sem er óyfirstíganleg nú þegar,“ sagði Inga Sæland. Alþingi Flokkur fólksins Samgöngur Tengdar fréttir Veggjöld á helstu stofnleiðum samþykkt í samgöngunefnd Tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni um að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins léti af formennsku í nefndinni var vísað á vettvang þingflokksformanna. 29. janúar 2019 12:04 Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. 5. febrúar 2019 17:42 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, gerði samgönguáætlun og fyrirhuguð veggjöld að umræðuefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Alþingi ræðir nú samgönguáætlun og tillögu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar þess efnis að innheimta veggjöld. Veggjöldin eru umdeild og hafa einhverjir haldið því sjónarmiði á lofti að þau munu koma sér sérstaklega fyrir tekjulága sem hafa nú þegar lítið á milli handanna. Þeirra á meðal er Inga og ítrekaði hún þetta sjónarmið sitt í ræðu sinni í dag. „Staðreyndin er sú að það er endalaust leitað hér logandi ljósi að auka álögum á almenning. Almenning sem í rauninni er skattlagður í sárri fátækt. Fólkið okkar sem er að greiða skatta sem er með tekjur langt undir 300 þúsund krónum útborgað á mánuði,“ sagði Inga og hélt áfram: „Á árinu 2019 verður ríkissjóður af sjö milljörðum vegna 63 prósenta lækkunar á hinum svokallaða bankaskatti. Hér er ég að tala um forgangsröðun fjármuna virðulegi forseti. Á árinu 2019 mun lækkun veiðigjalda lækka tekjur ríkissjóðs um 4,3 milljarða króna. Lækkun sem sérstaklega mun nýtast stórútgerðinni. Bara þetta tvennt skerðir tekjur ríkissjóðs um 11,3 milljarða á árinu. Þetta fé mátti nota í þágu allra landsmanna til uppbyggingar á hinu niðurnídda samgöngukerfi í stað þess að taka erlend lán og senda síðan reikninginn.“ Hún sagði að Flokkur fólksins segði nei við vegsköttum. „Hættið að kúga þá sem eiga ekkert. Sækið fjármagnið þangað sem það er að finna. Það er hin eina rétta forgangsröðun. Flokkur fólksins mótmælir harðlega þeirri grímulausu hagsmunagæslu sem ríkisstjórnin rekur til verndar þeim sem allt eiga á kostnað þeirra eiga ekkert. Bankarnir hafa efni á að greiða bankaskattinn, stórútgerðin hefur efni á að borga fullt verð fyrir aðgang að auðlindinni okkar. Fátækt fólk hefur ekki efni á að borga vegskatta eða fleiri gjöld eða nokkuð annað sem eykur við greiðslubyrði þeirra sem er óyfirstíganleg nú þegar,“ sagði Inga Sæland.
Alþingi Flokkur fólksins Samgöngur Tengdar fréttir Veggjöld á helstu stofnleiðum samþykkt í samgöngunefnd Tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni um að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins léti af formennsku í nefndinni var vísað á vettvang þingflokksformanna. 29. janúar 2019 12:04 Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. 5. febrúar 2019 17:42 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Veggjöld á helstu stofnleiðum samþykkt í samgöngunefnd Tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni um að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins léti af formennsku í nefndinni var vísað á vettvang þingflokksformanna. 29. janúar 2019 12:04
Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. 5. febrúar 2019 17:42