Samgönguáætlanir til fimm og fimmtán ára voru samþykktar að lokinni tveggja daga seinni umræðu á Alþingi í dag síðdegis.
Framlög til margs konar samgönguverkefna eru aukin töluvert - til vega, hafna og flugmála.
Einnig var samþykkt breytingatillaga meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um að samgönguráðherra leggi fram frumvörp um gjaldtöku í tengslum við einstök verkefni í samgöngumálum á næstu vikum.
Að því samþykktu verði síðan gerðar breytingar á samgönguáætlunum og þær lagðar fyrir Alþingi á næsta haustþingi.
