Ársþing KSÍ fer fram á laugardaginn en Guðni og Geir berjast þar um formannsstólinn. Guðni hefur verið formaður í tvö ár en Geir hafði verið lengi formaður KSÍ áður en hann steig til hliðar.
Geir og Guðni mættust í kappræðum á Stöð 2 Sport í kvöld og fram fóru líflegar umræður á Twitter. Ein þeirra sem tók þátt í umræðunni var Dagný Brynjarsdóttir og hún horfir, virðist vera, frekar til Guðna en Geirs.
„Þau 8 ár sem èg spilaði með A-landsliði kvenna var Guðni í töluvert meiri samskiptum við kvennaliðið. Geir virtist of upptekinn fyrir eitthvað annað öll 7 árin á undan. Guðni líka góð manneskja, splæsti á ólèttu mig á Lemon þegar posarnir lágu niðri.“
Dagný hefur spilað 76 landsleiki og skorað í þeim 22 mörk.
Þau 8 ár sem èg spilaði með A-landsliði kvenna var Guðni í töluvert meiri samskiptum við kvennaliðið. Geir virtist of upptekinn fyrir eitthvað annað öll 7 árin á undan. Guðni líka góð manneskja, splæsti á ólèttu mig á Lemon þegar posarnir lágu niðri! #KSIformadur
— Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) February 6, 2019