Á rétt á bótum eftir allt saman vegna snjóflóðs af eigin völdum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. febrúar 2019 13:28 Snjóflóðið féll í hlíðinni sem sést á þessari mynd. Vísir/Egill Viðar Kristinsson, sem slasaðist alvarlega í snjóflóði í Eyrarfjalli fyrir ofan Ísafjörð, á rétt á bótum frá Sjóvá-Almennar vegna þeirra meiðsla sem hann hlaut í snjóflóðinu. Óumdeilt er að skíðaiðkun hans og félaga hans hafi valdið snjóflóðinu. Tryggingarfélagið og Viðlagatrygging Íslands höfðu áður hafnað bótaskyldu í málinu.Þann 18. janúar árið 2015 var Viðar á fjallaskíðum í hlíðum Eyrarfjalls ásamt félaga sínum. Þegar þeir voru komnir langleiðina upp hlíð fjallsins fór af stað snjóflóð.Viðar ræddi málið við Kastljós árið 2017eftir að Úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum komst að sömu niðurstöðu og Sjóvá að hann ætti ekki rétt á bótum.Viðar lenti í flóðinu og barst með því 200 til 300 metra niður fjallshlíðina. Við þetta hlaut hann alvarlega áverka, þar á meðal hálsbrot, beinbrot og taugaskaða á hægri handlegg ásamt öðrum áverkum. Auk þess skemmdist fjallaskíðabúnaður og önnur verðmæti sem hann hafði á sér. Félagi hans lenti ekki í snjóflóðinu.Vísaði til ákvæðis um að tjón af völdum snjóflóða og annarra náttúruhamfara fáist ekki bættÓumdeilt er í málinu að snjóflóðið hafi farið af stað af þeirra völdum, snjóalag sem þeir fóru yfir, hafi brostið og við það farið af stað flekaflóð.Viðar sendi inn tjónstilkynningu vegna þeirra meiðsla sem hann varð fyrir, sem og þeirra muna og verðmæta sem skemmdust í snjóflóðinu, til Sjóva-Almennar sem hafnaði bótaskyldu og vísaði til þes að í ákvæði þeirra trygginga Viðars komi fram að tjón væri ekki bætt sökum eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða, vatnsflóða og annarra náttúruhamfara. Vísaði félagið til þess að tjón vegna náttúruhamfara væru bætt af Viðlagatryggingu Íslands.Viðlagatrygging hafnaði hins vegar bótaskyldu í málinu á þeim grundvelli að snjóflóðið sem Viðar varð fyrir hafi orðið af mannavöldum, því væri ekki um náttúruhamfarir að ræða.Umfjöllun Kastljóss um málið frá árinu 2017.Mynd/RÚVStefndi Viðar því Sjóvá-Almennum til viðurkenningar bótaskyldu og var málið byggt á sömu túlkun og túlkun viðlagatrygginga, að snjóflóðið gæti ekki flokkast undir náttúruhamfarir. Þá leitaði hann einnig sérfræðiálits sérfræðinga hjá Veðurstofunni þar sem segir að umrætt snjóflóð hafi ekki uppfyllt kröfur til þess að geta kallast náttúruhamfarir.Tryggingarfélagið taldi hins vegar að ekki ætti að gera greinarmun á snjóflóðum af náttúrunnar völdum eða mannavöldum, skýrt væri að tryggingar Viðars tryggðu ekki tjón af völdum snjóflóða. Þá væri að mati félagsins vel þekkt að náttúruhamfarir geti verið af mannavöldum, samanber jarðskjálftar í tengslum við framkvæmdir. Þá taldi tryggingarfélagið að gögn frá Veðurstofu Íslands hefðu enga þýðingu í málinu.Óskýrt ákvæði tryggingarfélaginu í óhagÍ dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu segir að ákvæðið sem vitnaðu var í af hálfu tryggingarfélagsins væri óskýrt og samkvæmt dómafordæmi bæri að skýra óljós og umdeilanleg ákvæði þeim aðila í óhag, sem samdi einhliða samning eða það ákvæði sem um ræðir.Því hefði þurft að taka sérstaklega fram ef undanskilja átti önnur snjóflóð en þau sem yrðu vegna náttúruhamfara, svo sem þau, sem verða af mannavöldum.Var því fallist á kröfu Viðars um að hann ætti rétt á bótum frá tryggingarfélaginum vegna slyssins, auk þess sem Sjóvá Almennar þarf að greiða málskostnað í málinu, 1,4 milljónir. Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Tryggingar Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Viðar Kristinsson, sem slasaðist alvarlega í snjóflóði í Eyrarfjalli fyrir ofan Ísafjörð, á rétt á bótum frá Sjóvá-Almennar vegna þeirra meiðsla sem hann hlaut í snjóflóðinu. Óumdeilt er að skíðaiðkun hans og félaga hans hafi valdið snjóflóðinu. Tryggingarfélagið og Viðlagatrygging Íslands höfðu áður hafnað bótaskyldu í málinu.Þann 18. janúar árið 2015 var Viðar á fjallaskíðum í hlíðum Eyrarfjalls ásamt félaga sínum. Þegar þeir voru komnir langleiðina upp hlíð fjallsins fór af stað snjóflóð.Viðar ræddi málið við Kastljós árið 2017eftir að Úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum komst að sömu niðurstöðu og Sjóvá að hann ætti ekki rétt á bótum.Viðar lenti í flóðinu og barst með því 200 til 300 metra niður fjallshlíðina. Við þetta hlaut hann alvarlega áverka, þar á meðal hálsbrot, beinbrot og taugaskaða á hægri handlegg ásamt öðrum áverkum. Auk þess skemmdist fjallaskíðabúnaður og önnur verðmæti sem hann hafði á sér. Félagi hans lenti ekki í snjóflóðinu.Vísaði til ákvæðis um að tjón af völdum snjóflóða og annarra náttúruhamfara fáist ekki bættÓumdeilt er í málinu að snjóflóðið hafi farið af stað af þeirra völdum, snjóalag sem þeir fóru yfir, hafi brostið og við það farið af stað flekaflóð.Viðar sendi inn tjónstilkynningu vegna þeirra meiðsla sem hann varð fyrir, sem og þeirra muna og verðmæta sem skemmdust í snjóflóðinu, til Sjóva-Almennar sem hafnaði bótaskyldu og vísaði til þes að í ákvæði þeirra trygginga Viðars komi fram að tjón væri ekki bætt sökum eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða, vatnsflóða og annarra náttúruhamfara. Vísaði félagið til þess að tjón vegna náttúruhamfara væru bætt af Viðlagatryggingu Íslands.Viðlagatrygging hafnaði hins vegar bótaskyldu í málinu á þeim grundvelli að snjóflóðið sem Viðar varð fyrir hafi orðið af mannavöldum, því væri ekki um náttúruhamfarir að ræða.Umfjöllun Kastljóss um málið frá árinu 2017.Mynd/RÚVStefndi Viðar því Sjóvá-Almennum til viðurkenningar bótaskyldu og var málið byggt á sömu túlkun og túlkun viðlagatrygginga, að snjóflóðið gæti ekki flokkast undir náttúruhamfarir. Þá leitaði hann einnig sérfræðiálits sérfræðinga hjá Veðurstofunni þar sem segir að umrætt snjóflóð hafi ekki uppfyllt kröfur til þess að geta kallast náttúruhamfarir.Tryggingarfélagið taldi hins vegar að ekki ætti að gera greinarmun á snjóflóðum af náttúrunnar völdum eða mannavöldum, skýrt væri að tryggingar Viðars tryggðu ekki tjón af völdum snjóflóða. Þá væri að mati félagsins vel þekkt að náttúruhamfarir geti verið af mannavöldum, samanber jarðskjálftar í tengslum við framkvæmdir. Þá taldi tryggingarfélagið að gögn frá Veðurstofu Íslands hefðu enga þýðingu í málinu.Óskýrt ákvæði tryggingarfélaginu í óhagÍ dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu segir að ákvæðið sem vitnaðu var í af hálfu tryggingarfélagsins væri óskýrt og samkvæmt dómafordæmi bæri að skýra óljós og umdeilanleg ákvæði þeim aðila í óhag, sem samdi einhliða samning eða það ákvæði sem um ræðir.Því hefði þurft að taka sérstaklega fram ef undanskilja átti önnur snjóflóð en þau sem yrðu vegna náttúruhamfara, svo sem þau, sem verða af mannavöldum.Var því fallist á kröfu Viðars um að hann ætti rétt á bótum frá tryggingarfélaginum vegna slyssins, auk þess sem Sjóvá Almennar þarf að greiða málskostnað í málinu, 1,4 milljónir.
Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Tryggingar Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira