Brottfall úr skóla að hluta rakið til ófullnægjandi íslenskukennslu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 23:30 Brottfall barna úr framhaldsskólum má meðal annars tengja við ófullnægjandi íslenskukennslu upp menntastigann. Þetta segir Sigrún Ólafsdóttir, lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún segir að börn vanti orðaforða þegar námið þyngist. Samkvæmt könnunum kemur Ísland illa út hvað varðar málfærni barna með íslensku sem annað tungumál. Niðurstöður PISA-prófanna benda til að lesskilningur barna sem eru með annað tungumál en íslensku sem móðurmál fari hríðversnandi. Í fréttum okkar í síðustu viku sögðum við frá nýrri skýrslu Hagstofunnar þar sem fram kemur að brottfall barna innflytjenda eftir sautján ára aldur er töluvert meira en innlendra. „Að jafnaði eru leik- og grunnskólanemendur sem eru með íslensku sem annað mál ekki að ná stöðugum framförum í íslensku og þau bara hrökklast frá hinum og bilið eykst. Við erum í raun að standa okkur einna verst í þátttökulöndum PISA í því hvað mikill munur er á milli innfluttra og innfæddra nemenda fimmtán ára gamalla í lesskilningi,“ segir Sigrún.Hafa tífaldast á tuttugu árum Fjöldi barna innfluttra hefur tífaldast síðustu tvo áratugi. Í aðgerðaráætlun mennta- og menningarmálaráðherra fyrir árin 2019 til 2022 er stefnt á að auka stuðning við þennan hóp. En í aðalnámskrá grunnskóla er enginn rammi utan um hversu mörgum kennslustundum skuli varið sérstaklega til íslenskukennslu. Skólarnir geta því sjálfir valið hvernig eða hvort þeir sinni þessum hópi. Engin heildstæð stefna er um það. „Við þurfum að gæta þess að allir nemendur, þá er ég líka að tala um þá sem hafa íslensku sem móðurmál, fái að efla stöðugt og jafnt færni sína í að vera virkir málnotendur á íslenska tungu. Þannig að þeir geti lesið texta og skilið hann og unnið með textann á flóknari og flóknari hátt með hækkandi aldri. Líka að geta notað íslenska tungu um flókin málefni, um námið og líka í ritun,“ segir Sigrún. Börn og uppeldi Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Sjá meira
Brottfall barna úr framhaldsskólum má meðal annars tengja við ófullnægjandi íslenskukennslu upp menntastigann. Þetta segir Sigrún Ólafsdóttir, lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún segir að börn vanti orðaforða þegar námið þyngist. Samkvæmt könnunum kemur Ísland illa út hvað varðar málfærni barna með íslensku sem annað tungumál. Niðurstöður PISA-prófanna benda til að lesskilningur barna sem eru með annað tungumál en íslensku sem móðurmál fari hríðversnandi. Í fréttum okkar í síðustu viku sögðum við frá nýrri skýrslu Hagstofunnar þar sem fram kemur að brottfall barna innflytjenda eftir sautján ára aldur er töluvert meira en innlendra. „Að jafnaði eru leik- og grunnskólanemendur sem eru með íslensku sem annað mál ekki að ná stöðugum framförum í íslensku og þau bara hrökklast frá hinum og bilið eykst. Við erum í raun að standa okkur einna verst í þátttökulöndum PISA í því hvað mikill munur er á milli innfluttra og innfæddra nemenda fimmtán ára gamalla í lesskilningi,“ segir Sigrún.Hafa tífaldast á tuttugu árum Fjöldi barna innfluttra hefur tífaldast síðustu tvo áratugi. Í aðgerðaráætlun mennta- og menningarmálaráðherra fyrir árin 2019 til 2022 er stefnt á að auka stuðning við þennan hóp. En í aðalnámskrá grunnskóla er enginn rammi utan um hversu mörgum kennslustundum skuli varið sérstaklega til íslenskukennslu. Skólarnir geta því sjálfir valið hvernig eða hvort þeir sinni þessum hópi. Engin heildstæð stefna er um það. „Við þurfum að gæta þess að allir nemendur, þá er ég líka að tala um þá sem hafa íslensku sem móðurmál, fái að efla stöðugt og jafnt færni sína í að vera virkir málnotendur á íslenska tungu. Þannig að þeir geti lesið texta og skilið hann og unnið með textann á flóknari og flóknari hátt með hækkandi aldri. Líka að geta notað íslenska tungu um flókin málefni, um námið og líka í ritun,“ segir Sigrún.
Börn og uppeldi Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Sjá meira